Íslensk fyrirtæki geti endurheimt verulegar fjárhæðir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. maí 2025 13:37 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastóri SAF, vonast til þess að sem flest íslensk hótel taki þátt í málsókninni. Vísir/Arnar Samtök ferðaþjónustunnar, evrópsku hagsmunasamtökin HOTREC og yfir 25 landssamtök fyrirtækja í gistiþjónustu víðs vegar um Evrópu standa nú sameiginlega að hópmálsókn gegn bókunarfyrirtækinu Booking.com. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastóri SAF, vonast til þess að sem flest íslensk hótel taki þátt í málsókninni. Í því felist möguleiki til að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu. Hópmálsóknin byggir á dómi Evrópudómstólsins frá því í fyrra um að svokallaðir verðjöfnunarskilmálar fyrirtækisins hafi brotið gegn samkeppnislögum Evrópusambandsins. Á tuttugu ára tímabili frá 2004 til 2024 hafi Booking.com notað samkeppnishamlandi skilmála sem settu íslensk hótel „í óhagstæða samkeppnisstöðu og ollu rekstraraðilum verulegu fjárhagslegu tjóni,“ að því er segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. „Þessir skilmálar voru í september síðastliðnum dæmdir ólöglegir af Evrópudómstólnum og þar með hefur myndast réttur til þess að gera kröfu um skaðabætur vegna þessa,“ segir Jóhannes Þór. Mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki „Það sem er í húfi fyrir íslensk fyrirtæki þarna er í rauninni að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu vegna þess að þóknanir þess hafa verið of háar miðað við þessa ólöglegu skilmála á þessu tímabili. Og ekki síður að sýna það og taka þátt í þeirri samstöðu sem að felst í því að evrópsk fyrirtæki á gistimarkaði skuli taka sig saman og standa saman og sýna svona markaðsráðandi aðilum að þau geti staðið saman um að sækja bætur þegar að svona ólöglegum skilmálum er beitt,“ segir Jóhannes. Hann hvetur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu á Íslandi til að kynna sér málið á vef samtakanna og „skrái sig sem flest til leiks og taki þátt í þessari málsókn.“ Hann kveðst ekki hafa upplýsingar að svo stöddu um það hve mörg fyrirtæki á Íslandi hafi meldað sig til þátttöku í hópmálssókninni. „Þetta fór í loftið, skráningarsíðan, bara á miðvikudaginn og við vorum að setja út í gær upplýsingar á íslensku um þetta. En ég geri ráð fyrir því að það verði þónokkur íslensk fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu. Við hvetjum öll íslensk fyrirtæki sem að uppfylla þessi skilyrði, þessi einföldu skilyrði að vera hótel sem hefur verið í viðskiptum við Booking á þessu tímabili, að kynna sér upplýsingarnar og taka þátt.“ Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Hópmálsóknin byggir á dómi Evrópudómstólsins frá því í fyrra um að svokallaðir verðjöfnunarskilmálar fyrirtækisins hafi brotið gegn samkeppnislögum Evrópusambandsins. Á tuttugu ára tímabili frá 2004 til 2024 hafi Booking.com notað samkeppnishamlandi skilmála sem settu íslensk hótel „í óhagstæða samkeppnisstöðu og ollu rekstraraðilum verulegu fjárhagslegu tjóni,“ að því er segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar. „Þessir skilmálar voru í september síðastliðnum dæmdir ólöglegir af Evrópudómstólnum og þar með hefur myndast réttur til þess að gera kröfu um skaðabætur vegna þessa,“ segir Jóhannes Þór. Mikið í húfi fyrir íslensk fyrirtæki „Það sem er í húfi fyrir íslensk fyrirtæki þarna er í rauninni að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu vegna þess að þóknanir þess hafa verið of háar miðað við þessa ólöglegu skilmála á þessu tímabili. Og ekki síður að sýna það og taka þátt í þeirri samstöðu sem að felst í því að evrópsk fyrirtæki á gistimarkaði skuli taka sig saman og standa saman og sýna svona markaðsráðandi aðilum að þau geti staðið saman um að sækja bætur þegar að svona ólöglegum skilmálum er beitt,“ segir Jóhannes. Hann hvetur fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu á Íslandi til að kynna sér málið á vef samtakanna og „skrái sig sem flest til leiks og taki þátt í þessari málsókn.“ Hann kveðst ekki hafa upplýsingar að svo stöddu um það hve mörg fyrirtæki á Íslandi hafi meldað sig til þátttöku í hópmálssókninni. „Þetta fór í loftið, skráningarsíðan, bara á miðvikudaginn og við vorum að setja út í gær upplýsingar á íslensku um þetta. En ég geri ráð fyrir því að það verði þónokkur íslensk fyrirtæki sem vilja taka þátt í þessu. Við hvetjum öll íslensk fyrirtæki sem að uppfylla þessi skilyrði, þessi einföldu skilyrði að vera hótel sem hefur verið í viðskiptum við Booking á þessu tímabili, að kynna sér upplýsingarnar og taka þátt.“
Hótel á Íslandi Ferðaþjónusta Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira