Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 06:45 Mál Helga Magnúss Gunnarssonar hefur verið til vandræða hjá dómsmálaráðuneytinu í töluverðan tíma og er dómsmálaráðherra sagður ætla að leysa það með embættisfærslu. Vísir/Vilhelm/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. Morgunblaðið greinir frá boði Þorbjargar og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þó ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Nýtt embætti eða laun næstu níu ár Ráðherra er heimilt að flytja Helga Magnús til í embætti á grunni 20. greinar stjórnarskrár lýðveldisins. Þar stendur að embættismanni sé veittur kostur á að kjósa um embættisskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum. Vararíkissaksóknari er skipaður ævilangt en ríkisstarfsmönnum er gert að hætta þegar þeir eru sjötugir. Í Morgunblaðinu kemur fram að þiggi Helgi Magnús verði embætti vararíkislögreglustjóra en í það hefur ekki verið skipað frá 2010. Ekki er gert ráð fyrir embættinu í núverandi skipuriti embættis ríkislögreglustjóra. Þá kemur fram í blaðinu að hafni Helgi Magnús boði dómsmálaráðherra muni það tryggja honum full laun án vinnuframlags til sjötíu ára aldurs, eða næstu níu árin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Helgi Magnús ekki tekið ákvörðun í málinu. Ekki fylgir sögunni hver afstaða ríkislögreglustjóra er í málinu. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá boði Þorbjargar og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Málið má rekja aftur til ágúst 2024 þegar Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari óskaði eftir því að hann yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann lét falla á netinu um hælisleitendur frá Mið-Austurlöndum. Guðrún Hafsteinsdóttir þáverandi dómsmálaráðherra ákvað í september 2024 að hann skyldi ekki leystur úr störfum þó ríkissaksóknari krefðist þess og þó hún teldi ummæli hans grafa undan embættinu. Helgi Magnús kom svo aftur til starfa í desember eftir að hafa verið frá störfum síðan síðasta sumar, fyrst að kröfu ríkissaksóknara og svo í skömmu veikindaleyfi. Eftir að Helgi sneri aftur segist hann ekki hafa fengið nein verkefni í hendurnar og honum sé ekki hleypt inn í tölvukerfi embættisins. Mál Helga hefur verið til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu undanfarna mánuði en ráðherra sagði á sunnudag að það myndi leysast á næstu dögum. Nýtt embætti eða laun næstu níu ár Ráðherra er heimilt að flytja Helga Magnús til í embætti á grunni 20. greinar stjórnarskrár lýðveldisins. Þar stendur að embættismanni sé veittur kostur á að kjósa um embættisskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum. Vararíkissaksóknari er skipaður ævilangt en ríkisstarfsmönnum er gert að hætta þegar þeir eru sjötugir. Í Morgunblaðinu kemur fram að þiggi Helgi Magnús verði embætti vararíkislögreglustjóra en í það hefur ekki verið skipað frá 2010. Ekki er gert ráð fyrir embættinu í núverandi skipuriti embættis ríkislögreglustjóra. Þá kemur fram í blaðinu að hafni Helgi Magnús boði dómsmálaráðherra muni það tryggja honum full laun án vinnuframlags til sjötíu ára aldurs, eða næstu níu árin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Helgi Magnús ekki tekið ákvörðun í málinu. Ekki fylgir sögunni hver afstaða ríkislögreglustjóra er í málinu.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Tengdar fréttir Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01