„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 17:05 Blístrið virðist einungis óma um Laugarneshverfi í norðanátt. Vísir/Vilhelm Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. Vísir hefur áður fjallað um dularfullt ýl eða flaut sem hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst hefur verið hvaðan hljóðið kemur. Í ofsaveðri síðustu daga hefur það enn og aftur látið á sér kræla. Sjá einnig: Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Meðlimur á íbúasíðu Laugarneshverfisins bað íbúa fyrr í dag um að „drekkja Heilbrigðiseftirlitinu í tölvupóstum“ svo það komist ekki upp með að hundsa þá. Aðrir meðlimir taka undir í athugasemdakerfinu, og segjast einhverjir vansvefta vegna þess. Einn meðlimur birti myndskeið tekið á Hallgerðargötu þar sem vel heyrist í umræddu blístri, eins og heyra má hér að neðan. Íbúar við Silfurteig, Otrateig, og Sundlaugaveg segjast í athugasemdum jafnframt hafa orðið varir við hljóðið. Svalahandrið mögulegur sökudólgur Berglind Kristgeirsdóttir íbúi á Hallgerðargötu til fjögurra ára segist í samtali við fréttastofu fyrst hafa orðið vör við hljóðið þegar nýjar blokkir fóru að rísa við götuna. Henni þykir líklegt að hljóðið verði til þegar vindur úr norðanátt blæs á svalahandrið nýbygginga í götunni, en þorir ekki að fullyrða um það. „Ég veit bara að ef það er norðanátt þá byrjar að flauta þannig að ég sef alveg. En fyrstu tvo veturna þegar þetta byrjaði svaf ég ekki neitt,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Íbúi á Laugarnesvegi, sem liggur að hluta til við hlið Hallgerðargötu, segir hljóðið heyrast á tiltölulega þröngu svæði en Hallgerðargatan sé undirlögð hljóðinu þegar það heyrist. Hann kveðst ekki hafa sofið síðustu tvo sólarhringa, þegar miklir vindar riðu yfir, vegna hljóðsins. Reykjavík Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Vísir hefur áður fjallað um dularfullt ýl eða flaut sem hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst hefur verið hvaðan hljóðið kemur. Í ofsaveðri síðustu daga hefur það enn og aftur látið á sér kræla. Sjá einnig: Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Meðlimur á íbúasíðu Laugarneshverfisins bað íbúa fyrr í dag um að „drekkja Heilbrigðiseftirlitinu í tölvupóstum“ svo það komist ekki upp með að hundsa þá. Aðrir meðlimir taka undir í athugasemdakerfinu, og segjast einhverjir vansvefta vegna þess. Einn meðlimur birti myndskeið tekið á Hallgerðargötu þar sem vel heyrist í umræddu blístri, eins og heyra má hér að neðan. Íbúar við Silfurteig, Otrateig, og Sundlaugaveg segjast í athugasemdum jafnframt hafa orðið varir við hljóðið. Svalahandrið mögulegur sökudólgur Berglind Kristgeirsdóttir íbúi á Hallgerðargötu til fjögurra ára segist í samtali við fréttastofu fyrst hafa orðið vör við hljóðið þegar nýjar blokkir fóru að rísa við götuna. Henni þykir líklegt að hljóðið verði til þegar vindur úr norðanátt blæs á svalahandrið nýbygginga í götunni, en þorir ekki að fullyrða um það. „Ég veit bara að ef það er norðanátt þá byrjar að flauta þannig að ég sef alveg. En fyrstu tvo veturna þegar þetta byrjaði svaf ég ekki neitt,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Íbúi á Laugarnesvegi, sem liggur að hluta til við hlið Hallgerðargötu, segir hljóðið heyrast á tiltölulega þröngu svæði en Hallgerðargatan sé undirlögð hljóðinu þegar það heyrist. Hann kveðst ekki hafa sofið síðustu tvo sólarhringa, þegar miklir vindar riðu yfir, vegna hljóðsins.
Reykjavík Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum