Vill rannsaka störf sérstaks saksóknara eftir hrun Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2025 08:14 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar til að rannsaka sérstakan saksóknara og aðra sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Hún vill stofna þriggja manna nefnd til að kafa í störf sérstaks saksóknara og kanna hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur, stjórnarskrá, stjórnsýslulög og annað sem við á. Nefndinni yrði einnig gert að rannsaka störf annarra stofnana og embættismanna sem tengdust störfum sérstaks saksóknara. Þar að auki yrði aðkoma annarra aðila eins og utanaðkomandi sérfræðinga sem embætti sérstaks saksóknara leitaði til, einnig könnuð. Guðrún greindi frá þessum ætlunum sínum á þingi í síðasta máli og vísaði hún þá til gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara. Þá svaraði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra Guðrúnu fullum hálsi og sagðist meðal annars hafa óskað eftir upplýsingum um málið, það hefði einnig verið gert af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og þar að auki væri málið til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt tillögu Guðrúnar yrði nefndinni gert að skila Alþingi skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum ekki seinna en ári eftir að hún verði skipuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að embætti sérstaks saksóknara hafi hafið störf við afar óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi. Ýjað er að því að embættið hafi verið stofnað til að sefa reiði almennings en ekki gæta hlutlægni eða stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga. Þar segir enn fremur að vinnubrögð sérstaks saksóknara og annarra eftirlitsaðila hafi lengi verið gagnrýnd af lögfræðingum og lögmönnum. Sú gagnrýni hafi að miklu leyti snúið að símahlustunum, handtökum og öðrum þvingunarráðstöfunum. Í tillögunni er lagt til að nefndin, verði hún stofnuð, leggi sérstaka áherslu á að kanna hvort réttindi sakborninga hafi verið virt við rannsóknir hjá embætti sérstaks saksóknara. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Hún vill stofna þriggja manna nefnd til að kafa í störf sérstaks saksóknara og kanna hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur, stjórnarskrá, stjórnsýslulög og annað sem við á. Nefndinni yrði einnig gert að rannsaka störf annarra stofnana og embættismanna sem tengdust störfum sérstaks saksóknara. Þar að auki yrði aðkoma annarra aðila eins og utanaðkomandi sérfræðinga sem embætti sérstaks saksóknara leitaði til, einnig könnuð. Guðrún greindi frá þessum ætlunum sínum á þingi í síðasta máli og vísaði hún þá til gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara. Þá svaraði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra Guðrúnu fullum hálsi og sagðist meðal annars hafa óskað eftir upplýsingum um málið, það hefði einnig verið gert af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og þar að auki væri málið til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt tillögu Guðrúnar yrði nefndinni gert að skila Alþingi skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum ekki seinna en ári eftir að hún verði skipuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að embætti sérstaks saksóknara hafi hafið störf við afar óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi. Ýjað er að því að embættið hafi verið stofnað til að sefa reiði almennings en ekki gæta hlutlægni eða stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga. Þar segir enn fremur að vinnubrögð sérstaks saksóknara og annarra eftirlitsaðila hafi lengi verið gagnrýnd af lögfræðingum og lögmönnum. Sú gagnrýni hafi að miklu leyti snúið að símahlustunum, handtökum og öðrum þvingunarráðstöfunum. Í tillögunni er lagt til að nefndin, verði hún stofnuð, leggi sérstaka áherslu á að kanna hvort réttindi sakborninga hafi verið virt við rannsóknir hjá embætti sérstaks saksóknara.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira