Saka hagfræðing SFF um að reyna að draga úr samkeppni í tryggingum Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 09:47 Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. FÍB er ósátt við ummæli hans í nýlegu fjölmiðlaviðtali. SFF Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kvartað til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu sem það telur að hafi verið tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi. Ummælin sem Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur SFF, lét falla um vátryggingamarkaðinn féllu í viðtali við Morgunblaði um miðjan maí. Sagði hann meðalafkomu íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafa verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. Ísland hefði verið eina landið af þrjátíu Evrópulöndum þar sem afkoma vátryggingahlutans var að meðaltali neikvæð á þessum tímabili. Vísaði Gústaf til talna frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA). Þetta telur FÍB rangar eða villandi fullyrðingar og vísar til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. Gústaf hafi sleppt því að telja líftryggingar með en mikill arðsemi sé af þeirri starfsemi. Afkoma allrar vátryggingastarfsemi sé því jákvæð en ekki neikvæð á Íslandi. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér um að það hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins segir það að tilgangur ummælanna virðist hafa verið sá einn að fá viðskiptavini tryggingafélaganna til þess að trúa því að ekkert svigrúm væri til að lækka iðgjöld og því ættu þeir ekki að reyna að sækjast eftir betri kröfum. Í þessu telur félagið að felist brot á ákvæðum samkeppnislaga sem banna samtökum eins og SFF að hvetja til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Með því að undanskilja líftryggingar úr umræðunni en tala engu að síður um vátryggingastarfsemi telur FÍB að fulltrúi SFF hafi verið að villa um fyrir almenningi í því skyni að letja fólk frá því að sækjast eftir bestu kjörum,“ segir FÍB. Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ummælin sem Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur SFF, lét falla um vátryggingamarkaðinn féllu í viðtali við Morgunblaði um miðjan maí. Sagði hann meðalafkomu íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafa verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. Ísland hefði verið eina landið af þrjátíu Evrópulöndum þar sem afkoma vátryggingahlutans var að meðaltali neikvæð á þessum tímabili. Vísaði Gústaf til talna frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA). Þetta telur FÍB rangar eða villandi fullyrðingar og vísar til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. Gústaf hafi sleppt því að telja líftryggingar með en mikill arðsemi sé af þeirri starfsemi. Afkoma allrar vátryggingastarfsemi sé því jákvæð en ekki neikvæð á Íslandi. Í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér um að það hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins segir það að tilgangur ummælanna virðist hafa verið sá einn að fá viðskiptavini tryggingafélaganna til þess að trúa því að ekkert svigrúm væri til að lækka iðgjöld og því ættu þeir ekki að reyna að sækjast eftir betri kröfum. Í þessu telur félagið að felist brot á ákvæðum samkeppnislaga sem banna samtökum eins og SFF að hvetja til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni. „Með því að undanskilja líftryggingar úr umræðunni en tala engu að síður um vátryggingastarfsemi telur FÍB að fulltrúi SFF hafi verið að villa um fyrir almenningi í því skyni að letja fólk frá því að sækjast eftir bestu kjörum,“ segir FÍB.
Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira