Eins skýrt og það verður Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 30. maí 2025 13:02 Fyrir Alþingi liggur mikið og merkilegt þjóðþrifamál, frumvarp um stofnun Óperu. Innan allra listgreina er samstaðan vegna málsins fáheyrð. Það var lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi og þrátt fyrir sviptingar í pólitík hafa fagaðilar jafnt sem stjórnmálamenn verið á sama máli: Þetta er ekki spurning. Margt gott hefur verið gert á síðustu 44 árum en komið er að næstu skrefum í óperulífi þjóðarinnar. Við lifum daginn í dag og það er hann sem skiptir okkur mestu máli. Öll fagfélög innan vébanda Bandalags íslenskra listamanna – BÍL og allar umsagnir vegna ofangreinds frumvarps eru á sama máli: Þetta er ekki spurning. Við erum í dauðafæri að skapa óperu nær því sem við þekkjum erlendis. Miðað við sett markmið og frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, munum við uppfæra umgjörð óperusöngs hér á landi svo um munar. Ég man ekki eftir öðrum eins upptakti að sumri og þetta vor. Væntingarnar eru þó að venju hófstilltar, sumarið innan seilingar, fólk á einu máli. Við búum sem betur fer við verkstjórn og höfum undanfarið verið áþreifanlega verið minnt á að söngur flytur bæði fjöll og brýtur veggi. Að ljúka við áform undanfarinna ára og stofna Óperu er borðleggjandi dæmi. Íslenskir söngvarar, og þau eru mörg, hafa beðið þessa framfaraskrefs í áraraðir og bíða enn í ofvæni eftir því að Alþingi klári þessa sókn með stæl og leyfi söngvunum að hljóma. Það er bjart framundan í menningarlífinu, sérstaklega tónlistinni. Þær breytingar, sem nú eru í seilingarfjarlægð og verða vonandi samþykktar á næstu dögum, munu tryggja óperunni endurnýjun lífdaga hér á landi. Breytingarnar munu styðja við og ýta undir aðra frábæra nýbreytni síðustu ára á borð við hina frábæru Óperudaga og sýninguna BRÍM. Undanfarin ár hef ég orðið vör við það að fólk skilji og virði gildi lista í auknu mæli. Listræn tjáning tengist skoðana- og tjáningarfrelsi, hornsteini lýðræðis, sem listirnar verða að næra. Ný ópera mun augljóslega styrkja samstarf sviðslista í stað einangrandi sjálfstæðis. Er eitthvað að óttast? Svarið er nei, þvert á móti. Við erum í dauðafæri. Sjálfur söngurinn og þær sálarbætur sem hann stendur fyrir, eru til reiðu. Við getum klárað þetta, við eigum að klára þetta! Áfram óperan. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska óperan Menning Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur mikið og merkilegt þjóðþrifamál, frumvarp um stofnun Óperu. Innan allra listgreina er samstaðan vegna málsins fáheyrð. Það var lagt fram að nýju á yfirstandandi þingi og þrátt fyrir sviptingar í pólitík hafa fagaðilar jafnt sem stjórnmálamenn verið á sama máli: Þetta er ekki spurning. Margt gott hefur verið gert á síðustu 44 árum en komið er að næstu skrefum í óperulífi þjóðarinnar. Við lifum daginn í dag og það er hann sem skiptir okkur mestu máli. Öll fagfélög innan vébanda Bandalags íslenskra listamanna – BÍL og allar umsagnir vegna ofangreinds frumvarps eru á sama máli: Þetta er ekki spurning. Við erum í dauðafæri að skapa óperu nær því sem við þekkjum erlendis. Miðað við sett markmið og frumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi, munum við uppfæra umgjörð óperusöngs hér á landi svo um munar. Ég man ekki eftir öðrum eins upptakti að sumri og þetta vor. Væntingarnar eru þó að venju hófstilltar, sumarið innan seilingar, fólk á einu máli. Við búum sem betur fer við verkstjórn og höfum undanfarið verið áþreifanlega verið minnt á að söngur flytur bæði fjöll og brýtur veggi. Að ljúka við áform undanfarinna ára og stofna Óperu er borðleggjandi dæmi. Íslenskir söngvarar, og þau eru mörg, hafa beðið þessa framfaraskrefs í áraraðir og bíða enn í ofvæni eftir því að Alþingi klári þessa sókn með stæl og leyfi söngvunum að hljóma. Það er bjart framundan í menningarlífinu, sérstaklega tónlistinni. Þær breytingar, sem nú eru í seilingarfjarlægð og verða vonandi samþykktar á næstu dögum, munu tryggja óperunni endurnýjun lífdaga hér á landi. Breytingarnar munu styðja við og ýta undir aðra frábæra nýbreytni síðustu ára á borð við hina frábæru Óperudaga og sýninguna BRÍM. Undanfarin ár hef ég orðið vör við það að fólk skilji og virði gildi lista í auknu mæli. Listræn tjáning tengist skoðana- og tjáningarfrelsi, hornsteini lýðræðis, sem listirnar verða að næra. Ný ópera mun augljóslega styrkja samstarf sviðslista í stað einangrandi sjálfstæðis. Er eitthvað að óttast? Svarið er nei, þvert á móti. Við erum í dauðafæri. Sjálfur söngurinn og þær sálarbætur sem hann stendur fyrir, eru til reiðu. Við getum klárað þetta, við eigum að klára þetta! Áfram óperan. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun