Þekkir ekki eina stelpu sem ekki hefur verið áreitt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2025 22:48 Ókunnugur maður veitti Freyju Sofie Gunnarsdóttur eftirför þegar hún var á leið heim úr vinnunni á Austurstræti klukkan hálfsex að morgni. Stöð 2 Ung kona sem var áreitt í miðborg Reykjavíkur segir slíka áreitni gegn konum vera orðið daglegt brauð. Myndband hennar af áreitninni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum og sögðu einhverjir hennar eigin klæðaburð hafa verið um að kenna. Freyja Sofie Gunnarsdóttir var á leið heim úr vinnunni af skemmtistaðnum Hax á Austurstræti klukkan hálf sex að morgni síðustu helgi þegar hún tók eftir því að ókunnugur maður veitti henni eftirför. Freyja tók þá upp símann og tók myndband sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að reyna að komast burt frá þessum kringumstæðum sem ég var sett í og ákvað dálítið að flýja inn í 10/11 en svo eru stórir gluggar þarna inni og ég horfi út og þá er hann að bíða eftir mér fyrir utan,“ segir Freyja. „Þetta endaði bara með þvi að ég hækkaði róminn rosa mikið og var dálítið leiðinleg sem ég þurfti að vera og þá ákvað hann að hætta og fer eftir alveg eftir góðar fimm til tíu mínútna samtali af mér að segja nei þá hættir hann og ég labba bara burt og þá hættir hann að elta mig loksins.“ @freyjasofie ♬ original sound - Freyja sofie Myndbandið sem Freyja birti af samskiptum sínum við manninn vakti gríðarlega athygli og viðbrögð. Voru einhverjir sem gagnrýndu hana fyrir klæðaburð og öðrum fannst það lykilatriði að maðurinn væri erlendur. „Að setja allt blame-ið á stelpurnar sem eru niðrí bæ en ekki fólkið sem er að áreita stelpurnar niðrí bæ, mér finnst það fáránlegt og mér finnst við ættum að hafa meiri umræðu um þetta því þetta er rosa algengt og rosa hættulegt,“ segir Freyja. @freyjasofie Replying to @Bartek Zambrowski ♬ female rage - bel6va „Það er sárt sama hver gerir þetta en í langflestum tilvikum eru þetta bara íslenskir strákar en þá er ekki eins mikið talað um þetta og þegar þetta eru erlendir menn.“ Hún segir að slík áreitni hafi færst í aukana. „Þetta er rosa mikið, sérstaklega þegar ég er að vinna niðrí bæ þá sé ég sjálf rosa mikið sem gerist og lendi í miklu sjálfu og eins og ég segi er þetta orðið rosa hættulegt og orðið það algengt að ég þekki ekki eina stelpu sem hefur ekki lent í einhverju svipuðu.“ Kynbundið ofbeldi Næturlíf Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Freyja Sofie Gunnarsdóttir var á leið heim úr vinnunni af skemmtistaðnum Hax á Austurstræti klukkan hálf sex að morgni síðustu helgi þegar hún tók eftir því að ókunnugur maður veitti henni eftirför. Freyja tók þá upp símann og tók myndband sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að reyna að komast burt frá þessum kringumstæðum sem ég var sett í og ákvað dálítið að flýja inn í 10/11 en svo eru stórir gluggar þarna inni og ég horfi út og þá er hann að bíða eftir mér fyrir utan,“ segir Freyja. „Þetta endaði bara með þvi að ég hækkaði róminn rosa mikið og var dálítið leiðinleg sem ég þurfti að vera og þá ákvað hann að hætta og fer eftir alveg eftir góðar fimm til tíu mínútna samtali af mér að segja nei þá hættir hann og ég labba bara burt og þá hættir hann að elta mig loksins.“ @freyjasofie ♬ original sound - Freyja sofie Myndbandið sem Freyja birti af samskiptum sínum við manninn vakti gríðarlega athygli og viðbrögð. Voru einhverjir sem gagnrýndu hana fyrir klæðaburð og öðrum fannst það lykilatriði að maðurinn væri erlendur. „Að setja allt blame-ið á stelpurnar sem eru niðrí bæ en ekki fólkið sem er að áreita stelpurnar niðrí bæ, mér finnst það fáránlegt og mér finnst við ættum að hafa meiri umræðu um þetta því þetta er rosa algengt og rosa hættulegt,“ segir Freyja. @freyjasofie Replying to @Bartek Zambrowski ♬ female rage - bel6va „Það er sárt sama hver gerir þetta en í langflestum tilvikum eru þetta bara íslenskir strákar en þá er ekki eins mikið talað um þetta og þegar þetta eru erlendir menn.“ Hún segir að slík áreitni hafi færst í aukana. „Þetta er rosa mikið, sérstaklega þegar ég er að vinna niðrí bæ þá sé ég sjálf rosa mikið sem gerist og lendi í miklu sjálfu og eins og ég segi er þetta orðið rosa hættulegt og orðið það algengt að ég þekki ekki eina stelpu sem hefur ekki lent í einhverju svipuðu.“
Kynbundið ofbeldi Næturlíf Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira