„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2025 11:34 Frá mótmælum fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í þessum mánuði. Vísir/Anton Brink Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hópurinn krefst meðal annars þess að fimm ára hlé verði á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni og að hætt verði með fjölskyldusameiningar hælisleitenda. Fundurinn hefst klukkan tvö og meðal ræðumanna eru Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Fréttin.is, og tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi að standa sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Færðu mótmælin vegna hótana um ofbeldi Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallrásum tengdum fyrri mótmælunum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. Meðal skilaboða eru: „Það þarf að gera eitthvað róttækt. Friðsamleg mómæli virka ekki á yfirvöld. Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið er það eina sem það skilur“ og „Ég vil slagsmál. Reka þetta drasl héðan með ofbeldi.“ Vegna þessara samskipta ákváðu meðlimir No Borders að færa sín mótmæli á Ingólfstorg. Þá hefjast þau klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu verða með eitthvað aukið viðbragð vegna mótmælanna. Hann segist hafa fengið ábendingu um að fólk hvetji til ofbeldis. „Ég rak augun í þetta í gær, eftir ábendingu, og við höfum ekki skoðað þetta frekar. Fólk er að tala á móti ofbeldi og ég vona að fyrst fólk vill ekki ofbeldi og mótmælir stríðsástandi að þetta verði bara rólegt og gott hjá okkur.“ Hann segir ekki æskilegt að mótmælin séu svo nálægt hvort öðru. „Ef ég mætti velja í mínum draumaheimi myndi ég vilja hafa þetta á sitthvorum stað á sitthvorum tíma. Það væri þægilegt og einfaldara en ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“ Lögreglumál Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hópurinn krefst meðal annars þess að fimm ára hlé verði á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni og að hætt verði með fjölskyldusameiningar hælisleitenda. Fundurinn hefst klukkan tvö og meðal ræðumanna eru Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Fréttin.is, og tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi að standa sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Færðu mótmælin vegna hótana um ofbeldi Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallrásum tengdum fyrri mótmælunum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. Meðal skilaboða eru: „Það þarf að gera eitthvað róttækt. Friðsamleg mómæli virka ekki á yfirvöld. Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið er það eina sem það skilur“ og „Ég vil slagsmál. Reka þetta drasl héðan með ofbeldi.“ Vegna þessara samskipta ákváðu meðlimir No Borders að færa sín mótmæli á Ingólfstorg. Þá hefjast þau klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu verða með eitthvað aukið viðbragð vegna mótmælanna. Hann segist hafa fengið ábendingu um að fólk hvetji til ofbeldis. „Ég rak augun í þetta í gær, eftir ábendingu, og við höfum ekki skoðað þetta frekar. Fólk er að tala á móti ofbeldi og ég vona að fyrst fólk vill ekki ofbeldi og mótmælir stríðsástandi að þetta verði bara rólegt og gott hjá okkur.“ Hann segir ekki æskilegt að mótmælin séu svo nálægt hvort öðru. „Ef ég mætti velja í mínum draumaheimi myndi ég vilja hafa þetta á sitthvorum stað á sitthvorum tíma. Það væri þægilegt og einfaldara en ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“
Lögreglumál Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira