„Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. maí 2025 17:31 Ruben Amorim sést hér tala til stuðningsmanna Manchester United eftir leik liðsins gegn Aston Villa á sunnudag. Vísir/Getty Ruben Amorim lofar að leikmenn verði keyptir til Manchester United fyrir næsta tímabil en segir jafnframt að engin þörf sé á stórum leikmannahópi þar sem félagið verður ekki í Meistaradeildinni. Manchester United hefur aldrei gengið jafnilla í ensku úrvalsdeildinni og á nýliðnu tímabili. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar, tapaði átján leikjum og tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham þýðir að félagið verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Engin Evrópukeppni þýðir færri leikir og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim vill vinna með fámennari leikmannahóp á næsta tímabili. „Stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum“ „Við gerum tvær áætlanir, með og án Meistaradeildarinnar. Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp,“ sagði Amorim við blaðamenn í upphafi æfingaferðar liðsins til Malasíu og Hong Kong. „Við getum stjórnað hópnum betur. Við erum með áætlanir um að taka inn nýja leikmenn en stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum, að bæta akademínuna,“ bætti Amorim við. Hann sagði fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar einnig hafa sitt að segja. „Við getum ekki gert mjög mikið vegna FFP [Financial Fair Play], jafnvel þó við hefðum náð Meistaradeildinni.“ Amorim er á því að það gæti verið jákvætt að vera ekki með í Meistaradeildinni og þá segir hann mikilvægt að halda fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu. „Að vera ekki í Meistaradeildinni gæti verið kostur, að standa okkur betur í deildinni og byggja grunninn fyrir framtíðina. Við þurfum að nýta okkur kostina,“ sem var því næst spurður út í Fernandes. „Þú sérð á frammistöðu hans, leiðtogahæfileikunum og ástríðu hans í leikjum hversu mikilvægt er fyrir okkur að halda honum. Hann vill taka ábyrgð og á að gera það því hann er fyrirliði. Hann er okkur mjög mikilvægur og í því hvernig við sjáum liðið fyrir okkur.“ Ætlar ekki í neitt frí Annars virðist Amorim vera feginn að tímabilið sé á enda en búist er við að fyrstu leikmannakaup félagsins verði tilkynnt á næstu dögum því United er við það að ganga frá samningum við Wolves um kaup á Matheus Cunha. „Það var mikilvægt að ljúka tímabilinu, við þurftum að loka þeim kafla. Ég er spenntur, ég er stressaður og ég vill vinna fram að næsta tímabili Mér finnst ég ekki þurfa að aftengja mig alveg. Við lokuðum þessu tímabili en nú er komið að því nýja og ég er spenntur fyrir því.“ „Ég þarf enga hvíld, ég þarf bara að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“ Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira
Manchester United hefur aldrei gengið jafnilla í ensku úrvalsdeildinni og á nýliðnu tímabili. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar, tapaði átján leikjum og tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham þýðir að félagið verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Engin Evrópukeppni þýðir færri leikir og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim vill vinna með fámennari leikmannahóp á næsta tímabili. „Stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum“ „Við gerum tvær áætlanir, með og án Meistaradeildarinnar. Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp,“ sagði Amorim við blaðamenn í upphafi æfingaferðar liðsins til Malasíu og Hong Kong. „Við getum stjórnað hópnum betur. Við erum með áætlanir um að taka inn nýja leikmenn en stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum, að bæta akademínuna,“ bætti Amorim við. Hann sagði fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar einnig hafa sitt að segja. „Við getum ekki gert mjög mikið vegna FFP [Financial Fair Play], jafnvel þó við hefðum náð Meistaradeildinni.“ Amorim er á því að það gæti verið jákvætt að vera ekki með í Meistaradeildinni og þá segir hann mikilvægt að halda fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu. „Að vera ekki í Meistaradeildinni gæti verið kostur, að standa okkur betur í deildinni og byggja grunninn fyrir framtíðina. Við þurfum að nýta okkur kostina,“ sem var því næst spurður út í Fernandes. „Þú sérð á frammistöðu hans, leiðtogahæfileikunum og ástríðu hans í leikjum hversu mikilvægt er fyrir okkur að halda honum. Hann vill taka ábyrgð og á að gera það því hann er fyrirliði. Hann er okkur mjög mikilvægur og í því hvernig við sjáum liðið fyrir okkur.“ Ætlar ekki í neitt frí Annars virðist Amorim vera feginn að tímabilið sé á enda en búist er við að fyrstu leikmannakaup félagsins verði tilkynnt á næstu dögum því United er við það að ganga frá samningum við Wolves um kaup á Matheus Cunha. „Það var mikilvægt að ljúka tímabilinu, við þurftum að loka þeim kafla. Ég er spenntur, ég er stressaður og ég vill vinna fram að næsta tímabili Mér finnst ég ekki þurfa að aftengja mig alveg. Við lokuðum þessu tímabili en nú er komið að því nýja og ég er spenntur fyrir því.“ „Ég þarf enga hvíld, ég þarf bara að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“
Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Sjá meira