Hlutfall barna sem beitti foreldra eða skylda ofbeldi tvöfaldaðist Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júní 2025 19:03 Eygló segir mikilvægt að fjölskyldur fái stuðning í kjölfar ofbeldis. Vísir/Ívar Fannar Skráðum tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um fimmtán prósent fyrstu mánuði ársins. Margar þeirra varða ofbeldi barna gegn foreldrum sínum eða ofbeldi foreldra gegn börnum sínum. Lögregla hefur verið í skráningarátaki en telur þó fjölgun umfram það. Lögreglan hefur síðustu mánuði unnið markvisst að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi sem gæti skýrt fjölgun tilkynninga en einnig að fjöldi mála þar sem um er að ræða ágreining séu sérstaklega skráð. „Við viljum skrá ágreining líka. Lögreglan mætir kannski á vettvang og metur að þarna sé fyrst og fremst um ágreining að ræða og engin ummerki um brot. En þegar tilkynning kemur næst þá sé forsagan fyrir hendi,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna, hjá ríkislögreglustjóra. Alls bárust 316 tilkynningar til lögreglu um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 274 á sama tímabili í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Það er aukning um fimmtán prósent. Auk þess voru skráðar 316 tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra. Samanlagt eru það 642 tilkynningar eða um sjö tilkynningar á dag. Mikill meirihluti málanna á sér stað á höfuðborgarsvæðinu, eða 75 prósent, þegar um ræðir heimilisofbeldi en 65 prósent þegar um ræðir ágreining skyldra eða tengdra. Langflestir gerendur eru karlmenn, eða um 76 prósent, og þolendur konur, eða um 70 prósent. Flestir gerendur eru á aldursbilinu 18-35 ára en dreifing þolenda jafnari á milli aldurshópa. Í skýrslu ríkislögreglustjóra kom einnig fram að málum þar sem árásaraðili og -þolandi tengjast nánum fjölskylduböndum, til dæmis foreldrar, börn eða systkini, fjölgar miðað við síðustu ár. Fleiri börn og ungmenni eru skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir 18 ára tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósent í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims, en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári samkvæmt skýrslunni. 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlimi Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Það er ofbeldi foreldris gegn barni og ofbeldi barn gegn foreldris. Þá kemur fram í skýrslunni að alvarlegt, endurtekið ofbeldi gegn fjölskyldumeðlimi eykst sömuleiðis. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. „Við erum að sjá verulega fjölgun og þegar við skoðum tölurnar betur sjáum við að það skýrist að miklu leyti af fjölgun í ofbeldi milli skyldra og tengdra, sem er ekki maka eða parasamband. Þetta eru þá börn og foreldrar og það sem vekur sérstaka athygli er að það er hækkun á hlutfalli þeirra sem eru undir 18 ára,“ segir Eygló Lögreglan hefur unnið markvisst að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. „Það sem við teljum þá núna mikilvægast fram undan er að grípa börnin, og þessa einstaklinga, fullorðna og börn og tryggja að þetta endurtaki sig ekki, fari ekki áfram milli kynslóða.“ Mikilvægt að fjölskyldur fái stuðning Eygló segir þessi mál í eðli sínu afar flókin „Þetta eru einhverjir sem þú ert skyldur eða tengdur. Þetta er fólk sem þér þykir vænt um. Þannig það sem við fáum að heyra frá barnaverndarstarfsmönnum, þau segja að það sem börnin óska eftir fyrst og fremst er að ofbeldið hætti. Þannig að fjölskyldan fái stuðning til að stöðva ofbeldið. Því þetta eru foreldra þeirra, eða börnin, þeirra. Við tökum undir þetta, að þessar fjölskyldur fái aðstoð þannig að ofbeldið hætti.“ Áríðandi sé að þessar fjölskyldur fái viðeigandi stuðning. „Við höfum haft áhyggjur af því hvernig við sáum síðasta ár, hvernig það endaði með meti í fjölda manndrápa á Íslandi. Við höfum líka verið að vekja athygli á því að þó svo að heilt yfir sé ekki fjölgun í ofbeldisbrotum, er fjölgun í þessum alvarlegustu brotum og þar held ég að við verðum að binda vonir við þær aðgerðir sem stjórnvöld eru þegar búin að fara í, en líka að börn eru ekki eyland, börn eiga fjölskyldur og við þurfum að horfa á allt umhverfið í kringum börnin.