„Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 21:44 ÁGúst Jóhannsson stýrði kvennaliði Vals í síðasta sinn í kvöld. Hann kveður liðið með Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistaratitli. Vísir/Ernir „Þetta eru auðvitað búin að vera frábær átta ár,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, fráfarandi þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta í kvöld. Í vetur var greint frá því að þetta yrði síðasta tímabil Ágústs sem þjálfari kvennaliðs Vals, en hann tekur við karlaliðinu í haust. Óhætt er að segja að Ágúst hætti á toppnum, en Valskonur urðu Íslands- og deildarmeistarar á tímabilinu, ásamt því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evróputitil þegar liðið vann Evrópubikarinn á dögunum. „Að enda þetta svona. Það hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi. Að enda sem Evrópu- og deildarmeistarar og taka svo úrslitakeppnina og sópa öllum liðunum þar út. Ég er bara hrærður yfir þessu. Þetta er algjörlega magnað og ég er ótrúlega stoltur af þessu liði og þessum leikmönnum og því sem við höfum byggt upp hérna. Ég hlakka bara til að fygljast með þessu liði í framtíðinni.“ Hann segir það þó sitja í sér að hafa ekki náð að klára bikarmeistaratitilinn á tímabilinu. „Auðvitað ætluðum við að vinna bikarinn líka. En við vorum akkúrat að koma úr mjög erfiðu prógrammi þá þar sem við vorum búin að vera í Evrópukeppninni. Ég man að það vantaði svolítið upp á orkuna hjá okkur. Haukar unnu það bara og áttu það skilið, enda með frábært lið.“ Þá segir Ágúst að leikur kvöldsins hafi unnist á því að hans konur héldu ró sinni, þrátt fyrir sterka byrjun Hauka. „Haukarnir byrjuðu mjög vel, en við náðum að halda ákveðinni yfirvegun. Það var ekkert stress eða hræðsla við að tapa. Svo náum við ágætis tökum á leiknum og svo fannst mér við bara sannfærandi. Mér finnst við vera búin að spila frábæran handbolta. Erum að skora á mjög fjölbreyttan hátt og stelpurnar eru að spila þetta ótrúlega vel. Takturinn á liðinu er frábær. Það eru mörg ár síðan ég hef séð kvennalið spila jafn vel og Valsliðið er búið að spila stóran part af þessu tímabili.“ „Við erum bara búin að leysa það, sama hvort þær spila 3:3 vörn eða 5:1 eða 6:0. Við leystum það vel og ég er bara hrikalega ánægður með frammistöðuna og þakklátur fólkinu sem mætti hérna. Það var flott mæting hjá Völsurum og ég er bara hrikalega ánægður að kveðja við liðið á þennan hátt og óska þeim góðs gengis á næsta ári.“ Að lokum segist Ágúst ekki hafa neinar áhyggjur af Valsliðinu undir nýrri stjórn, en Anton Rúnarsson tekur nú við sem aðalþjálfari. „Þær verða bara feykilega öflugar á næsta ári. Mariam er að koma inn í þetta og ungar stelpur, mjög efnilegar, sem eru að koma inn. Liðið verður frábært og það verður gaman að fylgjast með þeim.“ Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Í vetur var greint frá því að þetta yrði síðasta tímabil Ágústs sem þjálfari kvennaliðs Vals, en hann tekur við karlaliðinu í haust. Óhætt er að segja að Ágúst hætti á toppnum, en Valskonur urðu Íslands- og deildarmeistarar á tímabilinu, ásamt því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evróputitil þegar liðið vann Evrópubikarinn á dögunum. „Að enda þetta svona. Það hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi. Að enda sem Evrópu- og deildarmeistarar og taka svo úrslitakeppnina og sópa öllum liðunum þar út. Ég er bara hrærður yfir þessu. Þetta er algjörlega magnað og ég er ótrúlega stoltur af þessu liði og þessum leikmönnum og því sem við höfum byggt upp hérna. Ég hlakka bara til að fygljast með þessu liði í framtíðinni.“ Hann segir það þó sitja í sér að hafa ekki náð að klára bikarmeistaratitilinn á tímabilinu. „Auðvitað ætluðum við að vinna bikarinn líka. En við vorum akkúrat að koma úr mjög erfiðu prógrammi þá þar sem við vorum búin að vera í Evrópukeppninni. Ég man að það vantaði svolítið upp á orkuna hjá okkur. Haukar unnu það bara og áttu það skilið, enda með frábært lið.“ Þá segir Ágúst að leikur kvöldsins hafi unnist á því að hans konur héldu ró sinni, þrátt fyrir sterka byrjun Hauka. „Haukarnir byrjuðu mjög vel, en við náðum að halda ákveðinni yfirvegun. Það var ekkert stress eða hræðsla við að tapa. Svo náum við ágætis tökum á leiknum og svo fannst mér við bara sannfærandi. Mér finnst við vera búin að spila frábæran handbolta. Erum að skora á mjög fjölbreyttan hátt og stelpurnar eru að spila þetta ótrúlega vel. Takturinn á liðinu er frábær. Það eru mörg ár síðan ég hef séð kvennalið spila jafn vel og Valsliðið er búið að spila stóran part af þessu tímabili.“ „Við erum bara búin að leysa það, sama hvort þær spila 3:3 vörn eða 5:1 eða 6:0. Við leystum það vel og ég er bara hrikalega ánægður með frammistöðuna og þakklátur fólkinu sem mætti hérna. Það var flott mæting hjá Völsurum og ég er bara hrikalega ánægður að kveðja við liðið á þennan hátt og óska þeim góðs gengis á næsta ári.“ Að lokum segist Ágúst ekki hafa neinar áhyggjur af Valsliðinu undir nýrri stjórn, en Anton Rúnarsson tekur nú við sem aðalþjálfari. „Þær verða bara feykilega öflugar á næsta ári. Mariam er að koma inn í þetta og ungar stelpur, mjög efnilegar, sem eru að koma inn. Liðið verður frábært og það verður gaman að fylgjast með þeim.“
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira