Fundað vegna örtraðarinnar í höllinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. júní 2025 20:41 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Vísir/Ívar Fannar Viðbragsaðilar funduðu í morgun með rekstraraðilum Laugardalshallar vegna stórtónleika FM95BLÖ þar sem fjöldi manns var hætt kominn vegna skipulags. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að lærdómur sé dreginn af málinu en tónleikagestur segist enn vera að jafna sig. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag með forsvarsmönnum Laugardalshallar eftir að fjöldi manns var hætt kominn í örtröð sem myndaðist á stórtónleikum FM95BLÖ um helgina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur fréttastofa ekki náð í aðstandendur tónleikanna, þá Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egil Einarsson og ekki heldur Björgvin Þór Rúnarsson eiganda Nordic Live Events sem sá um skipulagningu. Fram hefur komið að þeir verði boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Megi draga lærdóm af málinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir málið koma á óvart. „Það í raun og veru kemur á óvart því fjöldinn á þessum viðburði, þetta er ekki óeðlilega mikill fjöldi miðað við höllina en þarna kemur eitthvað móment, það er fólk sem er að fara inn og annað sem er að fara út og þá myndast stífla,“ segir Jón Viðar. Hann segir að farið verði yfir myndefni úr höllinni en forsvarsmenn Laugardalshallar hafa sagt að farið verði yfir verklag í kjölfar tónleikanna. „Það er náttúrulega bara hellings lærdómur í þessu og Laugardalshöllin hefur lagt gríðarlega áherslu á að draga fram þessa veiku hlekki sem voru þarna.“ Föst í tuttugu mínútur Tónleikagestir lýsa mikilli örtröð á tónleikunum og eru dæmi um að gestir hafi fengið marbletti á líkamann, meðal annars á bakið og þá í formi skófars eftir að traðkað var á þeim í þvögunni. Einn gesta Guðný Björk Halldórsdóttir segist hafa verið nálægt yfirliði, hún hafi skemmt sér vel á tónleikunum og segir allt hafa gengið vel í höllinni þangað til komið var fram á gang. „Það er aðallega það að það var svo rosalegt súrefnisleysi þarna að það perlaði af manni svitinn og nú er ég frekar kuldagjörn að þetta var rosalega erfitt og það var á þeim tímapunkti þegar augun mín voru farin að ranghvolfast upp og ég var búin að vera að reyna að veifa einhverjum þá sáu einhverjir strákar það og náðu semí að ýta mér út úr svæðinu og koma mér upp en þar af leiðandi, við erum komin upp og það er engin útgönguleið þar.“ Guðný segist vona að skipuleggjendur dragi lærdóm af málinu. „Þarna lendirðu í aðstæðum í yfir tuttugu mínútur þar sem þú þarft að horfa upp, þú þarft að halda ró þinni, það var erfiðast og ég veit ekki, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, bara kvíði, en skaðinn er skeður og þetta er klárlega eitthvað sem mun hafa áhrif á mig.“ @soleyja Fm95blö tók sko vel utan um mann #fermingaveislafm95 ♬ original sound - Soley Jóns Tónlist Tónleikar á Íslandi Slökkvilið FM95BLÖ Tengdar fréttir „Heppnir að enginn hafi dáið“ Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald. 2. júní 2025 09:32 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fundaði í dag með forsvarsmönnum Laugardalshallar eftir að fjöldi manns var hætt kominn í örtröð sem myndaðist á stórtónleikum FM95BLÖ um helgina. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur fréttastofa ekki náð í aðstandendur tónleikanna, þá Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egil Einarsson og ekki heldur Björgvin Þór Rúnarsson eiganda Nordic Live Events sem sá um skipulagningu. Fram hefur komið að þeir verði boðaðir á fund lögreglu í vikunni. Megi draga lærdóm af málinu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segir málið koma á óvart. „Það í raun og veru kemur á óvart því fjöldinn á þessum viðburði, þetta er ekki óeðlilega mikill fjöldi miðað við höllina en þarna kemur eitthvað móment, það er fólk sem er að fara inn og annað sem er að fara út og þá myndast stífla,“ segir Jón Viðar. Hann segir að farið verði yfir myndefni úr höllinni en forsvarsmenn Laugardalshallar hafa sagt að farið verði yfir verklag í kjölfar tónleikanna. „Það er náttúrulega bara hellings lærdómur í þessu og Laugardalshöllin hefur lagt gríðarlega áherslu á að draga fram þessa veiku hlekki sem voru þarna.“ Föst í tuttugu mínútur Tónleikagestir lýsa mikilli örtröð á tónleikunum og eru dæmi um að gestir hafi fengið marbletti á líkamann, meðal annars á bakið og þá í formi skófars eftir að traðkað var á þeim í þvögunni. Einn gesta Guðný Björk Halldórsdóttir segist hafa verið nálægt yfirliði, hún hafi skemmt sér vel á tónleikunum og segir allt hafa gengið vel í höllinni þangað til komið var fram á gang. „Það er aðallega það að það var svo rosalegt súrefnisleysi þarna að það perlaði af manni svitinn og nú er ég frekar kuldagjörn að þetta var rosalega erfitt og það var á þeim tímapunkti þegar augun mín voru farin að ranghvolfast upp og ég var búin að vera að reyna að veifa einhverjum þá sáu einhverjir strákar það og náðu semí að ýta mér út úr svæðinu og koma mér upp en þar af leiðandi, við erum komin upp og það er engin útgönguleið þar.“ Guðný segist vona að skipuleggjendur dragi lærdóm af málinu. „Þarna lendirðu í aðstæðum í yfir tuttugu mínútur þar sem þú þarft að horfa upp, þú þarft að halda ró þinni, það var erfiðast og ég veit ekki, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því, bara kvíði, en skaðinn er skeður og þetta er klárlega eitthvað sem mun hafa áhrif á mig.“ @soleyja Fm95blö tók sko vel utan um mann #fermingaveislafm95 ♬ original sound - Soley Jóns
Tónlist Tónleikar á Íslandi Slökkvilið FM95BLÖ Tengdar fréttir „Heppnir að enginn hafi dáið“ Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald. 2. júní 2025 09:32 „Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04 „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Heppnir að enginn hafi dáið“ Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald. 2. júní 2025 09:32
„Glatað að heyra af því að fólk hafi meitt sig“ Auðunn Blöndal, forsprakki þríeykis FM95BLÖ hefur tjáð sig um atburði gærdagsins á tónleikum þeirra. Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttökuna vegna troðnings. 1. júní 2025 18:04
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23