Íslenski boltinn

„Upp­leggið hjá Rúnari fannst mér heppnast full­kom­lega“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rúnar Kristinsson og Helgi Sigurðsson.
Rúnar Kristinsson og Helgi Sigurðsson. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson

Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hrósaði Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, í hástert eftir sigur liðsins á KR þegar liðin mættust í Laugardalnum í Bestu deild karla í fótbolta.

„Það sem Óskar Hrafn (Þorvaldsson, þjálfari KR) hefur talað um og vill að gerist hjá liðum sínum er að hann vill halda boltanum miðsvæðis eins lengi og hann mögulega getur. Í þessum leik ákveður Rúnar að þétta miðjuna vel, setur meðal Kennie Chopart á miðjuna í fyrsta sinn í sumar og reynir að loka öllu sem hann getur inn á miðjunni,“ svarar Baldur eftir að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spyr hvað það var sem Fram gerði í sínum varnarleik.

„En KR-ingarnir eru svo góðir í því sem þeir gera að það er erfitt að verjast þessu. Mætir Kennie og sópar upp.“

„Þú sem þjálfari ert að velja leikkerfi, taktík eða eitthvað sem lágmarkar möguleika andstæðinganna. Ég vil meina að það hafi tekist fullkomlega hjá Rúnari og það hafi verið hálfgert masterclass, hvernig hann fór í þennan leik. Var ekki í raun fyrr en eftir 60 mínútur sem mér fannst KR ganga á lagið, nýttu breiddina og teygðu meira á Fram-liðinu frekar en að fara alltaf í gegnum miðjuna.“

„Rúnar var búinn að lesa það. Bakverðir KR voru eins og hornamenn i handbolta, það var verið að stimpla fyrir utan og alltaf verið að reyna keyra á miðjuna. Þeir voru varla með fyrr en síðustu kannski 20-30 mínúturnar. Fannst það vannýtt auðlind í þessum leik, Gabríel Hrannar (Eyjólfsson) í vinstribakverðinum hjá KR hefur verið bókstaflega frábær og erið að tengja gríðarlega vel með Aroni (Sigurðarsyni).“

„Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega. Það var ekki fullkomið, KR-ingar sköpuðu sér alveg færi, er ekki að segja það. En að fara í þetta og hvernig þeir framkvæmdu það. Kennie og Simon Tibbling frábærir á miðjunni, Vuk Oskar (Dimitrijevic), Jakob Byström og Már (Ægisson) með gríðarlega hlaupagetu og fljótir fram. Róbert Hauksson frammi, þarna kom sigurinn hjá Fram. Með smá heppni í lokin að sjálfsögðu.“

Klippa: Stúkan: „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×