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Lögreglan hefur síðustu mánuði unnið markvisst að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi sem gæti skýrt fjölgun tilkynninga en einnig að fjöldi mála þar sem um er að ræða ágreining séu sérstaklega skráð. „Við viljum skrá ágreining líka. Lögreglan mætir kannski á vettvang og metur að þarna sé fyrst og fremst um ágreining að ræða og engin ummerki um brot. En þegar tilkynning kemur næst þá sé forsagan fyrir hendi,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri afbrotavarna, hjá ríkislögreglustjóra. Alls bárust 316 tilkynningar til lögreglu um heimilisofbeldi fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 274 á sama tímabili í fyrra samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Það er aukning um fimmtán prósent. Auk þess voru skráðar 316 tilkynningar um ágreining milli skyldra/tengdra. Samanlagt eru það 642 tilkynningar eða um sjö tilkynningar á dag. Mikill meirihluti málanna á sér stað á höfuðborgarsvæðinu, eða 75 prósent, þegar um ræðir heimilisofbeldi en 65 prósent þegar um ræðir ágreining skyldra eða tengdra. Langflestir gerendur eru karlmenn, eða um 76 prósent, og þolendur konur, eða um 70 prósent. Flestir gerendur eru á aldursbilinu 18-35 ára en dreifing þolenda jafnari á milli aldurshópa. Í skýrslu ríkislögreglustjóra kom einnig fram að málum þar sem árásaraðili og -þolandi tengjast nánum fjölskylduböndum, til dæmis foreldrar, börn eða systkini, fjölgar miðað við síðustu ár. Fleiri börn og ungmenni eru skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir 18 ára tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósent í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims, en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári samkvæmt skýrslunni. 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlimi Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Það er ofbeldi foreldris gegn barni og ofbeldi barn gegn foreldris. Þá kemur fram í skýrslunni að alvarlegt, endurtekið ofbeldi gegn fjölskyldumeðlimi eykst sömuleiðis. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. „Við erum að sjá verulega fjölgun og þegar við skoðum tölurnar betur sjáum við að það skýrist að miklu leyti af fjölgun í ofbeldi milli skyldra og tengdra, sem er ekki maka eða parasamband. Þetta eru þá börn og foreldrar og það sem vekur sérstaka athygli er að það er hækkun á hlutfalli þeirra sem eru undir 18 ára,“ segir Eygló Lögreglan hefur unnið markvisst að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. „Það sem við teljum þá núna mikilvægast fram undan er að grípa börnin, og þessa einstaklinga, fullorðna og börn og tryggja að þetta endurtaki sig ekki, fari ekki áfram milli kynslóða.“ Mikilvægt að fjölskyldur fái stuðning Eygló segir þessi mál í eðli sínu afar flókin „Þetta eru einhverjir sem þú ert skyldur eða tengdur. Þetta er fólk sem þér þykir vænt um. Þannig það sem við fáum að heyra frá barnaverndarstarfsmönnum, þau segja að það sem börnin óska eftir fyrst og fremst er að ofbeldið hætti. Þannig að fjölskyldan fái stuðning til að stöðva ofbeldið. Því þetta eru foreldra þeirra, eða börnin, þeirra. Við tökum undir þetta, að þessar fjölskyldur fái aðstoð þannig að ofbeldið hætti.“ Áríðandi sé að þessar fjölskyldur fái viðeigandi stuðning. „Við höfum haft áhyggjur af því hvernig við sáum síðasta ár, hvernig það endaði með meti í fjölda manndrápa á Íslandi. Við höfum líka verið að vekja athygli á því að þó svo að heilt yfir sé ekki fjölgun í ofbeldisbrotum, er fjölgun í þessum alvarlegustu brotum og þar held ég að við verðum að binda vonir við þær aðgerðir sem stjórnvöld eru þegar búin að fara í, en líka að börn eru ekki eyland, börn eiga fjölskyldur og við þurfum að horfa á allt umhverfið í kringum börnin.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira