Sagðist ekki hafa orðið var við átök: „Ég var eins og pabbi þeirra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 31. maí 2025 21:10 Bústaðurinn sem mennirnir dvöldu í er sá guli. Þeir unnu að byggingu hússins að ofan. Vísir/Vilhelm „Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen. Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, karlmaður á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Kvartaði yfir verk áður en hann lést Maðurinn, sá sem er á sextugsaldri, gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Þess má geta að hann var handtekinn í upphafi máls og var með réttarstöðu sakbornings um nokkurt skeið. Hann sagði að þegar hann hafi vaknað laugardagsmorguninn örlagaríka hafi Gedirninas og Viktoras verið vaknaðir á undan honum. Hann minntist á að Viktoras hefði þennan morgun kvartað yfir verk í rifbeinunum, eftir að hafa fallið af svefnlofti bústaðarins. Enga áverka hafi verið að finna utan á honum, en Viktoras hafi talað um að verkurinn væri innan í honum. Maðurinn sagðist hafa lagt til að Viktoras myndi gera eitthvað í þessum verk, en hann þá gert lítið úr honum og fengið sér bjór. Maðurinn hafi fengið sér kaffi og svo farið á salernið. Þegar hann hafi svo komið aftur fram hafi hann séð Viktoras liggjandi á gólfinu. Hann hafi spurt Gedirninas hvað hafði gerst og hann sagt Viktoras hafa dottið niður stiga upp á svefnloft. Hann væri fullur og ætlaði að jafna sig áður en hann færi aftur að sofa, að sögn Gedirninas. Maðurinn sagði Viktoras ekki hafa svarað. En sjálfur hafi hann farið aftur að sofa. Einhverju seinna um morguninn fór hann aftur á fætur, og þá var Viktoras ekki lengur á gólfinu. Hann sagðist ekki vita hvernig hann færðist úr stað. „Við, nokkrir sem voru að vinna saman, ætluðum að fara í piknik þennan dag. Mér fannst furðulegt að enginn væri vaknaður því við ætluðum í piknik,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Heyrði ekkert meðan meint átök áttu sér stað Svo var honum litið inn í herbergi Viktoras, og aftur svaraði hann ekki. Þá byrjaði maðurinn að hringja í aðra samstarfsfélaga. Samstarfsfélagarnir hafi síðan hringt í tvo yfirmenn þeirra, og þeir komu síðan á vettvang. Það mun hafa verið um klukkutíma síðar. Yfirmennirnir hafi sagt að Viktoras væri látinn og reynt að endurlífga hann. Maðurinn sagði lítið pláss hafa verið í herberginu, og hann því ekki tekið þátt í því. Fyrir dómi var maðurinn spurður hvort hann hefði heyrt einhver læti meðan meint átök sem drógu Viktoras til dauða áttu sér stað. Hann sagði svo ekki vera. Mögulega mætti skýra það vegna þess að hann hafi verið með heyrnartól á sér. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Í málinu er Gedirninas Saulys, 34 ára, ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem varð til þess að Viktoras Buchovskis, karlmaður á fertugsaldri, hlaut bana af. Umrædd árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Honum er gefið að sök að beita Viktoras margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Meðal annars er Gedirninas sagður hafa slegið Viktoras tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Fyrir vikið hafi Viktoras hlotið margþætta áverka, en hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Kvartaði yfir verk áður en hann lést Maðurinn, sá sem er á sextugsaldri, gaf skýrslu sem vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Þess má geta að hann var handtekinn í upphafi máls og var með réttarstöðu sakbornings um nokkurt skeið. Hann sagði að þegar hann hafi vaknað laugardagsmorguninn örlagaríka hafi Gedirninas og Viktoras verið vaknaðir á undan honum. Hann minntist á að Viktoras hefði þennan morgun kvartað yfir verk í rifbeinunum, eftir að hafa fallið af svefnlofti bústaðarins. Enga áverka hafi verið að finna utan á honum, en Viktoras hafi talað um að verkurinn væri innan í honum. Maðurinn sagðist hafa lagt til að Viktoras myndi gera eitthvað í þessum verk, en hann þá gert lítið úr honum og fengið sér bjór. Maðurinn hafi fengið sér kaffi og svo farið á salernið. Þegar hann hafi svo komið aftur fram hafi hann séð Viktoras liggjandi á gólfinu. Hann hafi spurt Gedirninas hvað hafði gerst og hann sagt Viktoras hafa dottið niður stiga upp á svefnloft. Hann væri fullur og ætlaði að jafna sig áður en hann færi aftur að sofa, að sögn Gedirninas. Maðurinn sagði Viktoras ekki hafa svarað. En sjálfur hafi hann farið aftur að sofa. Einhverju seinna um morguninn fór hann aftur á fætur, og þá var Viktoras ekki lengur á gólfinu. Hann sagðist ekki vita hvernig hann færðist úr stað. „Við, nokkrir sem voru að vinna saman, ætluðum að fara í piknik þennan dag. Mér fannst furðulegt að enginn væri vaknaður því við ætluðum í piknik,“ sagði maðurinn fyrir dómi. Heyrði ekkert meðan meint átök áttu sér stað Svo var honum litið inn í herbergi Viktoras, og aftur svaraði hann ekki. Þá byrjaði maðurinn að hringja í aðra samstarfsfélaga. Samstarfsfélagarnir hafi síðan hringt í tvo yfirmenn þeirra, og þeir komu síðan á vettvang. Það mun hafa verið um klukkutíma síðar. Yfirmennirnir hafi sagt að Viktoras væri látinn og reynt að endurlífga hann. Maðurinn sagði lítið pláss hafa verið í herberginu, og hann því ekki tekið þátt í því. Fyrir dómi var maðurinn spurður hvort hann hefði heyrt einhver læti meðan meint átök sem drógu Viktoras til dauða áttu sér stað. Hann sagði svo ekki vera. Mögulega mætti skýra það vegna þess að hann hafi verið með heyrnartól á sér.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira