KR-ingar alveg týndir: „Bara eins og þegar ég er einn heima“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 11:32 Varnarmenn KR hrifu Stúkumenn ekki í gær. Stöð 2 Sport „Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert Brynjar Ingason um varnarmenn KR í 4-2 tapinu gegn Stjörnunni í gærkvöld, í Bestu deild karla í fótbolta. Varnarleikur KR-inga, eða skortur á honum, var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá hluta af umræðunni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Varnarleikur KR-inga KR þurfti að reyna að spjara sig í gær án miðvarðanna Júlíusar Mars Júlíussonar og Finns Tómasar Pálmasonar. Ástbjörn Þórðarson og Hjalti Sigurðsson voru í miðri vörninni en Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson bakverðir. „Það er einn að spila sína stöðu, það er Gabríel Hrannar,“ sagði Albert í þættinum og var ekki hissa á hvernig fór hjá KR í gær: „Við erum að tala um Hjalta sem var í Leikni og var ekki einu sinni lykilleikmaður þar. Við erum að tala um Gabríel sem var í Gróttu. Ástbjörn hægri bakvörður er að spila hafsent… Þetta kemur mann ekkert á óvart.“ Þá var sýndur munurinn á gengi KR með og án Júlíusar Mars en þessi ungi varnarmaður sem kom frá Fjölni í vetur er að mati Stúkumanna nánast ómissandi fyrir KR. Leiðtogi liðsins. Gengi KR er ólíkt með og án Júlíusar Mars Júlíussonar.Stöð 2 Sport „Við höfum talað mikið um það hjá KR hvað þeir fara mikið úr stöðum, eru sókndjarfir og taka mikið af sénsum. En sum af þessum mörkum, eins og við sáum líka gegn Aftureldingu, skrifast á gæðaleysi. Þess vegna erum við að tala um hvaðan þessir leikmenn koma og að þeir þekkja ekki sína stöðu,“ sagði Albert og hélt áfram: „Hvað er gæðaleysi aftast? Aðalatriðið er einbeitingin. Júlíus Mar er leiðtoginn og hann heldur mönnum á tánum. Sum af þessum mörkum eru bara einbeitingarleysi og þvæla. Finnur Tómas hefur spilað vel í sumar þegar Júlíus Mar er með honum en þegar Júlíus Mar er ekki… Það er bara eins og þegar ég er einn heima – veit ekki hvernig ég á að haga mér. Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert. Hann benti á að KR hefði gengið vel þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson gæti stillt upp sínu allra sterkasta liði: „En þegar þeir taka svona marga sénsa, og þetta eru öftustu fjórir til að díla við afleiðingarnar, þá fer þetta bara eins og þetta fer.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Varnarleikur KR-inga, eða skortur á honum, var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá hluta af umræðunni hér að neðan. Klippa: Stúkan - Varnarleikur KR-inga KR þurfti að reyna að spjara sig í gær án miðvarðanna Júlíusar Mars Júlíussonar og Finns Tómasar Pálmasonar. Ástbjörn Þórðarson og Hjalti Sigurðsson voru í miðri vörninni en Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson bakverðir. „Það er einn að spila sína stöðu, það er Gabríel Hrannar,“ sagði Albert í þættinum og var ekki hissa á hvernig fór hjá KR í gær: „Við erum að tala um Hjalta sem var í Leikni og var ekki einu sinni lykilleikmaður þar. Við erum að tala um Gabríel sem var í Gróttu. Ástbjörn hægri bakvörður er að spila hafsent… Þetta kemur mann ekkert á óvart.“ Þá var sýndur munurinn á gengi KR með og án Júlíusar Mars en þessi ungi varnarmaður sem kom frá Fjölni í vetur er að mati Stúkumanna nánast ómissandi fyrir KR. Leiðtogi liðsins. Gengi KR er ólíkt með og án Júlíusar Mars Júlíussonar.Stöð 2 Sport „Við höfum talað mikið um það hjá KR hvað þeir fara mikið úr stöðum, eru sókndjarfir og taka mikið af sénsum. En sum af þessum mörkum, eins og við sáum líka gegn Aftureldingu, skrifast á gæðaleysi. Þess vegna erum við að tala um hvaðan þessir leikmenn koma og að þeir þekkja ekki sína stöðu,“ sagði Albert og hélt áfram: „Hvað er gæðaleysi aftast? Aðalatriðið er einbeitingin. Júlíus Mar er leiðtoginn og hann heldur mönnum á tánum. Sum af þessum mörkum eru bara einbeitingarleysi og þvæla. Finnur Tómas hefur spilað vel í sumar þegar Júlíus Mar er með honum en þegar Júlíus Mar er ekki… Það er bara eins og þegar ég er einn heima – veit ekki hvernig ég á að haga mér. Þeir eru bara alveg týndir,“ sagði Albert. Hann benti á að KR hefði gengið vel þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson gæti stillt upp sínu allra sterkasta liði: „En þegar þeir taka svona marga sénsa, og þetta eru öftustu fjórir til að díla við afleiðingarnar, þá fer þetta bara eins og þetta fer.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira