Ummæli Kolbrúnar blaut tuska í andlit ungmenna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júní 2025 14:34 Ummæli Kolbrúnar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórnarandstöðunni og ungmennum landsins. Vísir/Samsett Annar framhaldsskólanemi sem veitti umsögn fyrir menntamálanefnd á frumvarpi um grunnskólamat sem samþykkt var í gær segir ummæli Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur blauta tusku í andlit ungs fólks sem vilji taka þátt í lýðræðislegri umræðu. Vísir greindi frá því að við atkvæðagreiðslu á lögum um námsmat grunnskóla í gær hafi Kolbrún, sem mælti fyrir málinu á sínum tíma, látið þess svo getið að nefndarstörf hafi gengið vel ef frá væri talin tilraun minnihlutans til að fá handbendi sín fyrir nefndina. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sér velja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina,“ sagði Kolbrún. Kolbrún uppskar mikið kurr í þingsalnum með þessum ummælum og hafa þingmenn stjórnarsandstöðunnar gagnrýnt hana harðlega fyrir þau. Í hópi þessara fjögurra menntaskólanema, „handbenda minnihlutans,“ eins og Kolbrún kýs að kalla þau, eru Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf fráfarandi inspector scholae og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir. Þær segja farir sínar ekki sléttar og að þær verðskuldi afsökunarbeiðni frá stjórnarþingmanninum. „Ég er alls ekki sátt. Að háttvirtir meðlimir Alþingis láti svona orð falla í þingsal. Þau áttu kannski að vera særandi fyrir Snorra Másson og flokkinn hans en ásakanirnar lenda á okkur saklausum,“ sagði Diljá í samtali við fréttastofu. Ummælin niðrandi og lítilsvirðandi Pétur Orri Pétursson, nýstúdent frá Verslunarskólanum, segir ummæli Kolbrúnar til marks um áhuga- og virðingarleysi hennar í garð ungs fólks. Hann skrifaði skoðanagrein á Vísi dag. „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt. Að halda því fram að við séum bara einhvers konar „peð“ í höndum Snorra Mássonar eða Jóns Péturs Zimsen er í besta falli hlægilegt,“ segir hann. Hann segir augljósar glufur í frumvarpinu sem samþykkt var í gær sem gild ástæða er fyrir að hafa áhyggjur af. Fjórmenningarnir hafi vonast eftir samtali við allsherjar- og menntamálanefnd til að koma áhyggjum sínum á framfæri. „En það er sárt að segja það: því miður hef ég enga trú á því að Kolbrún Baldursdóttir og félagar hafi minnsta áhuga á því að hlusta á rödd okkar ungmennanna. En áhugaleysið er ekki nóg, hún ákvað að lítilsvirða sjónarmið okkar og afskrifa þau án þess að vita nokkuð um okkur eða hvað fyrir okkur vekti,“ segir Pétur. Dræmar undantektir Hann segist vona að Kolbrún Baldursdóttir sjái sóma sinn í að biðja ungmennin afsökunar á ummælum sínum. „Við, ungt fólk í þessu landi, eigum að geta tekið þátt í þjóðfélagsumræðunni og komið sjónarmiðum okkar á framfæri, án þess að vera dregin í svaðið af alþingismönnum með lítilsvirðandi hætti,“ segir Pétur Orri Pétursson nýstúdent. Kolbrún Baldursdóttir birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún brást við fréttaflutningi Vísis af ummælum sínum. Þar segist hún ekki hafa getað á sér setið eftir ræðu Vilhjálms Árnasonar um samráð nefndarinnar með ungmennum. Færslan hefur fengið heldur dræmar undirtektir en sem stendur hefur þrem líkað við hana, tveir brugðist við með reiðum kalli og þrjár athugasemdar hafa verið gerðar við hana sem láta allar í ljós neikvæða skoðun. Alþingi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. 6. júní 2025 14:03 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Vísir greindi frá því að við atkvæðagreiðslu á lögum um námsmat grunnskóla í gær hafi Kolbrún, sem mælti fyrir málinu á sínum tíma, látið þess svo getið að nefndarstörf hafi gengið vel ef frá væri talin tilraun minnihlutans til að fá handbendi sín fyrir nefndina. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sér velja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina,“ sagði Kolbrún. Kolbrún uppskar mikið kurr í þingsalnum með þessum ummælum og hafa þingmenn stjórnarsandstöðunnar gagnrýnt hana harðlega fyrir þau. Í hópi þessara fjögurra menntaskólanema, „handbenda minnihlutans,“ eins og Kolbrún kýs að kalla þau, eru Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf fráfarandi inspector scholae og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir. Þær segja farir sínar ekki sléttar og að þær verðskuldi afsökunarbeiðni frá stjórnarþingmanninum. „Ég er alls ekki sátt. Að háttvirtir meðlimir Alþingis láti svona orð falla í þingsal. Þau áttu kannski að vera særandi fyrir Snorra Másson og flokkinn hans en ásakanirnar lenda á okkur saklausum,“ sagði Diljá í samtali við fréttastofu. Ummælin niðrandi og lítilsvirðandi Pétur Orri Pétursson, nýstúdent frá Verslunarskólanum, segir ummæli Kolbrúnar til marks um áhuga- og virðingarleysi hennar í garð ungs fólks. Hann skrifaði skoðanagrein á Vísi dag. „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt. Að halda því fram að við séum bara einhvers konar „peð“ í höndum Snorra Mássonar eða Jóns Péturs Zimsen er í besta falli hlægilegt,“ segir hann. Hann segir augljósar glufur í frumvarpinu sem samþykkt var í gær sem gild ástæða er fyrir að hafa áhyggjur af. Fjórmenningarnir hafi vonast eftir samtali við allsherjar- og menntamálanefnd til að koma áhyggjum sínum á framfæri. „En það er sárt að segja það: því miður hef ég enga trú á því að Kolbrún Baldursdóttir og félagar hafi minnsta áhuga á því að hlusta á rödd okkar ungmennanna. En áhugaleysið er ekki nóg, hún ákvað að lítilsvirða sjónarmið okkar og afskrifa þau án þess að vita nokkuð um okkur eða hvað fyrir okkur vekti,“ segir Pétur. Dræmar undantektir Hann segist vona að Kolbrún Baldursdóttir sjái sóma sinn í að biðja ungmennin afsökunar á ummælum sínum. „Við, ungt fólk í þessu landi, eigum að geta tekið þátt í þjóðfélagsumræðunni og komið sjónarmiðum okkar á framfæri, án þess að vera dregin í svaðið af alþingismönnum með lítilsvirðandi hætti,“ segir Pétur Orri Pétursson nýstúdent. Kolbrún Baldursdóttir birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hún brást við fréttaflutningi Vísis af ummælum sínum. Þar segist hún ekki hafa getað á sér setið eftir ræðu Vilhjálms Árnasonar um samráð nefndarinnar með ungmennum. Færslan hefur fengið heldur dræmar undirtektir en sem stendur hefur þrem líkað við hana, tveir brugðist við með reiðum kalli og þrjár athugasemdar hafa verið gerðar við hana sem láta allar í ljós neikvæða skoðun.
Alþingi Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. 6. júní 2025 14:03 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. 6. júní 2025 14:03