Þrír reyndu að komast undan lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 07:30 Svo virðist sem lögregluþjónar hafi verið uppteknir í nótt og eru fjölmörg mál skráð í kerfi lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars reyndu þrír ökumenn í mismunandi ásigkomulagi að reyna að komast undan lögregluþjónum. Þá var einn vopnaður maður sem reyndi að komast undan á hlaupum, svo eitthvað sé nefnt. Alls voru 99 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun og gistu átta í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann reyndi sá að komast undan á akstri. Það tókst honum ekki og þá reyndi hann að hlaupa á brott en var samkvæmt dagbók lögreglu hlaupinn uppi og handsamaður. Maðurinn var með fíkniefni og peninga og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður fyrir það. Þá reyndi annar ökumaður að komast undan lögregluþjónum og ók sá á ofsahraða og braut fjölda umferðarlaga áður en hann náðist og gafst upp. Hann reyndist bæði án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni á sér. Í enn einu tilfellinu fékk lögreglan ábendingu um ökumann sem virtist mjög ölvaður og var búinn að „aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Hann neitaði að stöðva bílinn þegar lögregluþjóna bar að garði og reyndi að komast undan. Það tókst ekki og þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann var þó ekki nægilega fljótur og var hlaupinni uppi og handtekinn. