Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 08:34 Baldvin Már Borgarson þarf að sitja af sér fjögurra leikja bann vegna hegðunar sinnar um helgina. Facebook Baldvin Már Borgarson, þjálfari 3. deildarliðs Árbæjar í fótbolta, hefur beðist afsökunar vegna hegðunar sinnar í leik gegn Magna um helgina sem leiddi til fjögurra leikja banns. Baldvin lét afar ljót orð falla í garð dómaranna í leiknum, sérstaklega eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið á 73. mínútu leiksins sem hann segir hafa komið til vegna aðstæðna sem aðstoðardómari skapaði á hliðarlínunni. Hluta af aðdraganda rauða spjaldsins og munnsöfnuði Baldvins má heyra í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Þjálfari hellti sér yfir dómarann í Árbæ Baldvin hafði fengið gult spjald á 58. mínútu leiksins en það sauð svo upp úr korteri síðar eftir, að mati Baldvins, óþarfa afskipti aðstoðardómara. Baldvin var þá að ræða við leikmann sinn, Daníel Gylfason, þegar aðstoðardómari bað hann um að koma ró á varamannabekkinn. Eins og heyrist á myndbandinu öskrar Baldvin: „Þegið þið strákar!“ en ljóst er að aðstoðardómari telur hegðun hans ógnandi. Í skýrslu dómara segir að Baldvin hafi gengið upp að andliti aðstoðardómarans og skammað hann sem Baldvin segir einfaldlega lygi. „Langar í alvörunni að lemja þig“ Aðstoðardómari kallaði þarna á dómarann til að veita Baldvini aftur gult spjald og þar með rautt. Áður en að kom að því hafði Baldvin hins vegar misst algjörlega stjórn á skapi sínu og sagði meðal annars: „Eruð þið í alvörunni þroskaheftir?“ og „Mig langar í alvörunni að lemja þig“. Við svo búið fékk Baldvin beint rautt spjald en mun hafa haldið áfram að brúka kjaft áður en hann loks yfirgaf svæðið. Í skýrslu dómara segir svo að málinu hafi ekki verið lokið þarna því eftir leik hafi dómaratríóið komið að læstum búningsklefa. Baldvin hafi þá komið að dómurunum og viljað ræða málin áður en hann myndi opna dyrnar en tríóið hafði engan áhuga á því og leystist málið að lokum. Eins og fyrr segir var Baldvin í gær úrskurðaður í fjögurra leikja bann. Hann hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem lesa má í heild hér að neðan. Yfirlýsing Baldvins Vegna dómsúrskurðar aganefndar KSÍ og fréttaflutninga um málið í kjölfarið langar mig að koma á framfæri eftirfarandi: Í leik Árbæjar og Magna fæ ég mjög ósanngjarna brottvísun frá AD1 sem á sér þann aðdraganda að ég er að eiga samtal við leikmann minn við hliðarlínuna meðan leikurinn er stopp vegna aðhlynningar leikmanns Magna. Í miðju samtali mínu við leikmanninn kemur AD1 askvaðandi inn í svokallað “comfort zone” mitt og míns leikmanns og biður mig um að hafa afskipti af varamannabekk mínum, ég bendi AD1 á að ég sé að ræða við leikmanninn minn og spyr hvort ég fái 10 sekúndur til að klára það, AD1 hafnar þeirri beiðni og þá sný ég mér að varamannabekknum mínum og öskra á þá “þegiði strákar” til þess að fara að fyrirmælum AD1, sem strax í kjölfarið biður dómara leiksins um að koma að hliðarlínunni að gefa mér mitt seinna gula spjald, við þær fréttir missti ég alla stjórn á sjálfum mér og læt útúr mér mörg mjög ljót ummæli í ljósi þess að mér fannst mjög illa á mér brotið í algjörlega sjálfsköpuðum aðstæðum af hálfu AD1, í kjölfarið kemur svo hrein og bein lygi af hálfu dómarateymisins í skýrslu til KSÍ að ég hafi átt að fá seinna gula spjaldið fyrir það að hafa á mjög ákveðinn hátt stigið inn í “comfort zone” aðstoðardómarans og öskrað í andlitið á honum skammir, sem á sér engan stoð í raunveruleikanum svo þeir hreinlega klóra yfir sínar ömurlegu ákvarðanir með lygum. Hinsvegar gengst ég algjörlega við minni hegðun í kjölfarið sem er gjörsamlega óásættanleg, þrátt fyrir það að mér þyki illa á mér brotið af hálfu AD1, og ég verðskuldað fæ beint rautt spjald frá dómaranum frekar en seinna gula þar sem ég missti mig og lét frá mér þessi ljótu og leiðinlegu ummæli áður en dómarinn var mættur til þess að gefa mér ósanngjörnu brottvísunina sem ég var að fá að beiðni AD1. Ég bið alla þá sem þykja ummæli mín særandi, móðgandi og niðrandi innilegrar afsökunar, ég á klárlega skilið þessa þyngingu á óréttláta leikbannið sem mér var gefið og sektina sem fylgir, ég ætla mér að nýta þetta atvik til betrunar og vona að aðrir aðilar málsins geri það líka, þar sem það hefði mjög margt mátt fara betur í kringum þetta leiðinlega atvik. Virðingarfyllst, Baldvin Borgarsson. Íslenski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Baldvin lét afar ljót orð falla í garð dómaranna í leiknum, sérstaklega eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið á 73. mínútu leiksins sem hann segir hafa komið til vegna aðstæðna sem aðstoðardómari skapaði á hliðarlínunni. Hluta af aðdraganda rauða spjaldsins og munnsöfnuði Baldvins má heyra í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Þjálfari hellti sér yfir dómarann í Árbæ Baldvin hafði fengið gult spjald á 58. mínútu leiksins en það sauð svo upp úr korteri síðar eftir, að mati Baldvins, óþarfa afskipti aðstoðardómara. Baldvin var þá að ræða við leikmann sinn, Daníel Gylfason, þegar aðstoðardómari bað hann um að koma ró á varamannabekkinn. Eins og heyrist á myndbandinu öskrar Baldvin: „Þegið þið strákar!“ en ljóst er að aðstoðardómari telur hegðun hans ógnandi. Í skýrslu dómara segir að Baldvin hafi gengið upp að andliti aðstoðardómarans og skammað hann sem Baldvin segir einfaldlega lygi. „Langar í alvörunni að lemja þig“ Aðstoðardómari kallaði þarna á dómarann til að veita Baldvini aftur gult spjald og þar með rautt. Áður en að kom að því hafði Baldvin hins vegar misst algjörlega stjórn á skapi sínu og sagði meðal annars: „Eruð þið í alvörunni þroskaheftir?“ og „Mig langar í alvörunni að lemja þig“. Við svo búið fékk Baldvin beint rautt spjald en mun hafa haldið áfram að brúka kjaft áður en hann loks yfirgaf svæðið. Í skýrslu dómara segir svo að málinu hafi ekki verið lokið þarna því eftir leik hafi dómaratríóið komið að læstum búningsklefa. Baldvin hafi þá komið að dómurunum og viljað ræða málin áður en hann myndi opna dyrnar en tríóið hafði engan áhuga á því og leystist málið að lokum. Eins og fyrr segir var Baldvin í gær úrskurðaður í fjögurra leikja bann. Hann hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem lesa má í heild hér að neðan. Yfirlýsing Baldvins Vegna dómsúrskurðar aganefndar KSÍ og fréttaflutninga um málið í kjölfarið langar mig að koma á framfæri eftirfarandi: Í leik Árbæjar og Magna fæ ég mjög ósanngjarna brottvísun frá AD1 sem á sér þann aðdraganda að ég er að eiga samtal við leikmann minn við hliðarlínuna meðan leikurinn er stopp vegna aðhlynningar leikmanns Magna. Í miðju samtali mínu við leikmanninn kemur AD1 askvaðandi inn í svokallað “comfort zone” mitt og míns leikmanns og biður mig um að hafa afskipti af varamannabekk mínum, ég bendi AD1 á að ég sé að ræða við leikmanninn minn og spyr hvort ég fái 10 sekúndur til að klára það, AD1 hafnar þeirri beiðni og þá sný ég mér að varamannabekknum mínum og öskra á þá “þegiði strákar” til þess að fara að fyrirmælum AD1, sem strax í kjölfarið biður dómara leiksins um að koma að hliðarlínunni að gefa mér mitt seinna gula spjald, við þær fréttir missti ég alla stjórn á sjálfum mér og læt útúr mér mörg mjög ljót ummæli í ljósi þess að mér fannst mjög illa á mér brotið í algjörlega sjálfsköpuðum aðstæðum af hálfu AD1, í kjölfarið kemur svo hrein og bein lygi af hálfu dómarateymisins í skýrslu til KSÍ að ég hafi átt að fá seinna gula spjaldið fyrir það að hafa á mjög ákveðinn hátt stigið inn í “comfort zone” aðstoðardómarans og öskrað í andlitið á honum skammir, sem á sér engan stoð í raunveruleikanum svo þeir hreinlega klóra yfir sínar ömurlegu ákvarðanir með lygum. Hinsvegar gengst ég algjörlega við minni hegðun í kjölfarið sem er gjörsamlega óásættanleg, þrátt fyrir það að mér þyki illa á mér brotið af hálfu AD1, og ég verðskuldað fæ beint rautt spjald frá dómaranum frekar en seinna gula þar sem ég missti mig og lét frá mér þessi ljótu og leiðinlegu ummæli áður en dómarinn var mættur til þess að gefa mér ósanngjörnu brottvísunina sem ég var að fá að beiðni AD1. Ég bið alla þá sem þykja ummæli mín særandi, móðgandi og niðrandi innilegrar afsökunar, ég á klárlega skilið þessa þyngingu á óréttláta leikbannið sem mér var gefið og sektina sem fylgir, ég ætla mér að nýta þetta atvik til betrunar og vona að aðrir aðilar málsins geri það líka, þar sem það hefði mjög margt mátt fara betur í kringum þetta leiðinlega atvik. Virðingarfyllst, Baldvin Borgarsson.
Yfirlýsing Baldvins Vegna dómsúrskurðar aganefndar KSÍ og fréttaflutninga um málið í kjölfarið langar mig að koma á framfæri eftirfarandi: Í leik Árbæjar og Magna fæ ég mjög ósanngjarna brottvísun frá AD1 sem á sér þann aðdraganda að ég er að eiga samtal við leikmann minn við hliðarlínuna meðan leikurinn er stopp vegna aðhlynningar leikmanns Magna. Í miðju samtali mínu við leikmanninn kemur AD1 askvaðandi inn í svokallað “comfort zone” mitt og míns leikmanns og biður mig um að hafa afskipti af varamannabekk mínum, ég bendi AD1 á að ég sé að ræða við leikmanninn minn og spyr hvort ég fái 10 sekúndur til að klára það, AD1 hafnar þeirri beiðni og þá sný ég mér að varamannabekknum mínum og öskra á þá “þegiði strákar” til þess að fara að fyrirmælum AD1, sem strax í kjölfarið biður dómara leiksins um að koma að hliðarlínunni að gefa mér mitt seinna gula spjald, við þær fréttir missti ég alla stjórn á sjálfum mér og læt útúr mér mörg mjög ljót ummæli í ljósi þess að mér fannst mjög illa á mér brotið í algjörlega sjálfsköpuðum aðstæðum af hálfu AD1, í kjölfarið kemur svo hrein og bein lygi af hálfu dómarateymisins í skýrslu til KSÍ að ég hafi átt að fá seinna gula spjaldið fyrir það að hafa á mjög ákveðinn hátt stigið inn í “comfort zone” aðstoðardómarans og öskrað í andlitið á honum skammir, sem á sér engan stoð í raunveruleikanum svo þeir hreinlega klóra yfir sínar ömurlegu ákvarðanir með lygum. Hinsvegar gengst ég algjörlega við minni hegðun í kjölfarið sem er gjörsamlega óásættanleg, þrátt fyrir það að mér þyki illa á mér brotið af hálfu AD1, og ég verðskuldað fæ beint rautt spjald frá dómaranum frekar en seinna gula þar sem ég missti mig og lét frá mér þessi ljótu og leiðinlegu ummæli áður en dómarinn var mættur til þess að gefa mér ósanngjörnu brottvísunina sem ég var að fá að beiðni AD1. Ég bið alla þá sem þykja ummæli mín særandi, móðgandi og niðrandi innilegrar afsökunar, ég á klárlega skilið þessa þyngingu á óréttláta leikbannið sem mér var gefið og sektina sem fylgir, ég ætla mér að nýta þetta atvik til betrunar og vona að aðrir aðilar málsins geri það líka, þar sem það hefði mjög margt mátt fara betur í kringum þetta leiðinlega atvik. Virðingarfyllst, Baldvin Borgarsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira