Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2025 12:02 Tilkynnt var um tímabundna rekstrarstöðvun kísilversins á Bakka í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Áttatíu missa vinnuna í kísilverinu á Bakka ef verður af tímabundinni rekstrarstöðvun, sem tilkynnt var í gær. Forseti sveitarstjórnar heldur í vonina að lausn finnist en til þess þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn ódýrum innfluttum kínverskum kísilmálmi. Tilkynnt var í gær um tímabundna rekstrarstöðvun á verksmiðju PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík frá og með miðjum júlímánuði. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. „Við höfum verið í góðu samtali við forstjóra PCC og hugur okkar er hjá því fólki sem missir vinnuna. Ástæður eru auðvitað fyrst og fremst erfið staða á mörkuðum vörunnar kísilmálms, sem PCC er að framleiða. Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið, fjárhag sveitarfélagsins og atvinnulíf allt hérna á svæðinu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Áttatíu missa vinnuna ef kemur til rekstrarstöðvunar, sem Hjálmar segir eins og ef 3.500 manns myndu missa vinnuna í Reykjavík. Þrýsta á stjórnvöld Fram kemur í tilkynningu PCC að ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Félagið hefur kært innflutning á kísilmálmi á undirverði hingað til lands til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Hjálmar Bogi, forseti sveitarstjórnar, var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að þrýsta á stjórnvöld, ráðherra og þingmenn til að bregðast við þar sem því verður við komið, sem tryggir samkeppnishæfni verksmiðjunnar. Það eru aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið til, sem PCC hefur tilkynnt um. Við erum að vonast til að stjórnvöld komi með okkur í þetta verkefni þannig að stöðvunin verði sem styst, hún verði tímabundin og verksmiðjan fari aftur af stað.“ Hann segist ekki hafa rætt við starfsfólk en sveitarfélagið hafi verið í samtali við forstjóra PCC og samtalið hafi verið gott. Hann segist hafa trú á að lausn finnist í málinu. „Við trúum því bara að það verði þannig að menn nýti þessa fjárfestingu sem þessi verksmiðja er til þess að skapa tekjur,“ sagði Hjálmar Bogi. Norðurþing Stóriðja Tengdar fréttir Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06 Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Tilkynnt var í gær um tímabundna rekstrarstöðvun á verksmiðju PCC BakkaSilicon hf. á Húsavík frá og með miðjum júlímánuði. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. „Við höfum verið í góðu samtali við forstjóra PCC og hugur okkar er hjá því fólki sem missir vinnuna. Ástæður eru auðvitað fyrst og fremst erfið staða á mörkuðum vörunnar kísilmálms, sem PCC er að framleiða. Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélagið, fjárhag sveitarfélagsins og atvinnulíf allt hérna á svæðinu,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Áttatíu missa vinnuna ef kemur til rekstrarstöðvunar, sem Hjálmar segir eins og ef 3.500 manns myndu missa vinnuna í Reykjavík. Þrýsta á stjórnvöld Fram kemur í tilkynningu PCC að ódýr innflutningur á niðurgreiddum kísilmálmi, sér í lagi frá Kína, með lakari sjálfbærni- og umhverfisstöðlum hafi haft mikil áhrif á markaðsverð á Íslandi. Félagið hefur kært innflutning á kísilmálmi á undirverði hingað til lands til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem fjallar nú um málið. Hjálmar Bogi, forseti sveitarstjórnar, var varaþingmaður á síðasta kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Við höfum verið að þrýsta á stjórnvöld, ráðherra og þingmenn til að bregðast við þar sem því verður við komið, sem tryggir samkeppnishæfni verksmiðjunnar. Það eru aðgerðir sem stjórnvöld geta gripið til, sem PCC hefur tilkynnt um. Við erum að vonast til að stjórnvöld komi með okkur í þetta verkefni þannig að stöðvunin verði sem styst, hún verði tímabundin og verksmiðjan fari aftur af stað.“ Hann segist ekki hafa rætt við starfsfólk en sveitarfélagið hafi verið í samtali við forstjóra PCC og samtalið hafi verið gott. Hann segist hafa trú á að lausn finnist í málinu. „Við trúum því bara að það verði þannig að menn nýti þessa fjárfestingu sem þessi verksmiðja er til þess að skapa tekjur,“ sagði Hjálmar Bogi.
Norðurþing Stóriðja Tengdar fréttir Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40 Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06 Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum PCC BakkiSilicon hf. hefur tilkynnt um tímabundna rekstrarstöðvun verksmiðju sinnar á Húsavík, frá og með miðjum júlí. Ástæðan er sögð erfiðleikar á mörkuðum fyrir kísilmálm og raskanir sem rekja megi til tollastríðs. Um 80 manns munu missa vinnuna. 26. maí 2025 22:40
Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Stefnt er að því að lokið verði við helsta undirbúning að kolefnisförgunar- og móttökustöð á Bakka við Húsavík eftir tólf vikur samkvæmt viljayfirlýsingu sem Norðurþing og Carbfix hafa skrifað undir. Gert er ráð fyrir að matsáætlun umhverfismats vegna stöðvarinnar verði skilað strax í sumar. 21. maí 2025 10:06
Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings segir fregnir af mögulegri rekstrarstöðvun PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. Bæjaryfirvöld fylgist vel með stöðunni og eigi í samtali við forsvarsmenn verksmiðjunnar og stjórnvöld. 8. maí 2025 12:00