„Það má ekki fagna of mikið“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2025 19:27 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, fagnaði sigri í Mosfellsbæ í dag. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður í leikslok eftir 2-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag.„Mjög ánægður með sigurinn, koma í Mosfellsbæ og vinna leikinn 2-0 og halda hreinu. Ná þremur stigum á móti liði sem er búið að vera mjög sterkt heima, mjög erfiður útivöllur með góðri stemningu,“ sagði þjálfarinn í leikslok. Valur hefur haldið markinu hreinu í tveimur leikjum í röð og að vonum er Srdjan Tufegdzic sáttur með varnarleikinn en heldur sig þó á jörðinni. „Þetta er ánægjulegt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta til að ná árangri og það gleður mig sem þjálfara. Það má ekki fagna of mikið, tveir leikir á móti ÍBV og Aftureldingu, ná þarf bara að halda áfram á mánudaginn á móti sterku liði Fram,“ sagði Tufegdzic. Valsmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu en seinni hálfleikur var fremur rólegur og bæði lið náðu ekki að skapa sér álitleg færi. „Seinni hálfleikur var frekar rólegur en við vorum samt með tækifæri að skora þriðja markið og afgreiða leikinn alveg. Þegar þú spilar á móti liði sem gefst aldrei upp getur þú ekki vonast að þeir leggist niður og leyfi þér að fara í gegnum seinni hálfleikinn án þess að hafa fyrir því.“ „Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum og föst leikatriði sem þeir sem eru góðir í. Ég er ánægður með liðið að vera „solid“ og ná að halda þetta út,“ sagði þjálfarinn um seinni hálfleik. Hefur vantað herslumuninn Valur er fimm stigum eftir Víkingum sem sitja í toppsæti Bestu deildarinnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Tufegdzic segir að hann hefði viljað fleiri stig en er þó ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Ekki sáttur með stigafjöldann en mér finnst spilamennskan mjög góð, heilt yfir. Það vantar herslumuninn í nokkrum leikjum sem við náum ekki að sigla heim og enda í jafntefli.“ „Við erum að leggja hart af okkur til að breyta því og bæta þessi nokkur prósent sem okkur finnst vanta í þessum leikjum. Nú erum við komnir með tvo sigra og það er alltaf næsti leikur sem er mest mikilvægur og það er á mánudaginn þar sem Fram kemur í heimsókn á Hlíðarenda,“ bætti Tufegdzic við. Ætla að leggja allt í sölurnar á mánudaginn Birkir Heimisson var ekki með Valsmönnum í dag en hann leikið vel með liðinu í upphafi móts. Valsmenn fengu þó Albin Skoglund til baka í dag og kom hann inn á sem varamaður en hann hefur glímt við meiðsli. „Það er bara eins og hjá öllum liðum. Það eru alltaf leikmenn sem vanta og einhverjir leikmenn sem koma til baka. Það gleður alla þjálfara að hafa alla leikmenn til staðar og hafa hausverk hver ætlar að spila og hver er í hóp. Nú reynir á, fullt af leikjum á stuttum tíma og bikarleikur um daginn. „Það reynir á sál og „fitness-levelið“ sem mér finnst vera gott hjá okkur. Það er einn leikur fyrir landsliðspásuna og það þarf að leggja allt í sölurnar til að klára hann vel á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Valur Besta deild karla Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira
Valur hefur haldið markinu hreinu í tveimur leikjum í röð og að vonum er Srdjan Tufegdzic sáttur með varnarleikinn en heldur sig þó á jörðinni. „Þetta er ánægjulegt. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í þetta til að ná árangri og það gleður mig sem þjálfara. Það má ekki fagna of mikið, tveir leikir á móti ÍBV og Aftureldingu, ná þarf bara að halda áfram á mánudaginn á móti sterku liði Fram,“ sagði Tufegdzic. Valsmenn leiddu í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu en seinni hálfleikur var fremur rólegur og bæði lið náðu ekki að skapa sér álitleg færi. „Seinni hálfleikur var frekar rólegur en við vorum samt með tækifæri að skora þriðja markið og afgreiða leikinn alveg. Þegar þú spilar á móti liði sem gefst aldrei upp getur þú ekki vonast að þeir leggist niður og leyfi þér að fara í gegnum seinni hálfleikinn án þess að hafa fyrir því.“ „Þeir áttu fullt af fyrirgjöfum og föst leikatriði sem þeir sem eru góðir í. Ég er ánægður með liðið að vera „solid“ og ná að halda þetta út,“ sagði þjálfarinn um seinni hálfleik. Hefur vantað herslumuninn Valur er fimm stigum eftir Víkingum sem sitja í toppsæti Bestu deildarinnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Tufegdzic segir að hann hefði viljað fleiri stig en er þó ánægður með spilamennsku liðsins að undanförnu. „Ekki sáttur með stigafjöldann en mér finnst spilamennskan mjög góð, heilt yfir. Það vantar herslumuninn í nokkrum leikjum sem við náum ekki að sigla heim og enda í jafntefli.“ „Við erum að leggja hart af okkur til að breyta því og bæta þessi nokkur prósent sem okkur finnst vanta í þessum leikjum. Nú erum við komnir með tvo sigra og það er alltaf næsti leikur sem er mest mikilvægur og það er á mánudaginn þar sem Fram kemur í heimsókn á Hlíðarenda,“ bætti Tufegdzic við. Ætla að leggja allt í sölurnar á mánudaginn Birkir Heimisson var ekki með Valsmönnum í dag en hann leikið vel með liðinu í upphafi móts. Valsmenn fengu þó Albin Skoglund til baka í dag og kom hann inn á sem varamaður en hann hefur glímt við meiðsli. „Það er bara eins og hjá öllum liðum. Það eru alltaf leikmenn sem vanta og einhverjir leikmenn sem koma til baka. Það gleður alla þjálfara að hafa alla leikmenn til staðar og hafa hausverk hver ætlar að spila og hver er í hóp. Nú reynir á, fullt af leikjum á stuttum tíma og bikarleikur um daginn. „Það reynir á sál og „fitness-levelið“ sem mér finnst vera gott hjá okkur. Það er einn leikur fyrir landsliðspásuna og það þarf að leggja allt í sölurnar til að klára hann vel á mánudaginn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Sjá meira