„Við erum engir rasistar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2025 19:14 Sigfús Aðalsteinsson er skipuleggjandi mótmælanna. Vísir/Viktor Freyr Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. Hundruð mótmælenda voru saman komnir á Austurvelli klukkan tvö, margir þeirra með íslenskan fána. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. „Það eru til tvær tegundir af innflytjendum. Fólkið sem kemur til Íslands, vinnur, sest að og lærir íslensku. Svo hitt pakkið sem spyr: „Hvar er bónuspokinn? Hvar er frímiðinn í vídjó?“ segir Erlingur Arnarson, einn mótmælenda. „Það er í húfi okkar menning og land og þjóð. Það er ekki verið að hugsa um land og þjóð heldur einhverja alþjóðlega hagsmuni,“ segir Elín. Íslenski fáninn var áberandi á mótmælunum.Vísir/Viktor Freyr „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ segir Brynjar Barkarson tónlistarmaður sem flutti ræðu á mótmælunum. Og þér finnst það ekki vera gert í dag? „Nei.“ Þegar mótmælin voru að hefjast safnaðist saman annar hópur mótmælenda sem kvaðst vera að mótmæla rasisma í þjóðfélaginu. Hópurinn reyndi hvað hann gat að trufla ræður með sírenuvæli, bauli og köllum. „Þetta er bara hreinn rasismi. Að horfa á heilar þjóðir sem nauðgara og árásarmenn. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir mótmælandi sem vildi ekki koma fram undir nafni. Fólk hafði lítinn húmor fyrir trufluninni og þrátt fyrir ákall skipuleggjenda um að allt færi friðsamlega fram kom til stimpinga milli mótmælenda. Skipuleggjandi mótmælanna segist hafa fengið óbeina hótun úr hópi þeirra sem sökuðu mótmælendur um rasisma. „Þau létu mig vita að því að þau vissu hvar ég ætti heima, hvað símanúmerið mitt væri, hvernig bíl ég ætti. Það skiptir mig engu máli. Þau mega standa þarna og njóta þess sem þau eru að gera, en þau misskilja þetta því miður. Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ segir Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin enduðu með samsöng og tilkynnti Sigfús að þetta væru ekki síðustu mótmælin sem hann skipuleggur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að hópurinn hafi verið á vegum No Borders-samtakanna. Meðlimir segja það ósatt og það er hér með leiðrétt. Þó voru einhverjir þeirra merktir No Borders og með fána frá samtökunum. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira
Hundruð mótmælenda voru saman komnir á Austurvelli klukkan tvö, margir þeirra með íslenskan fána. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. „Það eru til tvær tegundir af innflytjendum. Fólkið sem kemur til Íslands, vinnur, sest að og lærir íslensku. Svo hitt pakkið sem spyr: „Hvar er bónuspokinn? Hvar er frímiðinn í vídjó?“ segir Erlingur Arnarson, einn mótmælenda. „Það er í húfi okkar menning og land og þjóð. Það er ekki verið að hugsa um land og þjóð heldur einhverja alþjóðlega hagsmuni,“ segir Elín. Íslenski fáninn var áberandi á mótmælunum.Vísir/Viktor Freyr „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ segir Brynjar Barkarson tónlistarmaður sem flutti ræðu á mótmælunum. Og þér finnst það ekki vera gert í dag? „Nei.“ Þegar mótmælin voru að hefjast safnaðist saman annar hópur mótmælenda sem kvaðst vera að mótmæla rasisma í þjóðfélaginu. Hópurinn reyndi hvað hann gat að trufla ræður með sírenuvæli, bauli og köllum. „Þetta er bara hreinn rasismi. Að horfa á heilar þjóðir sem nauðgara og árásarmenn. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir mótmælandi sem vildi ekki koma fram undir nafni. Fólk hafði lítinn húmor fyrir trufluninni og þrátt fyrir ákall skipuleggjenda um að allt færi friðsamlega fram kom til stimpinga milli mótmælenda. Skipuleggjandi mótmælanna segist hafa fengið óbeina hótun úr hópi þeirra sem sökuðu mótmælendur um rasisma. „Þau létu mig vita að því að þau vissu hvar ég ætti heima, hvað símanúmerið mitt væri, hvernig bíl ég ætti. Það skiptir mig engu máli. Þau mega standa þarna og njóta þess sem þau eru að gera, en þau misskilja þetta því miður. Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ segir Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin enduðu með samsöng og tilkynnti Sigfús að þetta væru ekki síðustu mótmælin sem hann skipuleggur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að hópurinn hafi verið á vegum No Borders-samtakanna. Meðlimir segja það ósatt og það er hér með leiðrétt. Þó voru einhverjir þeirra merktir No Borders og með fána frá samtökunum.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Sjá meira