Barnasáttmáli fyrir öll börn Guðný Björk Eydal og Paola Cardenas skrifa 30. maí 2025 22:32 Þann 28. maí var tilkynnt að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að vísa 17 ára gömlum dreng, Oscar Bocanegra Florez, úr landi. Oscar kom með föður sínum til Íslands árið 2022 í leit að vernd. Á Íslandi mátu barnaverndaryfirvöld það svo að faðirinn væri óhæfur til að fara með forræði og faðirinn ákvað að afsala sér því. Í kjölfarið var Oscar komið fyrir í fóstur hjá hjónunum Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannsyni, þar sem hann naut öryggis og stöðuleika, þangað til yfirvöld ákváðu að senda hann til Kólumbíu þann 15. október sl. Oscar var rifinn upp frá fósturfjölskyldu sinni í Hafnarfirði, vinum og skólafélögum og fluttur úr landi með föður sem ekkert vildi með hann hafa. Oscar var sóttur af lögreglu í Flensborgarskóla, þar sem hann stundaði nám og handtekinn inná salerni skólans. Skólameistari upplýsti í fjölmiðlum að ekkert samtal hefði átt sér stað við skólann og að hún hefði sent formlegt erindi til viðeigandi stjórnvalda þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina, sem hún taldi með öllu óásættanlega. Flest okkar urðu hissa á þessum aðförum og gerðum ráð fyrir að gengið hefði verið frá öruggri lausn fyrir Oscar við komuna til Kólumbíu – til dæmis að hann yrði færður í umsjá móður sinnar eða vistaður á fósturheimili - en því miður reyndist það ekki raunin, því Oscar endaði heimilislaus á götunni í Bógatá í Kólumbíu. Íslensk stjórnvöld sendu því drenginn í rauninni á götuna í Bógatá þar sem Oscar hraktist um. Annar höfundur þessar greinar þekkir vel til aðstæðna í Bógatá og getur staðfest að gatan þar er stórhættulegur staður fyrir börn og ungmenni. Samkvæmt nýjustu tölum búa yfir 10.000 einstaklingar á götum borgarinnar og meðal þeirra er fjöldi barna og ungmenna sem eru án stuðningsnets. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður í Kólumbíu verða oft fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, eru þvinguð í vændi eða glæpastarfsemi og búa við stöðugan skort á mat, öryggi og heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þessi börn og ungmenni eru félagslega útilokuð, án aðgengis að menntun og í mikilli áhættu á að lenda í mansali. Lífslíkur barna í þessum aðstæðum eru mun lægri en annara barna. Fósturforeldrar Oscars ákváðu að fara til Kólumbíu og sækja hann, þegar hann hafði harkist um á götunni í mánuð. Þau komu aftur aftur til Íslands 15. nóvember og þá var Oscar svokallað vegalaust barn í skilningi laganna. Barnaverndarþjónusta Suðurnesja, sem fer með slík mál, mælti með því að Oscar fengi vernd, þar sem hann á hér fjölskyldu sem vill ekkert frekar en að fá að annast um hann og gerir engar kröfur um greiðslur fyrir það. Þrátt fyrir það hafnaði kærunefnd útlendingamála því að taka málið til efnismeðferðar. Í apríl var ákvörðun Útlendingastofnunar kærð, þar sem bent var á að Oscar hefði búið við líkamlegt og andlegt ofbeldi af hálfu föður síns og ekki notið verndar móður sinnar. Nú hefur verið tilkynnt að Oscar verði aftur vísað úr landi 3. júní. Að vísa Oscar úr landi gengur gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar kemur skýrt fram að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang við ákvarðanatöku sem varðar börn. Þessi ákvörðun íslenskra yfirvalda virðist ekki endurspegla það sjónarmið, heldur er hún byggð á formlegum forsendum sem virða hvorki aðstæður Oscars né þann veruleika sem bíður hans í Kólumbíu. Þúsundir íslendinga standa saman og hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem skorað er á stjórnvöld að veita Oscar varanlegt leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Um er að ræða einstakt mál, þar sem einstök fjölskylda er tilbúin til að annast barn sem á engan annan að og veita því ástríkt og varanlegt heimili. Að senda Oscar til baka til Bógatá í aðstæður sem geta verið lífshættulegar gengur, eins og áður sagði, gegn álit barnaverndar, barnasáttmála, almennum mannúðarsjónarmiðum og siðferðislegu gildum sem við viljum trúa að íslensk samfélag standi fyrir. Við hvetjum alþingismenn og ríkisstjórn til að bregðast tafarlaust við þessu einstaka máli og tryggja að Oscar Bocanegra Florez fái að eiga öruggt heimili hjá fósturfjölskyldu sinni. Guðný Björk Eydal er félagsráðgjafi og prófessor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands Paola Cardenas er sálfræðingur, lektor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður innflytjendaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 28. maí var tilkynnt að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að vísa 17 ára gömlum dreng, Oscar Bocanegra Florez, úr landi. Oscar kom með föður sínum til Íslands árið 2022 í leit að vernd. Á Íslandi mátu barnaverndaryfirvöld það svo að faðirinn væri óhæfur til að fara með forræði og faðirinn ákvað að afsala sér því. Í kjölfarið var Oscar komið fyrir í fóstur hjá hjónunum Sonju Magnúsdóttur og Svavari Jóhannsyni, þar sem hann naut öryggis og stöðuleika, þangað til yfirvöld ákváðu að senda hann til Kólumbíu þann 15. október sl. Oscar var rifinn upp frá fósturfjölskyldu sinni í Hafnarfirði, vinum og skólafélögum og fluttur úr landi með föður sem ekkert vildi með hann hafa. Oscar var sóttur af lögreglu í Flensborgarskóla, þar sem hann stundaði nám og handtekinn inná salerni skólans. Skólameistari upplýsti í fjölmiðlum að ekkert samtal hefði átt sér stað við skólann og að hún hefði sent formlegt erindi til viðeigandi stjórnvalda þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina, sem hún taldi með öllu óásættanlega. Flest okkar urðu hissa á þessum aðförum og gerðum ráð fyrir að gengið hefði verið frá öruggri lausn fyrir Oscar við komuna til Kólumbíu – til dæmis að hann yrði færður í umsjá móður sinnar eða vistaður á fósturheimili - en því miður reyndist það ekki raunin, því Oscar endaði heimilislaus á götunni í Bógatá í Kólumbíu. Íslensk stjórnvöld sendu því drenginn í rauninni á götuna í Bógatá þar sem Oscar hraktist um. Annar höfundur þessar greinar þekkir vel til aðstæðna í Bógatá og getur staðfest að gatan þar er stórhættulegur staður fyrir börn og ungmenni. Samkvæmt nýjustu tölum búa yfir 10.000 einstaklingar á götum borgarinnar og meðal þeirra er fjöldi barna og ungmenna sem eru án stuðningsnets. Börn sem alast upp við slíkar aðstæður í Kólumbíu verða oft fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, eru þvinguð í vændi eða glæpastarfsemi og búa við stöðugan skort á mat, öryggi og heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þessi börn og ungmenni eru félagslega útilokuð, án aðgengis að menntun og í mikilli áhættu á að lenda í mansali. Lífslíkur barna í þessum aðstæðum eru mun lægri en annara barna. Fósturforeldrar Oscars ákváðu að fara til Kólumbíu og sækja hann, þegar hann hafði harkist um á götunni í mánuð. Þau komu aftur aftur til Íslands 15. nóvember og þá var Oscar svokallað vegalaust barn í skilningi laganna. Barnaverndarþjónusta Suðurnesja, sem fer með slík mál, mælti með því að Oscar fengi vernd, þar sem hann á hér fjölskyldu sem vill ekkert frekar en að fá að annast um hann og gerir engar kröfur um greiðslur fyrir það. Þrátt fyrir það hafnaði kærunefnd útlendingamála því að taka málið til efnismeðferðar. Í apríl var ákvörðun Útlendingastofnunar kærð, þar sem bent var á að Oscar hefði búið við líkamlegt og andlegt ofbeldi af hálfu föður síns og ekki notið verndar móður sinnar. Nú hefur verið tilkynnt að Oscar verði aftur vísað úr landi 3. júní. Að vísa Oscar úr landi gengur gegn skuldbindingum Íslands samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar kemur skýrt fram að það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang við ákvarðanatöku sem varðar börn. Þessi ákvörðun íslenskra yfirvalda virðist ekki endurspegla það sjónarmið, heldur er hún byggð á formlegum forsendum sem virða hvorki aðstæður Oscars né þann veruleika sem bíður hans í Kólumbíu. Þúsundir íslendinga standa saman og hafa skrifað undir undirskriftarlista þar sem skorað er á stjórnvöld að veita Oscar varanlegt leyfi til að dvelja áfram á Íslandi. Um er að ræða einstakt mál, þar sem einstök fjölskylda er tilbúin til að annast barn sem á engan annan að og veita því ástríkt og varanlegt heimili. Að senda Oscar til baka til Bógatá í aðstæður sem geta verið lífshættulegar gengur, eins og áður sagði, gegn álit barnaverndar, barnasáttmála, almennum mannúðarsjónarmiðum og siðferðislegu gildum sem við viljum trúa að íslensk samfélag standi fyrir. Við hvetjum alþingismenn og ríkisstjórn til að bregðast tafarlaust við þessu einstaka máli og tryggja að Oscar Bocanegra Florez fái að eiga öruggt heimili hjá fósturfjölskyldu sinni. Guðný Björk Eydal er félagsráðgjafi og prófessor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands Paola Cardenas er sálfræðingur, lektor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður innflytjendaráðs
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun