56.000 krónur í vasa Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 1. júní 2025 09:31 Eitt brýnasta hagsmunamál heimila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar. Færri gera sér grein fyrir hvernig þessi þróun hefur einnig skilað sér í hærri fasteignagjöldum, sem í raun má kalla dulda skattheimtu. Í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um skattahækkun hafa mörg sveitarfélög notið góðs af hækkandi fasteignamati með hærri tekjum af fasteignagjöldum og þar með hækkað álögur á íbúa. Þannig má með einföldum hætti segja að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum með hækkandi húsnæðisverði og hærri fasteignagjöldum. Íbúar upplifa þetta beint og í samtölum mínum við bæjarbúa koma ítrekað fram áhyggjur af fasteignagjöldum. Þessi gjöld eru stór hluti af mánaðarlegum kostnaði heimilanna, sérstaklega í ljósi annarra hækkana sem dynja á þeim. Því skiptir öllu máli að sveitarfélagið taki ábyrgð og stilli álögum í hóf. Fasteignagjöld í Kópavogi hafa lækkað síðustu ár Kópavogsbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað fasteignagjöld að raunvirði á undanförnum árum og í dag eru þau í Kópavogi almennt lægri en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjöldin að raunvirði, líkt og sést á neðangreindri mynd. Á þessu kjörtímabili hefur Kópavogsbær lækkað fasteignagjöld um samtals einn milljarð króna á þessu kjörtímabili, eða um 56.000 krónur á hvert heimili í Kópavogi á hverju einasta ári. Þessar krónur sitja eftir í vösum bæjarbúa í stað þess að renna í bæjarsjóð. Þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir árlega nýtt fasteignamat – sem ákvarðar skattstofn næsta árs – hefur það að jafnaði leitt til aukinna álagningar á íbúa og fyrirtæki. Á næsta ári mun fasteignamat hækka um 9,7% á íbúðarhúsnæði og 4,2% á atvinnuhúsnæði í Kópavogi, en þessum hækkunum verður ekki fleytt áfram heldur hyggst bærinn sem fyrr bregðast við með lækkun álagningarhlutfalls, svo gjöldin haldist áfram hófleg. Við sem gegnum forystu í Kópavogi trúum því að sveitarfélag geti bæði veitt góða þjónustu og haldið sköttum lágum. Það krefst forgangsröðunar, ábyrgðar og vilja til að spyrja: er þessi skattheimta sanngjörn? Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta hagsmunamál heimila á Íslandi er að tryggt sé nægjanlegt framboð af húsnæði sem mætir þörfum fjölskyldna. Á höfuðborgarsvæðinu hefur skortur á slíku húsnæði valdið verðhækkunum sem hafa hrint af stað keðjuverkun: hærra fasteignaverð, aukin verðbólga og hærri vextir. Allt bitnar þetta á heimilunum – ekki bara í formi hærri vaxtakostnaðar. Færri gera sér grein fyrir hvernig þessi þróun hefur einnig skilað sér í hærri fasteignagjöldum, sem í raun má kalla dulda skattheimtu. Í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um skattahækkun hafa mörg sveitarfélög notið góðs af hækkandi fasteignamati með hærri tekjum af fasteignagjöldum og þar með hækkað álögur á íbúa. Þannig má með einföldum hætti segja að mörg sveitarfélög hafi í gegnum hækkandi húsnæðisverð fengið nokkuð frítt spil í skattahækkunum á liðnum árum með hækkandi húsnæðisverði og hærri fasteignagjöldum. Íbúar upplifa þetta beint og í samtölum mínum við bæjarbúa koma ítrekað fram áhyggjur af fasteignagjöldum. Þessi gjöld eru stór hluti af mánaðarlegum kostnaði heimilanna, sérstaklega í ljósi annarra hækkana sem dynja á þeim. Því skiptir öllu máli að sveitarfélagið taki ábyrgð og stilli álögum í hóf. Fasteignagjöld í Kópavogi hafa lækkað síðustu ár Kópavogsbær hefur eitt fárra sveitarfélaga lækkað fasteignagjöld að raunvirði á undanförnum árum og í dag eru þau í Kópavogi almennt lægri en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogur eina sveitarfélagið sem hefur lækkað gjöldin að raunvirði, líkt og sést á neðangreindri mynd. Á þessu kjörtímabili hefur Kópavogsbær lækkað fasteignagjöld um samtals einn milljarð króna á þessu kjörtímabili, eða um 56.000 krónur á hvert heimili í Kópavogi á hverju einasta ári. Þessar krónur sitja eftir í vösum bæjarbúa í stað þess að renna í bæjarsjóð. Þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birtir árlega nýtt fasteignamat – sem ákvarðar skattstofn næsta árs – hefur það að jafnaði leitt til aukinna álagningar á íbúa og fyrirtæki. Á næsta ári mun fasteignamat hækka um 9,7% á íbúðarhúsnæði og 4,2% á atvinnuhúsnæði í Kópavogi, en þessum hækkunum verður ekki fleytt áfram heldur hyggst bærinn sem fyrr bregðast við með lækkun álagningarhlutfalls, svo gjöldin haldist áfram hófleg. Við sem gegnum forystu í Kópavogi trúum því að sveitarfélag geti bæði veitt góða þjónustu og haldið sköttum lágum. Það krefst forgangsröðunar, ábyrgðar og vilja til að spyrja: er þessi skattheimta sanngjörn? Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun