#blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2025 09:02 Sarah Wynn-Williams skrifaði endurminningabókina “Kærulaust fólk” (Careless People) og sagði frá upplifun sinni af því að starfa náið með yfirmönnum Facebook á árunum 2011-2017. Bókin var gefin út í Bandaríkjunum þann 11. mars. Meta brást skjótt við og daginn eftir var kveðinn upp dómur um að Sarah mætti ekkert tjá sig um bókina. En útgefandinn heldur áfram að selja bókina, sem bæði er hægt að lesa og hlusta á. Sarah virðist hafa náð einu viðtali fyrir bannið - við ástralska sjónvarpsstöð. Og síðan var hún kölluð til að vitna fyrir Bandaríkjaþingi í apríl um alvarlegar ásakanir sem fram koma í bókinni - m.a. um að Facebook hafi veitt kínverskum stjórnvöldum aðgang að upplýsingum sem kynni að varða þjóðaröryggi og brot á persónuvernd. Sarah sótti fast að komast að hjá fyrirtækinu. Hún var með bakgrunn í utanríkisþjónustu og sá fyrir sér að Facebook gæti gegnt lykilhlutverki í að hafa áhrif til góðs á pólitík í heiminum. Hún fékk það verkefni að greiða götu Mark Zuckerberg að þjóðarleiðtogum víða um heim, eftir því sem útbreiðsla á Facebook jókst. En brátt fór hún að skilja að áhugi stjórnenda fyrirtækisins var alls ekki sá að hafa áhrif til góðs. Gróði og vöxtur var megin atriði, sama hvað það kostaði. Smám saman fóru viðvörunarbjöllur að klingja, Sarah varð þess áskynja að siðferði og gildismat yfirmanna var ekki í þágu fólks, umhyggju skorti fyrir verðmætum mannlegs lífs. Skjótur vöxtur og árangur í útbreiðslu Facebook kveikti oflæti og dramb hjá yfirmönnum. Þegar smám saman kom í ljós hve hættulegt viðskiptamódel miðilsins var, að hann ýtti undir hatursorðræðu - og þegar ummerki hrönnuðust upp um að miðillinn ætti þátt í að skapa ólgu í þjóðfélögum, hafa áhrif á kosningar og jafnvel í að koma einræðisherrum til valda - þá skelltu yfirmenn skollaeyrum við órækum sönnunargögnum. Þeim virtist vera slétt sama. Það er áhugavert að sjá hvert samræmið er milli þeirrar innsýnar í starfshætti hjá Facebook sem Sarah Wynn-Williams lýsir og þess skilnings sem Maria Ressa lýsir á ógninni sem mannkyni stafar af fyrirtækinu. Þær virðast á einu máli: Facebook er hættulegt lýðræðinu, Facebook gerir fólk vansælt með því að ala á ótta, reiði og hatri. Og Facebook elur á kvíða hjá unglingsstúlkum. Árið 2017 var birt leyniskjal ætlað auglýsendum í Ástralíu um að miðillinn gerði þeim mögulegt að beina auglýsingum á Facebook og Instagram að þrettán til sautján ára stúlkum þegar þær eru viðkvæmar fyrir, finnst þær einskis virði, óöruggar, spenntar, hræddar, vitlausar og fullar af efasemdum um sjálfar sig. Eða þegar þeim finnst þær feitar og vilja grenna sig. Upplýsingum um líðan stúlknanna er safnað út frá því hverju þær pósta, myndum sem þær senda, samtölum þeirra við vini, myndsamtölum og annarri virkni á netinu jafnt inni á á miðlum fyrirtækisins sem utan þeirra. Sarah lýsir viðbrögðum yfirmanna við þessum uppljóstrunum, fyrst voru þau fátkennd og gerð tilraun til að afneita, en þegar fram liðu stundir sáu menn þetta hreinlega sem sönnun á því hversu verðmæta þjónustu fyrirtækið veitti auglýsendum! Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geta mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook og Instagram verði notuð til að þróa gervigreind. Fresturinn rennur út 31.maí. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Meta Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir #blessmeta - önnur grein Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. 24. maí 2025 10:02 #BLESSMETA – fyrsta grein Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. 20. maí 2025 09:00 Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Sjá meira
Sarah Wynn-Williams skrifaði endurminningabókina “Kærulaust fólk” (Careless People) og sagði frá upplifun sinni af því að starfa náið með yfirmönnum Facebook á árunum 2011-2017. Bókin var gefin út í Bandaríkjunum þann 11. mars. Meta brást skjótt við og daginn eftir var kveðinn upp dómur um að Sarah mætti ekkert tjá sig um bókina. En útgefandinn heldur áfram að selja bókina, sem bæði er hægt að lesa og hlusta á. Sarah virðist hafa náð einu viðtali fyrir bannið - við ástralska sjónvarpsstöð. Og síðan var hún kölluð til að vitna fyrir Bandaríkjaþingi í apríl um alvarlegar ásakanir sem fram koma í bókinni - m.a. um að Facebook hafi veitt kínverskum stjórnvöldum aðgang að upplýsingum sem kynni að varða þjóðaröryggi og brot á persónuvernd. Sarah sótti fast að komast að hjá fyrirtækinu. Hún var með bakgrunn í utanríkisþjónustu og sá fyrir sér að Facebook gæti gegnt lykilhlutverki í að hafa áhrif til góðs á pólitík í heiminum. Hún fékk það verkefni að greiða götu Mark Zuckerberg að þjóðarleiðtogum víða um heim, eftir því sem útbreiðsla á Facebook jókst. En brátt fór hún að skilja að áhugi stjórnenda fyrirtækisins var alls ekki sá að hafa áhrif til góðs. Gróði og vöxtur var megin atriði, sama hvað það kostaði. Smám saman fóru viðvörunarbjöllur að klingja, Sarah varð þess áskynja að siðferði og gildismat yfirmanna var ekki í þágu fólks, umhyggju skorti fyrir verðmætum mannlegs lífs. Skjótur vöxtur og árangur í útbreiðslu Facebook kveikti oflæti og dramb hjá yfirmönnum. Þegar smám saman kom í ljós hve hættulegt viðskiptamódel miðilsins var, að hann ýtti undir hatursorðræðu - og þegar ummerki hrönnuðust upp um að miðillinn ætti þátt í að skapa ólgu í þjóðfélögum, hafa áhrif á kosningar og jafnvel í að koma einræðisherrum til valda - þá skelltu yfirmenn skollaeyrum við órækum sönnunargögnum. Þeim virtist vera slétt sama. Það er áhugavert að sjá hvert samræmið er milli þeirrar innsýnar í starfshætti hjá Facebook sem Sarah Wynn-Williams lýsir og þess skilnings sem Maria Ressa lýsir á ógninni sem mannkyni stafar af fyrirtækinu. Þær virðast á einu máli: Facebook er hættulegt lýðræðinu, Facebook gerir fólk vansælt með því að ala á ótta, reiði og hatri. Og Facebook elur á kvíða hjá unglingsstúlkum. Árið 2017 var birt leyniskjal ætlað auglýsendum í Ástralíu um að miðillinn gerði þeim mögulegt að beina auglýsingum á Facebook og Instagram að þrettán til sautján ára stúlkum þegar þær eru viðkvæmar fyrir, finnst þær einskis virði, óöruggar, spenntar, hræddar, vitlausar og fullar af efasemdum um sjálfar sig. Eða þegar þeim finnst þær feitar og vilja grenna sig. Upplýsingum um líðan stúlknanna er safnað út frá því hverju þær pósta, myndum sem þær senda, samtölum þeirra við vini, myndsamtölum og annarri virkni á netinu jafnt inni á á miðlum fyrirtækisins sem utan þeirra. Sarah lýsir viðbrögðum yfirmanna við þessum uppljóstrunum, fyrst voru þau fátkennd og gerð tilraun til að afneita, en þegar fram liðu stundir sáu menn þetta hreinlega sem sönnun á því hversu verðmæta þjónustu fyrirtækið veitti auglýsendum! Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geta mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook og Instagram verði notuð til að þróa gervigreind. Fresturinn rennur út 31.maí. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
#blessmeta - önnur grein Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. 24. maí 2025 10:02
#BLESSMETA – fyrsta grein Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. 20. maí 2025 09:00
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun