Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 16:38 Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í framlengingu en tók ekki vítaspyrnu. Michael Campanella/Getty Images BK Häcken er sænskur bikarmeistari eftir sigur gegn Malmö í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum, þar sem tvö bestu bikarlið Svíþjóðar undanfarinna ára mættust. Daníel Tristan Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson komu báðir inn af varamannabekk Malmö, en tóku ekki vítaspyrnu. Mikil úrslitaleikjasaga Liðin hafa leikið úrslitaleiki í sænska bikarnum til skiptis frá því 2018, BK Häcken hefur komist í úrslitaleikinn annað hvert ár, líkt og Malmö sem braut hefðina núna í ár og komst í úrslitaleikinn aftur eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrra. Liðin mættust því innbyrðis í úrslitaleik. Malmö vann dráttinn og var á heimavelli, í kjörstöðu til að hefna fyrir tapið sem BK Häcken afhenti þeim þegar liðin mættust síðast innbyrðis í úrslitaleik árið 2016. Stuðningsmenn skáru net Úrslitaleikurinn hófst reyndar átta mínútum of seint og hann þurfti að stöðva eftir minna en mínútu, vegna þess að stuðningsmenn Malmö skáru gat á öryggisnetið sem var sett fyrir stúkuna. Stuðningsmennirnir höfðu verið með vesen vegna netsins fyrir leik og reynt að færa það, sem frestaði upphafsflautinu. La finale de la Coupe de Suède interrompue après seulement 40 secondes de jeu !❌🇸🇪Les supporters de Malmö refusent à ce qu'un filet de protection limitant la visibilité soit disposé devant eux.🥅Ces derniers l'ont donc troué. L'arbitre renvoie les joueurs aux vestiaires,… pic.twitter.com/e7uRpJZd2L— Nordisk Football (@NordiskFootball) May 29, 2025 Pontus Jansson, meiddur leikmaður Malmö, fór til stuðningsmannanna sem skáru á netið og bað þá um að hætta svo leikurinn gæti haldið áfram. Leikurinn hófst því loks, almennilega, rúmum hálftíma á eftir áætlun. Cupfinalen avbröts efter en minut – Pontus Jansson i samtal med supportrarnaSe klipp här: https://t.co/KcO5umI5zZ pic.twitter.com/JLu4jQNpJX— SVT Sport (@SVTSport) May 29, 2025 Markalaust jafntefli Leikurinn sjálfur var langt því að vera jafn fjörugur og allt benti til fyrirfram. Afskaplega fá færi litu dagsins ljós. Malmö var meira með boltann, enda vantaði töluvert marga menn vegna meiðsla í liði BK Häcken, en heimamenn sköpuðu sér lítið. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherja Malmö, var skipt inn á 81. mínútu til að hrista upp í hlutunum en skiptingin hafði ekki tilætluð áhrif. Slagsmál fyrir framlengingu Leiknum lauk með markalausu jafntefli og haldið var í framlengingu. Áður en hún hófst urðu slagsmál á hliðarlínunni, þegar Silas Andersen, meiddur leikmaður BK Häcken, fékk dós frá stuðningsmönnum í höfuðið. Silas ætlaði að svara fyrir sig og óð í átt að stúkunni en var stöðvaður af áðurnefndum Pontus Jansson. Þeir tveir rifust um dágóða stund en var síðan vísað af öryggisgæslu inn í búningsherbergi. Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í seinni hálfleik framlengingar, sem dugði heldur ekki til að skilja liðin að og því var haldið í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppni Stressið og þreytan var voru farin að segja til sín eftir langan leik og bæði lið klikkuðu á fyrsta vítaspyrnunni. BK Häcken skoraði hins vegar úr næstu fjórum spyrnum, en Malmö aðeins úr tveimur. Hvorki Arnór né Daníel tóku vítaspyrnu. BK Häcken stóð því uppi sem sænskur bikarmeistari í fjórða sinn í sögu félagsins, allir titlarnir á síðustu tíu árum. Sænski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Sjá meira
Mikil úrslitaleikjasaga Liðin hafa leikið úrslitaleiki í sænska bikarnum til skiptis frá því 2018, BK Häcken hefur komist í úrslitaleikinn annað hvert ár, líkt og Malmö sem braut hefðina núna í ár og komst í úrslitaleikinn aftur eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrra. Liðin mættust því innbyrðis í úrslitaleik. Malmö vann dráttinn og var á heimavelli, í kjörstöðu til að hefna fyrir tapið sem BK Häcken afhenti þeim þegar liðin mættust síðast innbyrðis í úrslitaleik árið 2016. Stuðningsmenn skáru net Úrslitaleikurinn hófst reyndar átta mínútum of seint og hann þurfti að stöðva eftir minna en mínútu, vegna þess að stuðningsmenn Malmö skáru gat á öryggisnetið sem var sett fyrir stúkuna. Stuðningsmennirnir höfðu verið með vesen vegna netsins fyrir leik og reynt að færa það, sem frestaði upphafsflautinu. La finale de la Coupe de Suède interrompue après seulement 40 secondes de jeu !❌🇸🇪Les supporters de Malmö refusent à ce qu'un filet de protection limitant la visibilité soit disposé devant eux.🥅Ces derniers l'ont donc troué. L'arbitre renvoie les joueurs aux vestiaires,… pic.twitter.com/e7uRpJZd2L— Nordisk Football (@NordiskFootball) May 29, 2025 Pontus Jansson, meiddur leikmaður Malmö, fór til stuðningsmannanna sem skáru á netið og bað þá um að hætta svo leikurinn gæti haldið áfram. Leikurinn hófst því loks, almennilega, rúmum hálftíma á eftir áætlun. Cupfinalen avbröts efter en minut – Pontus Jansson i samtal med supportrarnaSe klipp här: https://t.co/KcO5umI5zZ pic.twitter.com/JLu4jQNpJX— SVT Sport (@SVTSport) May 29, 2025 Markalaust jafntefli Leikurinn sjálfur var langt því að vera jafn fjörugur og allt benti til fyrirfram. Afskaplega fá færi litu dagsins ljós. Malmö var meira með boltann, enda vantaði töluvert marga menn vegna meiðsla í liði BK Häcken, en heimamenn sköpuðu sér lítið. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherja Malmö, var skipt inn á 81. mínútu til að hrista upp í hlutunum en skiptingin hafði ekki tilætluð áhrif. Slagsmál fyrir framlengingu Leiknum lauk með markalausu jafntefli og haldið var í framlengingu. Áður en hún hófst urðu slagsmál á hliðarlínunni, þegar Silas Andersen, meiddur leikmaður BK Häcken, fékk dós frá stuðningsmönnum í höfuðið. Silas ætlaði að svara fyrir sig og óð í átt að stúkunni en var stöðvaður af áðurnefndum Pontus Jansson. Þeir tveir rifust um dágóða stund en var síðan vísað af öryggisgæslu inn í búningsherbergi. Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í seinni hálfleik framlengingar, sem dugði heldur ekki til að skilja liðin að og því var haldið í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppni Stressið og þreytan var voru farin að segja til sín eftir langan leik og bæði lið klikkuðu á fyrsta vítaspyrnunni. BK Häcken skoraði hins vegar úr næstu fjórum spyrnum, en Malmö aðeins úr tveimur. Hvorki Arnór né Daníel tóku vítaspyrnu. BK Häcken stóð því uppi sem sænskur bikarmeistari í fjórða sinn í sögu félagsins, allir titlarnir á síðustu tíu árum.
Sænski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Sjá meira