Fögnuðu með skrúðgöngu í skugga óeirða Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 07:44 Leikmenn PSG rúntuðu með Meistaradeildartitilinn niður Champs-Élysées breiðgötuna. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. Almennt skemmti fólk sér vel á götum Parísar. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þúsundir lögregluþjóna voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi áhorfenda sem flykktust út á götur Parísar til að fylgjast með skrúðgöngunni í gær. Kvöldið áður hafði PSG unnið Meistaradeildina, en það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Ákveðið var að hætta ekki við skrúðgönguna. Leikmenn PSG komu sér fyrir í opinni rútu og rúntuðu niður Champs-Élysées breiðgötuna. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út. Flestallir í góðum gír. Luc Auffret/Anadolu via Getty Images Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Minniháttar óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi. Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Í Élysée höllinni hitti liðið svo franska forsetann Emmanuel Macron og forsetafrúnna Brigitte Macron, áður en haldið var á þjóðarleikvanginn Parc des Princes. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. EPA-EFE/Thomas Padilla / POOL MAXPPP OUT Þar beið þeirra fullur leikvangur, tæplega fimmtíu þúsund manns. Fyrrum leikmenn félagsins, Bernard Mendy og Jerome Rothen höfðu hitað áhorfendur upp með vel völdum bröndurum - sem beindust aðallega að erkifjendunum í Marseille, sem er ekki lengur eina franska liðið til að vinna Meistaradeildina. Eftir það voru haldnir tónleikar og ljósasýning þar sem titlinum var lyft á loft og fagnað innilega. Hæst heyrðist í áhorfendum þegar fyrirliðinn Marquinhos mætti og svo þegar Ousmané Dembélé tók við titlinum. Úr stúkunni heyrðist sungið „Dembélé, Ballon d‘Or“ í von um að hann verði valinn besti leikmaður heims. Marquinhos hefur verið hjá PSG síðan 2013. Lionel Hahn/Getty Images Dembélé tolleraður af liðsfélögunum.Lionel Hahn/Getty Images Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Franski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Sjá meira
Almennt skemmti fólk sér vel á götum Parísar. Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Þúsundir lögregluþjóna voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi áhorfenda sem flykktust út á götur Parísar til að fylgjast með skrúðgöngunni í gær. Kvöldið áður hafði PSG unnið Meistaradeildina, en það sem hefði átt að vera gleði og ánægja á götum Parísar eftir ótrúlegan 5-0 sigur PSG á Allianz-vellinum í Þýskalandi leystist fljótt upp í óeirðir og almenna skelfingu. Ákveðið var að hætta ekki við skrúðgönguna. Leikmenn PSG komu sér fyrir í opinni rútu og rúntuðu niður Champs-Élysées breiðgötuna. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út. Flestallir í góðum gír. Luc Auffret/Anadolu via Getty Images Antoine Gyori - Corbis/Corbis via Getty Images Minniháttar óeirðir brutust út og lögreglan beitti táragasi. Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Jerome Gilles/NurPhoto via Getty Images Í Élysée höllinni hitti liðið svo franska forsetann Emmanuel Macron og forsetafrúnna Brigitte Macron, áður en haldið var á þjóðarleikvanginn Parc des Princes. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti. EPA-EFE/Thomas Padilla / POOL MAXPPP OUT Þar beið þeirra fullur leikvangur, tæplega fimmtíu þúsund manns. Fyrrum leikmenn félagsins, Bernard Mendy og Jerome Rothen höfðu hitað áhorfendur upp með vel völdum bröndurum - sem beindust aðallega að erkifjendunum í Marseille, sem er ekki lengur eina franska liðið til að vinna Meistaradeildina. Eftir það voru haldnir tónleikar og ljósasýning þar sem titlinum var lyft á loft og fagnað innilega. Hæst heyrðist í áhorfendum þegar fyrirliðinn Marquinhos mætti og svo þegar Ousmané Dembélé tók við titlinum. Úr stúkunni heyrðist sungið „Dembélé, Ballon d‘Or“ í von um að hann verði valinn besti leikmaður heims. Marquinhos hefur verið hjá PSG síðan 2013. Lionel Hahn/Getty Images Dembélé tolleraður af liðsfélögunum.Lionel Hahn/Getty Images
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Frakkland Franski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Sjá meira