Leita leiða til að auðvelda framsal fanga til heimalands síns Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 22:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Unnið er að því að auðvelda yfirvöldum að framselja fanga til síns heimalands. Dómsmálaráðherra var ráðlagt af samráðherrum sínum á Norðurlöndunum að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir, áður en við upplifum erfiðleikana í innflytjendamálum sem glímt er við þar. Nýlega fundaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra með samráðherrum sínum á Norðurlöndunum. Þar ræddi hún meðal annars áskoranirnar sem nágrannaþjóðir okkar glíma við í tengslum við innflytjendur. Hún segir að ráðherrarnir hafi brýnt fyrir henni, að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem Norðurlöndin eru nú að fara í, meðal annars þegar kemur að afbrotum innflytjenda. „Því þessi vandamál stækka bara ef ekkert er gert. Það er það sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera, að vera með markviss og afgerandi skref í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorbjörg. Hún segir Norðurlöndin glíma við sama vandamál og Ísland varðandi skort á fangelsisplássum. „Mér fannst ég líka upplifa sterkt að það hefur verið rætt að glæpastarfsemi og brot að Ísland sé tíu til fimmtán árum á eftir því sem við sjáum gerast á Norðurlöndunum. Það alvarlega er að þetta bil er alltaf að styttast. Við erum að sjá merki þess að skipulögð brotastarfsemi hafi náð að festa rætur á Íslandi,“ segir Þorbjörg. Meðal þess sem er til skoðunar er að fangar afpláni í heimalandi sínu, en fjörutíu prósent fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Það er heimild til þess í lögum, með því skilyrði að móttökuríkið samþykki framsalið. Verið er að vinna að því að auðvelda það ferli. „Þau eru misfús til þess. Þannig það skiptir máli að tíminn vinni með okkur. Við erum kannski að tala um dóma sem eru eitt og tvö ár, þá er erfitt ef svona vinna er í mánuðum talin. Þetta heyri ég að er útbreitt stef á Norðurlöndunum og menn eru að horfa á þetta sameiginlega hvernig hægt er að bregðast við,“ segir Þorbjörg. Innflytjendamál Fangelsismál Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Nýlega fundaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra með samráðherrum sínum á Norðurlöndunum. Þar ræddi hún meðal annars áskoranirnar sem nágrannaþjóðir okkar glíma við í tengslum við innflytjendur. Hún segir að ráðherrarnir hafi brýnt fyrir henni, að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem Norðurlöndin eru nú að fara í, meðal annars þegar kemur að afbrotum innflytjenda. „Því þessi vandamál stækka bara ef ekkert er gert. Það er það sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera, að vera með markviss og afgerandi skref í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorbjörg. Hún segir Norðurlöndin glíma við sama vandamál og Ísland varðandi skort á fangelsisplássum. „Mér fannst ég líka upplifa sterkt að það hefur verið rætt að glæpastarfsemi og brot að Ísland sé tíu til fimmtán árum á eftir því sem við sjáum gerast á Norðurlöndunum. Það alvarlega er að þetta bil er alltaf að styttast. Við erum að sjá merki þess að skipulögð brotastarfsemi hafi náð að festa rætur á Íslandi,“ segir Þorbjörg. Meðal þess sem er til skoðunar er að fangar afpláni í heimalandi sínu, en fjörutíu prósent fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Það er heimild til þess í lögum, með því skilyrði að móttökuríkið samþykki framsalið. Verið er að vinna að því að auðvelda það ferli. „Þau eru misfús til þess. Þannig það skiptir máli að tíminn vinni með okkur. Við erum kannski að tala um dóma sem eru eitt og tvö ár, þá er erfitt ef svona vinna er í mánuðum talin. Þetta heyri ég að er útbreitt stef á Norðurlöndunum og menn eru að horfa á þetta sameiginlega hvernig hægt er að bregðast við,“ segir Þorbjörg.
Innflytjendamál Fangelsismál Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira