Leigubílstjórar ósáttir við lokun skúrsins: „Aumingjaskapur í þeim“ Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 12:14 Hér má sjá kaffiskúr leigubílstjóra sem notaður hefur verið sem bænahús að undanförnu. Vísir/Já.is Leigubílstjórar eru ósáttir við ákvörðun Isavia um að loka umdeildum kaffiskúr á Keflavíkurflugvelli sem leigubílstjórar höfðu afnot af þar til hann var lagður undir bænahald. Þeir segja allt of langa göngufjarlægð milli leigubílastæðanna og flugstöðvarinnar þangað sem þeir eiga nú að sækja kaffisopa og komast á klósettið. Í gær greindi Vísir frá því að Keflavíkurflugvöllur hefði tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan var sögð „einvörðungu“ vera bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn væri notaður sem bænahús múslima og virtist lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum var ekki skemmt þegar þeim var meinaður aðgangur að skúrnum og komust ekki einu sinni á salernið þar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra uppnefndi skúrinn „nyrstu mosku í heimi“ í viðtali á Útvarpi Sögu en Isavia hefur tilkynnt að hún hyggist loka skúrnum á þriðjudag og íslenskir leigubílstjórar eru ekki sáttir. „Aumingjaskapur“ „Er þetta ekki bara aumingjaskapur í þeim að taka þessa aðstöðu af okkur?“ spyr Júlíus Helgi Pétursson, leigubílstjóri til tíu ára, í samtali við fréttastofu. „Við höfum haft hana í mörg ár. Þarna er salerni og svona.“ Í tilkynningunni í gær sagði Isavia að framvegis yrði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum. Júlíus, sem ekur fyrir Hreyfil, segir að það sé „hellingslabb“ frá leigubílastæðunum inn á flugstöð. Það fylgdi einnig tilkynningunni Isavia að ábendingar hefðu borist um ógagnsæja verðlagningu á leigubílaþjónustu. Vinna væri hafin við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. Júlíus segir það löngu tímabært. „Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax“ „Þetta er skrítin nálgun hjá Isavia,“ segir Vigfús Sverrir Lýðsson, leigubílstjóri á A-stöðinni. Hann segir leitt að geta ekki nýtt sér aðstöðuna en oft þurfi bílstjórar að vera lengi við flugstöðina. „Ég er búinn að vera að keyra síðan 2022 og þá var talað um skúrinn, að menn voru þarna með mínútugrill og kaffivél. Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax. Sumarið 2023 var þetta tekið yfir í bænahald.“ Valur Ármann Gunnarsson, sem er einnig leigubílstjóri hjá A-stöðinni, er einnig ósáttur. „Eins og allt annað hjá Isavia, það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Valur. „Þeir lofa aðstöðu en svo standa þeir ekki við neitt.“ Hann segir einnig að leigubílastæðin séu í fullmikilli fjarlægð frá flugstöðinni. „Fyrst þarf að vera betri aðstaða fyrir okku. Við erum komnir svo langt frá flugstöðinni, það eru of fá stæði, það er svo margt sem þarf að laga þarna.“ Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að Keflavíkurflugvöllur hefði tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan var sögð „einvörðungu“ vera bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn væri notaður sem bænahús múslima og virtist lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum var ekki skemmt þegar þeim var meinaður aðgangur að skúrnum og komust ekki einu sinni á salernið þar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra uppnefndi skúrinn „nyrstu mosku í heimi“ í viðtali á Útvarpi Sögu en Isavia hefur tilkynnt að hún hyggist loka skúrnum á þriðjudag og íslenskir leigubílstjórar eru ekki sáttir. „Aumingjaskapur“ „Er þetta ekki bara aumingjaskapur í þeim að taka þessa aðstöðu af okkur?“ spyr Júlíus Helgi Pétursson, leigubílstjóri til tíu ára, í samtali við fréttastofu. „Við höfum haft hana í mörg ár. Þarna er salerni og svona.“ Í tilkynningunni í gær sagði Isavia að framvegis yrði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum. Júlíus, sem ekur fyrir Hreyfil, segir að það sé „hellingslabb“ frá leigubílastæðunum inn á flugstöð. Það fylgdi einnig tilkynningunni Isavia að ábendingar hefðu borist um ógagnsæja verðlagningu á leigubílaþjónustu. Vinna væri hafin við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. Júlíus segir það löngu tímabært. „Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax“ „Þetta er skrítin nálgun hjá Isavia,“ segir Vigfús Sverrir Lýðsson, leigubílstjóri á A-stöðinni. Hann segir leitt að geta ekki nýtt sér aðstöðuna en oft þurfi bílstjórar að vera lengi við flugstöðina. „Ég er búinn að vera að keyra síðan 2022 og þá var talað um skúrinn, að menn voru þarna með mínútugrill og kaffivél. Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax. Sumarið 2023 var þetta tekið yfir í bænahald.“ Valur Ármann Gunnarsson, sem er einnig leigubílstjóri hjá A-stöðinni, er einnig ósáttur. „Eins og allt annað hjá Isavia, það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Valur. „Þeir lofa aðstöðu en svo standa þeir ekki við neitt.“ Hann segir einnig að leigubílastæðin séu í fullmikilli fjarlægð frá flugstöðinni. „Fyrst þarf að vera betri aðstaða fyrir okku. Við erum komnir svo langt frá flugstöðinni, það eru of fá stæði, það er svo margt sem þarf að laga þarna.“
Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira