Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2025 10:49 Þorleifur Jón Hreiðarsson ætlar ekki að láta það óátölulaust að fram hjá sér hafi verið gengið þegar landsliðshópur öldunga í keilu var skrúfaður saman. Lögmaður hans hefur nú sent bréf vegna málsins til forystunnar. vísir/anton brink Þorleifur Jón Hreiðarsson hefur leitað til lögfræðings sem sent hefur forseta- og íþróttastjóra bréf þar sem hann krefst svara við því hvers vegna gengið var fram hjá honum við val á landsliði keilara. Rósalin Guðmundsdóttir lögfræðingur segir í bréfinu að til hennar hafi leitað Þorleifur Jón, nýbakaður Íslandsmeistari öldunga í keilu, og hann óski skýringa á því „á hvaða lagaheimild landsliðsnefnd byggir þá ákvörðun sína að ganga framhjá ótvíræðum íslandsmeistara við val í landslið, enda má ljóst vera að Íslandsmeistari sé fremstur í sínum flokki og falli einn að markmiði og tilgangi með kappíþróttinni fyrir hönd Íslands sem og afreksstefnu ÍSÍ.“ Í bréfinu segir einnig að vegna framgöngu landsliðsnefndar, sem forseti beri ábyrgð á, hafi Þorleifur neyðst til að leita til ÍSÍ til að fá úr því skorið „hvort annarlegar hvatir liggi að baki ákvörðun um að sniðganga meistarann í landslið“? Óásættanleg ummæli Í bréfinu segir skoða þurfi sérstaklega hvort KLÍ kunni að hafa þegið styrki úr afrekssjóði án þess að falla að skilyrðum þar að lútandi? Þá segir jafnframt að einkasamtök hafi val um að stofna til félagsskapar og setja sín eigin lög. „Þau eru því ekki bundin af reglum um kappið sem fellst í keppnisíþróttinni, afreksstefnu, siðareglum né annað. Þau samtök geta þó ekki sótt styrki í opinbert fé hafi þau íþróttaleg markmið að engu.“ Því er velt upp og óskað svara við því hvaða lagaákvæðum landsliðsnefnd byggir ákvörðun sína og þá á hvaða sjónarmiðum útilokun Þorleifs frá landsliði byggt sé á. „Í því sambandi er grjót úr glerhúsum afþakkað enda var ummæli Þórarins Más [Þorbjarnarsonar] íþróttinni til mikillar minnkunar í blöðum um úrslit íslandsmeistaramóts öldunga. Sér í lagi var gert að því skónna að um svindl hefði verið að ræða með ummælum um lágkúrulegan eða slysa sigur. Mun ÍSÍ á komandi dögum kynna sér þau ummæli og annað framferði sem litið er á sem einelti og ó-íþróttalega hegðan innan KLÍ.“ Þorleifur ætlar sér til Reno Þórarinn Már sagði Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleik við sig og þeim ummælum ætlar Þorleifur sér ekki að sitja undir.Keilusamband Íslands Hér er vísað til ummæla Þórarins Más sem fram komu í viðtali við Vísi þann 16. maí á þessu ári þegar hann sagði Þorleif hafa álpast til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann hafi verið með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Ljóst er að þessi ummæli hafa farið fyrir brjóst Þorleifs. Í bréfinu er svo rakið að sá sem er Íslandsmeistari hljóti að vera í landsliðshópnum nema eitthvað sérstakt komi til. „Samkvæmt 8. gr. reglugerð KLÍ um Íslandsmót öldunga +50 hefur Þorleifur rétt til að sækja að sækja um sérstakan styrk til KLÍ vegna ferða á mót erlendis. Þar sem Þorleifur hefur hug á því að keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti öldunga í keilu, sem verður haldið í Reno, USA dagana 13. – 24. Október 2025.“ Valdi íþróttinni óbætanlegum skaða Í bréfinu er skorað á forseta að axla ábyrgð á landsliðsnefnd eins og boðað er í lögum KLÍ og afstýra þeirri villu sem viðhöfð hefur verið með vali í landslið og skerast í leikinn. „Landsliðsnefndir sérsambanda geta ekki sniðgengið íslandsmeistara, heldur geta þau valið fleiri í nefndina á málefnalega fyrirfram ákveðnum forsendum, s.s. iðkun og fyrri frammistöðu en ekki í stað íslandsmeistara sem ekki hefur afþakkað sæti sitt í landsliði.“ Í bréfi, sem Rósalind Guðmundsdóttir undirritar sem áður segir, er óskað viðbragða við erindi þessu svo fljótt sem verða má, enda er brýnt að reyna að afstýra því að deilum um svo sjálfsagðan hlut verði til þess að valda KLÍ og íþróttinni óbætanlegum skaða. ÍSÍ Keila Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Rósalin Guðmundsdóttir lögfræðingur segir í bréfinu að til hennar hafi leitað Þorleifur Jón, nýbakaður Íslandsmeistari öldunga í keilu, og hann óski skýringa á því „á hvaða lagaheimild landsliðsnefnd byggir þá ákvörðun sína að ganga framhjá ótvíræðum íslandsmeistara við val í landslið, enda má ljóst vera að Íslandsmeistari sé fremstur í sínum flokki og falli einn að markmiði og tilgangi með kappíþróttinni fyrir hönd Íslands sem og afreksstefnu ÍSÍ.“ Í bréfinu segir einnig að vegna framgöngu landsliðsnefndar, sem forseti beri ábyrgð á, hafi Þorleifur neyðst til að leita til ÍSÍ til að fá úr því skorið „hvort annarlegar hvatir liggi að baki ákvörðun um að sniðganga meistarann í landslið“? Óásættanleg ummæli Í bréfinu segir skoða þurfi sérstaklega hvort KLÍ kunni að hafa þegið styrki úr afrekssjóði án þess að falla að skilyrðum þar að lútandi? Þá segir jafnframt að einkasamtök hafi val um að stofna til félagsskapar og setja sín eigin lög. „Þau eru því ekki bundin af reglum um kappið sem fellst í keppnisíþróttinni, afreksstefnu, siðareglum né annað. Þau samtök geta þó ekki sótt styrki í opinbert fé hafi þau íþróttaleg markmið að engu.“ Því er velt upp og óskað svara við því hvaða lagaákvæðum landsliðsnefnd byggir ákvörðun sína og þá á hvaða sjónarmiðum útilokun Þorleifs frá landsliði byggt sé á. „Í því sambandi er grjót úr glerhúsum afþakkað enda var ummæli Þórarins Más [Þorbjarnarsonar] íþróttinni til mikillar minnkunar í blöðum um úrslit íslandsmeistaramóts öldunga. Sér í lagi var gert að því skónna að um svindl hefði verið að ræða með ummælum um lágkúrulegan eða slysa sigur. Mun ÍSÍ á komandi dögum kynna sér þau ummæli og annað framferði sem litið er á sem einelti og ó-íþróttalega hegðan innan KLÍ.“ Þorleifur ætlar sér til Reno Þórarinn Már sagði Þorleif hafa álpast til að vinna úrslitaleik við sig og þeim ummælum ætlar Þorleifur sér ekki að sitja undir.Keilusamband Íslands Hér er vísað til ummæla Þórarins Más sem fram komu í viðtali við Vísi þann 16. maí á þessu ári þegar hann sagði Þorleif hafa álpast til að vinna þetta mót með frekar lágkúrulegum hætti. Hann hafi verið með uppsteit, æsti sig við menn og reif kjaft.“ Ljóst er að þessi ummæli hafa farið fyrir brjóst Þorleifs. Í bréfinu er svo rakið að sá sem er Íslandsmeistari hljóti að vera í landsliðshópnum nema eitthvað sérstakt komi til. „Samkvæmt 8. gr. reglugerð KLÍ um Íslandsmót öldunga +50 hefur Þorleifur rétt til að sækja að sækja um sérstakan styrk til KLÍ vegna ferða á mót erlendis. Þar sem Þorleifur hefur hug á því að keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti öldunga í keilu, sem verður haldið í Reno, USA dagana 13. – 24. Október 2025.“ Valdi íþróttinni óbætanlegum skaða Í bréfinu er skorað á forseta að axla ábyrgð á landsliðsnefnd eins og boðað er í lögum KLÍ og afstýra þeirri villu sem viðhöfð hefur verið með vali í landslið og skerast í leikinn. „Landsliðsnefndir sérsambanda geta ekki sniðgengið íslandsmeistara, heldur geta þau valið fleiri í nefndina á málefnalega fyrirfram ákveðnum forsendum, s.s. iðkun og fyrri frammistöðu en ekki í stað íslandsmeistara sem ekki hefur afþakkað sæti sitt í landsliði.“ Í bréfi, sem Rósalind Guðmundsdóttir undirritar sem áður segir, er óskað viðbragða við erindi þessu svo fljótt sem verða má, enda er brýnt að reyna að afstýra því að deilum um svo sjálfsagðan hlut verði til þess að valda KLÍ og íþróttinni óbætanlegum skaða.
ÍSÍ Keila Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent