Coco Gauff batt enda á franska ævintýrið Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2025 11:00 Coco Gauff mætti hinni frönsku Lois Boisson (t.v.) og batt enda á ótrúlegt á ótrúlegt ævintýri. Tnani Badreddine/DeFodi Images/DeFodi via Getty Images Hin franska Loïs Boisson situr í 361. sæti heimslistans í tennis en fagnaði ótrúlega góðu gengi á Opna franska meistaramótinu, komst óvænt alla leið í undanúrslit en tapaði þar fyrir Bandaríkjakonunni Coco Gauff, sem situr í öðru sæti heimslistans. Coco Gauff nýtur alla jafnan gríðarlegra vinsælda þegar hún keppir en nánast hver einasti af áhorfendunum fimmtán þúsund studdu heimakonuna Boisson á Roland Garros leikvanginum í París í gær. Ekki að ástæðulausu, Boisson komst inn á mótið sem jóker (e. wild card) og hafði slegið mun sterkari andstæðinga út á leiðinni í undanúrslitin. Frakkar hafa líka ekki séð heimamann vinna mótið síðan um aldamótin. Ævintýri Boisson tók hins vegar enda þegar hún mætti hinni ógnarsterku Coco Gauff í gærkvöldi. Sú næstbesta í heiminum tók sér ekki nema rúman klukkutíma í að klára leikinn, með 6-1 og 6-2 sigrum í settunum. "When you were chanting her name, I was saying to myself my name!" 😅Coco Gauff explains how she dealt with the atmosphere playing against home favourite Lois Boisson in a buzzing Paris crowd🗣️#RolandGarros pic.twitter.com/mXGQbnvgxF— TNT Sports (@tntsports) June 5, 2025 Á framtíðina fyrir sér og fúlgur fjár Boisson er aðeins 22 ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta risamóti, hún komst einnig inn á Opna franska í fyrra en sleit krossband rétt fyrir mót. Eftir níu mánaða endurhæfingu steig hún aftur inn á tennisvöllinn og hefur nú náð hreint ótrúlegum árangri. Árangurinn á mótinu mun hækka hana um tæp þrjú hundruð sæti á heimslistanum, frá 361. sæti fyrir mót er reiknað með að hún verði í 65. sæti eftir næstu uppfærslu listans. Sem tryggir henni greiðan aðgang að risamótum í framtíðinni. Auk þess sem hún tryggði sér um hundrað milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Lois Boisson’s earnings for her entire career before Roland Garros:$148,500. After reaching the Roland Garros semifinals, she will leave with at least:$788,200. She has quadrupled her career earnings in less than two weeks. Life-changing. 🥹💰 🇫🇷❤️ pic.twitter.com/3JiqgrogAj— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 4, 2025 Efstu tvær á heimslistanum í úrslitum Coco Gauff heldur í úrslitaleik Opna franska gegn Arynu Sabalenka, efstu konu heimslistans. Þær mættust síðast í úrslitaleik risamóts á Opna bandaríska 2023, þar sem Gauff vann sinn fyrsta risamótstitil á ferlinum. Nýlega mættust þær í úrslitaleik á móti í Madríd, þar sem Sabalenka sigraði örugglega. Tennis Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira
Coco Gauff nýtur alla jafnan gríðarlegra vinsælda þegar hún keppir en nánast hver einasti af áhorfendunum fimmtán þúsund studdu heimakonuna Boisson á Roland Garros leikvanginum í París í gær. Ekki að ástæðulausu, Boisson komst inn á mótið sem jóker (e. wild card) og hafði slegið mun sterkari andstæðinga út á leiðinni í undanúrslitin. Frakkar hafa líka ekki séð heimamann vinna mótið síðan um aldamótin. Ævintýri Boisson tók hins vegar enda þegar hún mætti hinni ógnarsterku Coco Gauff í gærkvöldi. Sú næstbesta í heiminum tók sér ekki nema rúman klukkutíma í að klára leikinn, með 6-1 og 6-2 sigrum í settunum. "When you were chanting her name, I was saying to myself my name!" 😅Coco Gauff explains how she dealt with the atmosphere playing against home favourite Lois Boisson in a buzzing Paris crowd🗣️#RolandGarros pic.twitter.com/mXGQbnvgxF— TNT Sports (@tntsports) June 5, 2025 Á framtíðina fyrir sér og fúlgur fjár Boisson er aðeins 22 ára gömul og var að keppa á sínu fyrsta risamóti, hún komst einnig inn á Opna franska í fyrra en sleit krossband rétt fyrir mót. Eftir níu mánaða endurhæfingu steig hún aftur inn á tennisvöllinn og hefur nú náð hreint ótrúlegum árangri. Árangurinn á mótinu mun hækka hana um tæp þrjú hundruð sæti á heimslistanum, frá 361. sæti fyrir mót er reiknað með að hún verði í 65. sæti eftir næstu uppfærslu listans. Sem tryggir henni greiðan aðgang að risamótum í framtíðinni. Auk þess sem hún tryggði sér um hundrað milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Lois Boisson’s earnings for her entire career before Roland Garros:$148,500. After reaching the Roland Garros semifinals, she will leave with at least:$788,200. She has quadrupled her career earnings in less than two weeks. Life-changing. 🥹💰 🇫🇷❤️ pic.twitter.com/3JiqgrogAj— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) June 4, 2025 Efstu tvær á heimslistanum í úrslitum Coco Gauff heldur í úrslitaleik Opna franska gegn Arynu Sabalenka, efstu konu heimslistans. Þær mættust síðast í úrslitaleik risamóts á Opna bandaríska 2023, þar sem Gauff vann sinn fyrsta risamótstitil á ferlinum. Nýlega mættust þær í úrslitaleik á móti í Madríd, þar sem Sabalenka sigraði örugglega.
Tennis Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira