Dómur yfir Erni Geirdal mildaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2025 15:20 Örn Geirdal hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir lífshættulega líkamsárás. Landsréttur hefur dæmt Örn Geirdal Steinólfsson í fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í Vesturbæ Reykjavíkur í janúar í fyrra. Hann þarf að greiða karlmanni sem hann veitti lífshættulega áverka 2,2 milljónir króna í miskabætur. Örn var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum. Honum var gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri vopnaður hníf úti á götu og veitt honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfaranótt 20. janúar. Örn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp og var talinn sakhæfur. Töldu Örn stefna sjálfum sér í hættu Fórnarlamb árásarinnar lýsti atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu Erni athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist hann stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við Örn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Bar við minnisleysi Örn lýsti sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður við aðalmeðferð málsins og sagðist vera fórnarlamb í málinu. Sjálfur myndi hann lítið eftir atburðum næturinn. Hann hefði borðað kvöldmat með fjölskyldunni, farið að sofa en af ókunnugum ástæðum farið á fætur og í vinnuföt þar sem hafi verið lítill svartur vasahnífur. Örn hafi síðan farið á bar til að kaupa kókaín, fengið sér eitt glas og síðan líklega verið á leið heim. Hann taldi sjálfur að ráðist hefði verið á sig við Hofsvallagötu og brugðist við með hnífnum til að verja sig. Þá myndi hann eftir „dökkri veru“ standa yfir sér og stúlku sem hafi verið öskrandi. Jafnframt sagðist hann muna eftir því að hafa verið að leita að einhverju, líklega símanum sínum. Þá rifjaði Örn upp þegar lögregla kom og handtók hann á heimili hans í næsta nágrenni við árásarstaðinn í gamla vesturbænum í Reykjavík. Sjálfur hafi hann talið að hún væri komin að hjálpa honum, en hún hafi skotið hann með rafbyssu og tekið hann fastan. Örn lýsti því sem miklu áfalli og gaf til kynna að það hefði ekki hjálpað honum að muna atburði næturinnar. Hending ein að ekki fór verr Héraðsdómur taldi skýringar Arnar á breyttum framburði hjá lögreglu og svo fyrir dómi ekki standast og hafa yfirbragð eftiráskýringa. Það hefði rýrt sönnunargildi framburðar Arnar í öllum aðalatriðum enda í andstöðu við annan vitnisburð og rannsóknargögn í málinu. Á sama tíma hafi vitnisburður fólksins verið stöðugur og samrýmanlegur í öllum aðalatriðum. Upptaka af símtali konunnar við Neyðarlínuna styðji framburð þeirra. Ekkert hafi fram komið í málinu til að rýra sönnunargildi þeirra. Þá var ekki fallist á með Erni að um neyðarvörn væri að ræða. Taldi dómurinn sannað að Örn hefði veist að manninum og hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði beitt hnífnum. Ásetningur hans hefði verið styrkur og einbeittur þó hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Það leysi hann ekki undan refsiábyrgð. Hending ein hafi ráðið því að ekki fór verr varðandi stunguna í brjóstkassa mannsins sem hafi verið lífshættulegur. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess við ákvörðun refsingar að Örn á sakaferil að baki. Hann var árið 2014 dæmdur í fangelsi í eitt ár og tíu mánuði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Þá hét hann Örn Geirdal Arnarsson. Tveimur mánuðum fyrr hafði hann ásamt þremur karlmönnum til viðbótar hlotið dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um sem nemur einu ári. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt síðan í janúar 2024. Dómsmál Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Örn var dæmdur til sex ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í október síðastliðnum. Honum var gefið að sök að hafa ráðist á karlmann á þrítugsaldri vopnaður hníf úti á götu og veitt honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfaranótt 20. janúar. Örn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp og var talinn sakhæfur. Töldu Örn stefna sjálfum sér í hættu Fórnarlamb árásarinnar lýsti atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu Erni athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist hann stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við Örn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Bar við minnisleysi Örn lýsti sjálfum sér sem venjulegum fjölskylduföður við aðalmeðferð málsins og sagðist vera fórnarlamb í málinu. Sjálfur myndi hann lítið eftir atburðum næturinn. Hann hefði borðað kvöldmat með fjölskyldunni, farið að sofa en af ókunnugum ástæðum farið á fætur og í vinnuföt þar sem hafi verið lítill svartur vasahnífur. Örn hafi síðan farið á bar til að kaupa kókaín, fengið sér eitt glas og síðan líklega verið á leið heim. Hann taldi sjálfur að ráðist hefði verið á sig við Hofsvallagötu og brugðist við með hnífnum til að verja sig. Þá myndi hann eftir „dökkri veru“ standa yfir sér og stúlku sem hafi verið öskrandi. Jafnframt sagðist hann muna eftir því að hafa verið að leita að einhverju, líklega símanum sínum. Þá rifjaði Örn upp þegar lögregla kom og handtók hann á heimili hans í næsta nágrenni við árásarstaðinn í gamla vesturbænum í Reykjavík. Sjálfur hafi hann talið að hún væri komin að hjálpa honum, en hún hafi skotið hann með rafbyssu og tekið hann fastan. Örn lýsti því sem miklu áfalli og gaf til kynna að það hefði ekki hjálpað honum að muna atburði næturinnar. Hending ein að ekki fór verr Héraðsdómur taldi skýringar Arnar á breyttum framburði hjá lögreglu og svo fyrir dómi ekki standast og hafa yfirbragð eftiráskýringa. Það hefði rýrt sönnunargildi framburðar Arnar í öllum aðalatriðum enda í andstöðu við annan vitnisburð og rannsóknargögn í málinu. Á sama tíma hafi vitnisburður fólksins verið stöðugur og samrýmanlegur í öllum aðalatriðum. Upptaka af símtali konunnar við Neyðarlínuna styðji framburð þeirra. Ekkert hafi fram komið í málinu til að rýra sönnunargildi þeirra. Þá var ekki fallist á með Erni að um neyðarvörn væri að ræða. Taldi dómurinn sannað að Örn hefði veist að manninum og hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði beitt hnífnum. Ásetningur hans hefði verið styrkur og einbeittur þó hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Það leysi hann ekki undan refsiábyrgð. Hending ein hafi ráðið því að ekki fór verr varðandi stunguna í brjóstkassa mannsins sem hafi verið lífshættulegur. Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess við ákvörðun refsingar að Örn á sakaferil að baki. Hann var árið 2014 dæmdur í fangelsi í eitt ár og tíu mánuði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur. Þá hét hann Örn Geirdal Arnarsson. Tveimur mánuðum fyrr hafði hann ásamt þremur karlmönnum til viðbótar hlotið dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Landsréttur mildaði dóm héraðsdóms um sem nemur einu ári. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt síðan í janúar 2024.
Dómsmál Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira