Vilja ganga á milli bols og höfuðs á geimrannsóknum í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 11:58 Mynd Juno-geimfarsins af Júpíter. Leiðangur þess er einn af þeim sem repúblikanar í Bandaríkjunum vilja stöðva. ESO/L. Calçada & NASA/JPL-Caltech/SwRI/MSSS Athuganastöðin sem greindi þyngdarbylgjur í fyrsta skipti verður lömuð og fjöldi þekktra rannsóknarleiðangra í sólkerfinu stöðvaðir ef óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög næsta árs verða að veruleika. Niðurskurðinum er líkt við útrýmingu vísinda í Bandaríkjunum. Hvíta húsið birti óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög ársins 2026 fyrir helgi. Þær fela í sér stórfelldan niðurskurð á öllum grunnvísindarannsóknum í Bandaríkjunum og umfangsmesta samdrátt í framlögum til geimrannsóknastofnunarinnar NASA frá stofnun hennar. Á meðal þess sem er á skurðborði forsetans er önnur af tveimur athuganastöðvum LIGO-verkefnisins svonefnda sem var það fyrsta sem náði að staðfesta tilvist þyngdarbylgna árið 2015. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2017 voru veitt vegna uppgötvunarinnar. Verkefnið er háð því að báðar starfsstöðvarnar í Bandaríkjunum vinni saman ásamt fleiri alþjóðlegum samstarfsaðilum. Hjá NASA vill forsetinn skera niður framlögin um nærri fjórðung. Það væri stærsti niðurskurður á fjárheimildum stofnunarinnar á milli ára frá því að henni var komið á fót árið 1961 samkvæmt útreikningum félagasamtakanna The Planetary Society. Tillögur Hvíta hússins endurspegla áherslur forsetans en það er í höndum Bandaríkjaþings að ákveða hvernig fjárlög næsta árs verða. Plútófarið lagt af og engin sýni sótt til Mars Um þriðjungi starfsfólks NASA yrði sagt upp og vísindarannsóknir hennar skornar niður um 47 prósent næðu óskir Bandaríkjaforseta fram að ganga. Þetta þýddi að þekktum leiðöngrum yrði slaufað og hætt yrði við nýja. Þannig yrði leiðangri New Horizons-geimfarsins, sem var það fyrsta til að heimsækja dvergreikistjörnuna Plútó árið 2015, hætt. Geimfarið er nú statt í ystu kimum sólkerfisins. Sömu örlög biðu Juno-geimfarsins sem hefur verið á braut um Júpíter frá 2016. New Horizons geimfarið tók þessa mynd af yfirborði Plútó árið 2015. Geimfarið er nú að rannsaka ystu kima sólkerfisins en þær rannsóknir gætu stöðvast innan skamms ef Bandaríkjaforseta verður að vilja sínum.NASA Ekkert yrði af leiðangri sem á að sækja jarðvegssýni sem Perseverance-geimjeppinn hefur safnað á Mars eða Rosland Franklin-leiðangrinum sem á að leita að merkjum um líf þar í samstarfi við evrópsku geimstofnunina. Rekstri tveggja brautarfara sem ganga um rauðu reikistjörnuna, Maven og Mars Odyssey, yrði jafnframt hætt, að því er kemur fram í frétt Space.com. The Planetary Society lýsir niðurskurðinum sem „útrýmingarviðburði“ í bandarískum vísindastarfi. Samtökin telja óhugsandi að Bandaríkjaþing eigi eftir að samþykkja svo róttækan niðurskurð. Blóðugur niðurskurður á vísindastyrkjum Niðurskurðarkrafan til Vísindasjóðs Bandaríkjanna (NSF), sem styrkir stóran hluta grunnrannsókna bandarískra háskóla, er enn meiri, 56 prósent á milli ára. Aðeins sjö prósent umsækjenda um styrki úr sjóðnum gætu átt von á að fá umsókn sína samþykkta í stað eins og af hverjum fjórum áður, að því er segir í frétt vísindaritsins Science. Taki Bandaríkjaþing upp tillögu forsetans styrkti NSF aðeins smíði annars af tveimur stórum sjónaukum sem bandarískir vísindamenn vilja. Risavaxni Magellan-sjónaukinn í Atacama-eyðimörkinni í Síle hlaut náð fyrir augum forsetans en ekki Þrjátíu metra sjónaukinni (TMT) á Havaí. Jafnvel verkefni sem núverandi Bandaríkjastjórn hefur lýst sem forgangsmálum sínum eru ekki óhullt fyrir niðurskurðarhnífnum. Þannig vill Bandaríkjaforseti skera framlög NSF til rannsókna á hátækniframleiðslu niður um 65 prósent, dvergrásatækni um 54 prósent og líftækni um þrjátíu prósent. Aðeins gervigreind og skammtaupplýsingatækni halda sínu eða fá smá innspýtingu. Geimurinn Vísindi Tækni Bandaríkin Donald Trump Mars Júpíter Plútó Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira
Hvíta húsið birti óskir Bandaríkjaforseta um fjárlög ársins 2026 fyrir helgi. Þær fela í sér stórfelldan niðurskurð á öllum grunnvísindarannsóknum í Bandaríkjunum og umfangsmesta samdrátt í framlögum til geimrannsóknastofnunarinnar NASA frá stofnun hennar. Á meðal þess sem er á skurðborði forsetans er önnur af tveimur athuganastöðvum LIGO-verkefnisins svonefnda sem var það fyrsta sem náði að staðfesta tilvist þyngdarbylgna árið 2015. Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2017 voru veitt vegna uppgötvunarinnar. Verkefnið er háð því að báðar starfsstöðvarnar í Bandaríkjunum vinni saman ásamt fleiri alþjóðlegum samstarfsaðilum. Hjá NASA vill forsetinn skera niður framlögin um nærri fjórðung. Það væri stærsti niðurskurður á fjárheimildum stofnunarinnar á milli ára frá því að henni var komið á fót árið 1961 samkvæmt útreikningum félagasamtakanna The Planetary Society. Tillögur Hvíta hússins endurspegla áherslur forsetans en það er í höndum Bandaríkjaþings að ákveða hvernig fjárlög næsta árs verða. Plútófarið lagt af og engin sýni sótt til Mars Um þriðjungi starfsfólks NASA yrði sagt upp og vísindarannsóknir hennar skornar niður um 47 prósent næðu óskir Bandaríkjaforseta fram að ganga. Þetta þýddi að þekktum leiðöngrum yrði slaufað og hætt yrði við nýja. Þannig yrði leiðangri New Horizons-geimfarsins, sem var það fyrsta til að heimsækja dvergreikistjörnuna Plútó árið 2015, hætt. Geimfarið er nú statt í ystu kimum sólkerfisins. Sömu örlög biðu Juno-geimfarsins sem hefur verið á braut um Júpíter frá 2016. New Horizons geimfarið tók þessa mynd af yfirborði Plútó árið 2015. Geimfarið er nú að rannsaka ystu kima sólkerfisins en þær rannsóknir gætu stöðvast innan skamms ef Bandaríkjaforseta verður að vilja sínum.NASA Ekkert yrði af leiðangri sem á að sækja jarðvegssýni sem Perseverance-geimjeppinn hefur safnað á Mars eða Rosland Franklin-leiðangrinum sem á að leita að merkjum um líf þar í samstarfi við evrópsku geimstofnunina. Rekstri tveggja brautarfara sem ganga um rauðu reikistjörnuna, Maven og Mars Odyssey, yrði jafnframt hætt, að því er kemur fram í frétt Space.com. The Planetary Society lýsir niðurskurðinum sem „útrýmingarviðburði“ í bandarískum vísindastarfi. Samtökin telja óhugsandi að Bandaríkjaþing eigi eftir að samþykkja svo róttækan niðurskurð. Blóðugur niðurskurður á vísindastyrkjum Niðurskurðarkrafan til Vísindasjóðs Bandaríkjanna (NSF), sem styrkir stóran hluta grunnrannsókna bandarískra háskóla, er enn meiri, 56 prósent á milli ára. Aðeins sjö prósent umsækjenda um styrki úr sjóðnum gætu átt von á að fá umsókn sína samþykkta í stað eins og af hverjum fjórum áður, að því er segir í frétt vísindaritsins Science. Taki Bandaríkjaþing upp tillögu forsetans styrkti NSF aðeins smíði annars af tveimur stórum sjónaukum sem bandarískir vísindamenn vilja. Risavaxni Magellan-sjónaukinn í Atacama-eyðimörkinni í Síle hlaut náð fyrir augum forsetans en ekki Þrjátíu metra sjónaukinni (TMT) á Havaí. Jafnvel verkefni sem núverandi Bandaríkjastjórn hefur lýst sem forgangsmálum sínum eru ekki óhullt fyrir niðurskurðarhnífnum. Þannig vill Bandaríkjaforseti skera framlög NSF til rannsókna á hátækniframleiðslu niður um 65 prósent, dvergrásatækni um 54 prósent og líftækni um þrjátíu prósent. Aðeins gervigreind og skammtaupplýsingatækni halda sínu eða fá smá innspýtingu.
Geimurinn Vísindi Tækni Bandaríkin Donald Trump Mars Júpíter Plútó Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Sjá meira