Vopnaður heimagerðum eldvörpum Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. júní 2025 07:11 AP og skjáskot Átta eru sárir eftir að árásarmaður kastaði eldsprengjum að hópi fólks sem kom saman á torgi í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum til þess að krefjast þess að ísraelsku gíslunum á Gasa verði sleppt úr haldi. Hinir særðu, sem eru á aldrinum 52 til 88 ára hafa komið saman reglulega á torginu undanfarna mánuði og árásarmaðurinn er sagður 45 ára gamall Egypti, Mohamed Sabry Soliman. Hann mun hafa komið til Bandaríkjanna árið 2022 sem ferðamaður en yfirgaf landið ekki og hefur hafst við í Colorado Springs undanfarið. Soliman öskraði slagorð gegn Ísrael um leið og hann henti eldsprengjum inn í hópinn. Hann var handtekinn af lögreglunni þar sem hann hélt á einhverjum sem líkist heimagerðum eldvörpum og er árásin rannsökuð sem hryðjuverk, samkvæmt AP fréttaveitunni. Leiðtogar Alríkislögreglu Bandaríkjanna voru fljótir að lýsa því yfir að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta, varpar sökinni á ríkisstjórn Joes Biden og segir að þó árásarmaðurinn hafi verið lengur í Bandaríkjunum en hann mátti upprunalega, hafi hann fengið vinnuleyfi. Miller gengur manna fremst í ríkisstjórn Trumps þegar kemur að því að vísa farand- og flóttafólki úr landi. Hann hefur sagt að til skoðunar sé að leggja rétt fólks til réttlætrar málsmeðferðar til hliðar. Sjá einnig: Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem árásir eru gerðar í Bandaríkjunum þar sem árásarmaðurinn segist vera að fremja ódæðið í nafni Palestínu og gegn Ísrael. Þann 22. maí síðastliðinn voru tveir ísraelskir sendiráðsstarfsmenn í Washington DC myrtir fyrir utan gyðingasafnið í borginni. Kveikti í sjálfum sér Vitni segir í samtali við Sky News að Soliman hafi verið klæddur einhverskonar vesti, sem hafi mögulega verið skothelt. Hann hafi hins vegar þurft að fara úr því þegar eldur kviknaði í því. Það mun hafa gerst þegar hann kastaði frá sér seinni bensínsprengjunni. Eftir það var hann ber að ofan, með heimagerðu eldvörpurnar í sitt hvorri hendinni og var hann handtekinn þannig á vettvangi. Bandaríkin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Hann mun hafa komið til Bandaríkjanna árið 2022 sem ferðamaður en yfirgaf landið ekki og hefur hafst við í Colorado Springs undanfarið. Soliman öskraði slagorð gegn Ísrael um leið og hann henti eldsprengjum inn í hópinn. Hann var handtekinn af lögreglunni þar sem hann hélt á einhverjum sem líkist heimagerðum eldvörpum og er árásin rannsökuð sem hryðjuverk, samkvæmt AP fréttaveitunni. Leiðtogar Alríkislögreglu Bandaríkjanna voru fljótir að lýsa því yfir að um hryðjuverkaárás væri að ræða. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump, forseta, varpar sökinni á ríkisstjórn Joes Biden og segir að þó árásarmaðurinn hafi verið lengur í Bandaríkjunum en hann mátti upprunalega, hafi hann fengið vinnuleyfi. Miller gengur manna fremst í ríkisstjórn Trumps þegar kemur að því að vísa farand- og flóttafólki úr landi. Hann hefur sagt að til skoðunar sé að leggja rétt fólks til réttlætrar málsmeðferðar til hliðar. Sjá einnig: Ryður leiðina fyrir Trump til að vísa hálfri milljón úr landi Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem árásir eru gerðar í Bandaríkjunum þar sem árásarmaðurinn segist vera að fremja ódæðið í nafni Palestínu og gegn Ísrael. Þann 22. maí síðastliðinn voru tveir ísraelskir sendiráðsstarfsmenn í Washington DC myrtir fyrir utan gyðingasafnið í borginni. Kveikti í sjálfum sér Vitni segir í samtali við Sky News að Soliman hafi verið klæddur einhverskonar vesti, sem hafi mögulega verið skothelt. Hann hafi hins vegar þurft að fara úr því þegar eldur kviknaði í því. Það mun hafa gerst þegar hann kastaði frá sér seinni bensínsprengjunni. Eftir það var hann ber að ofan, með heimagerðu eldvörpurnar í sitt hvorri hendinni og var hann handtekinn þannig á vettvangi.
Bandaríkin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira