Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2025 10:13 Sári birtir þessar myndir með færslu sinni. Sári Morg Gergö Sári Morg Gergó, ungverskur karlmaður sem slasaðist illa í brunanum á Hjarðarhaga fyrir tveimur vikum, er á góðum batavegi. Hann segir brunasár á líkamanum gróa vel. Síðustu tvær vikur hafi verið rússíbanareið. Sári var á meðal fjögurra karlmanna sem leigðu herbergi í íbúð í kjallara á Hjarðarhaga 48 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kviknaði að morgni fimmtudagsins 22. maí. Þrír karlmannanna voru heima og tókst Sári að brjóta sér leið út úr íbúðinni. Hinir tveir brunnu inni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og hefur lögregla á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Sári hefur sagst telja líklegt að bandarískur karlmaður á sextugsaldri, sem vísa átti úr íbúðinni, hafi kveikt í íbúðinni. „Til að byrja með vil ég þakka öllum fyrir alls kyns stuðning sem mér hefur borist síðustu tvær vikurnar,“ segir Sári í færslu á Facebook. „Ég átti aldrei von á því að eiga svona marga að sem ég gæti treyst á.“ Sári segir að sér hafi borist fjöldinn allur af skilaboðum. Hann hafi ekki getað svarað hverjum og einum en geri það þess í stað í færslunni. Útsýnið úr herbergi Sári á Landspítalanum í Fossvogi. „Brunasárin og skurðirnir gróa vel, ný húð er farin að taka á sig fína mynd á vinstri handlegg og hönd. Andlitið er orðið heilt aftur,“ segir Sári. Hann hafi brunnið á vinstri hluta andlitsins. Brunasár séu heilt yfir á vinstri hlið líkama hans en sárin grói vel. „Ég er farinn að geta séð um mig að mestu sjálfur með stuðningi Mariu kærustu minnar. Hún stendur mér við hlið dag hvern.“ Síðasta aðgerðin hafi verið í gær og saumar hafi verið fjarlægðir fyrir þremur dögum. Hann hafi í heildina farið í tvær aðgerðir og fjórar meðferðir þar sem dauð húð var fjarlægð. Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.Vísir/Anton Brink „Vegna verkja þurfti að svæfa mig í þrjú af fjórum skiptum.“ Hann hrósar starfsfólki Landspítalans og segir um að ræða fagfólk fram í fingurgóma. „Ég var í bestu mögulegu höndum. Ég er afar þakklátur Landspítalanum.“ Hann reiknar með að dagurinn í dag eða morgun verði hans síðasti á sjúkrahúsinu. „Síðustu tvær vikur hafa verið eins og rússíbani á öllum sviðum, ýmsar hugsanir og nýjar upplifanir. En sem betur fer líður mér betur dag frá degi. Enn og aftur, hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hjálpina og ég hlakka til að hitta mörg ykkar innan tíðar.“ Eigandi íbúðarinnar á Hjarðarhaga 48 hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali. Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Landspítalinn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47 Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Sári var á meðal fjögurra karlmanna sem leigðu herbergi í íbúð í kjallara á Hjarðarhaga 48 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem eldur kviknaði að morgni fimmtudagsins 22. maí. Þrír karlmannanna voru heima og tókst Sári að brjóta sér leið út úr íbúðinni. Hinir tveir brunnu inni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og hefur lögregla á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Sári hefur sagst telja líklegt að bandarískur karlmaður á sextugsaldri, sem vísa átti úr íbúðinni, hafi kveikt í íbúðinni. „Til að byrja með vil ég þakka öllum fyrir alls kyns stuðning sem mér hefur borist síðustu tvær vikurnar,“ segir Sári í færslu á Facebook. „Ég átti aldrei von á því að eiga svona marga að sem ég gæti treyst á.“ Sári segir að sér hafi borist fjöldinn allur af skilaboðum. Hann hafi ekki getað svarað hverjum og einum en geri það þess í stað í færslunni. Útsýnið úr herbergi Sári á Landspítalanum í Fossvogi. „Brunasárin og skurðirnir gróa vel, ný húð er farin að taka á sig fína mynd á vinstri handlegg og hönd. Andlitið er orðið heilt aftur,“ segir Sári. Hann hafi brunnið á vinstri hluta andlitsins. Brunasár séu heilt yfir á vinstri hlið líkama hans en sárin grói vel. „Ég er farinn að geta séð um mig að mestu sjálfur með stuðningi Mariu kærustu minnar. Hún stendur mér við hlið dag hvern.“ Síðasta aðgerðin hafi verið í gær og saumar hafi verið fjarlægðir fyrir þremur dögum. Hann hafi í heildina farið í tvær aðgerðir og fjórar meðferðir þar sem dauð húð var fjarlægð. Eldurinn kviknaði í kjallara í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbænum.Vísir/Anton Brink „Vegna verkja þurfti að svæfa mig í þrjú af fjórum skiptum.“ Hann hrósar starfsfólki Landspítalans og segir um að ræða fagfólk fram í fingurgóma. „Ég var í bestu mögulegu höndum. Ég er afar þakklátur Landspítalanum.“ Hann reiknar með að dagurinn í dag eða morgun verði hans síðasti á sjúkrahúsinu. „Síðustu tvær vikur hafa verið eins og rússíbani á öllum sviðum, ýmsar hugsanir og nýjar upplifanir. En sem betur fer líður mér betur dag frá degi. Enn og aftur, hjartans þakkir til ykkar allra fyrir hjálpina og ég hlakka til að hitta mörg ykkar innan tíðar.“ Eigandi íbúðarinnar á Hjarðarhaga 48 hefur ekki gefið fréttastofu kost á viðtali.
Eldsvoði á Hjarðarhaga Slökkvilið Landspítalinn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47 Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02 „Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Bensínbrúsar inni í íbúðinni Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. 23. maí 2025 18:47
Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23. maí 2025 18:02
„Verkefnið bara heltekur okkur“ Lögregla rannsakar hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við mannskæðan bruna í Hjarðarhaga í gær og skýrslur verða teknar í dag. Einn lést í gær og sá sem var fluttur alvarlega slasaður á spítala lést í dag. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að gera hefði mátt betur í áfallahjálp á vettvangi. 23. maí 2025 16:02