Jafnlaunabarnið og baðvatnið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 2. júní 2025 08:00 Árið er 2017 og þáverandi félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um að lögbinda jafnlaunavottun til að tryggja að atvinnurekendur á Íslandi greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Því miður vantaði verulega upp á undirbúning þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að minni fyrirtæki, sem ekki voru vön vinnu með staðla, fengu ekki þá eðlilegu leiðsögn og leiðbeiningar sem þau hefðu þurft. Þá voru vottunarstofur ekki heldur í stakk búnar að taka að sér nýtt verkefni og gefinn var afsláttur af faggildingu þeim til handa til að hægt væri að keyra verkefnið í gang strax. Það veikti verulega framkvæmd verkefnisins strax á upphafsmetrum þess. Síðan þá hafa verið gefnir ítrekaðir frestir og afsláttur af kröfum til að mæta þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda. Það er miður hvernig umræða um málið hefur þróast en hún dregur úr tiltrú á verkfærið sem Jafnlaunastaðallinn er. Staðallinn er ekki vandamálið heldur undirbúningur og stuðningur stjórnvalda. Þá er kominn tími til að endurskoða staðalinn til að hann mæti kröfum nútímans því staðlar eru jú endurskoðaðir reglulega, að beiðni hagaðila því þeir eiga alltaf að endurspegla bestu mögulegu þekkingu hvers tíma. Sverar yfirlýsingar einstöku aðila um að ávinningur jafnlaunavottunar sé enginn á sér ekki stoð í rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna, né heldur yfirlýsingum margra hinna vottuðu fyrirtækja og starfsmönnum þeirra. Launamunur milli kynjanna hefur t.a.m. minnkað, bæði hjá vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum frá því krafan var lögfest. Það eru hins vegar gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem hefðu tryggt að jafnlaunavottunin skilaði enn meiri ávinningi. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að krafan um vottuð eða staðfest jafnlaunakerfi hefur ýtt undir agaðri vinnubrögð, skýrari viðmið við launasetningar og aukið gagnsæi ákvarðana. Þær sýna líka að smitáhrif þessarar kröfu nær langt út fyrir málaflokk jafnréttis og traust starfsfólks til launaákvarðana og starfsánægja hefur aukist verulega. Árangur á þessu sviði kemur ekki sjálfkrafa og ekkert betra verkfæri er til en Jafnlaunastaðallinn. Tillaga dagsins til stjórnvalda er því að ljúka verkinu sem hafið var 2017 til að tryggja launajafnrétti og virðismat launa. Í því felst að halda áfram endurskoðun staðalsins sem hófst 2018 en var sett á ís að beiðni stjórnvalda en líka að tryggja faggildingu vottunaraðila sem votta að kerfin geri í raun það sem þeim er ætlað. Með því má auðvelda fyrirtækjum þetta gríðarlega mikilvæga verkefni á sviði jafnréttismála í stað þess að fleygja þeim eftirsóknarverða árangri sem þegar hefur náðst með því að fleygja barninu út með baðvatninu. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2017 og þáverandi félagsmálaráðherra tekur ákvörðun um að lögbinda jafnlaunavottun til að tryggja að atvinnurekendur á Íslandi greiði sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Því miður vantaði verulega upp á undirbúning þeirrar ákvörðunar sem leiddi til þess að minni fyrirtæki, sem ekki voru vön vinnu með staðla, fengu ekki þá eðlilegu leiðsögn og leiðbeiningar sem þau hefðu þurft. Þá voru vottunarstofur ekki heldur í stakk búnar að taka að sér nýtt verkefni og gefinn var afsláttur af faggildingu þeim til handa til að hægt væri að keyra verkefnið í gang strax. Það veikti verulega framkvæmd verkefnisins strax á upphafsmetrum þess. Síðan þá hafa verið gefnir ítrekaðir frestir og afsláttur af kröfum til að mæta þessum skorti á undirbúningi stjórnvalda. Það er miður hvernig umræða um málið hefur þróast en hún dregur úr tiltrú á verkfærið sem Jafnlaunastaðallinn er. Staðallinn er ekki vandamálið heldur undirbúningur og stuðningur stjórnvalda. Þá er kominn tími til að endurskoða staðalinn til að hann mæti kröfum nútímans því staðlar eru jú endurskoðaðir reglulega, að beiðni hagaðila því þeir eiga alltaf að endurspegla bestu mögulegu þekkingu hvers tíma. Sverar yfirlýsingar einstöku aðila um að ávinningur jafnlaunavottunar sé enginn á sér ekki stoð í rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna, né heldur yfirlýsingum margra hinna vottuðu fyrirtækja og starfsmönnum þeirra. Launamunur milli kynjanna hefur t.a.m. minnkað, bæði hjá vottuðum og óvottuðum fyrirtækjum frá því krafan var lögfest. Það eru hins vegar gerðar alvarlegar athugasemdir við undirbúning og stuðningsaðgerðir stjórnvalda sem hefðu tryggt að jafnlaunavottunin skilaði enn meiri ávinningi. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að krafan um vottuð eða staðfest jafnlaunakerfi hefur ýtt undir agaðri vinnubrögð, skýrari viðmið við launasetningar og aukið gagnsæi ákvarðana. Þær sýna líka að smitáhrif þessarar kröfu nær langt út fyrir málaflokk jafnréttis og traust starfsfólks til launaákvarðana og starfsánægja hefur aukist verulega. Árangur á þessu sviði kemur ekki sjálfkrafa og ekkert betra verkfæri er til en Jafnlaunastaðallinn. Tillaga dagsins til stjórnvalda er því að ljúka verkinu sem hafið var 2017 til að tryggja launajafnrétti og virðismat launa. Í því felst að halda áfram endurskoðun staðalsins sem hófst 2018 en var sett á ís að beiðni stjórnvalda en líka að tryggja faggildingu vottunaraðila sem votta að kerfin geri í raun það sem þeim er ætlað. Með því má auðvelda fyrirtækjum þetta gríðarlega mikilvæga verkefni á sviði jafnréttismála í stað þess að fleygja þeim eftirsóknarverða árangri sem þegar hefur náðst með því að fleygja barninu út með baðvatninu. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun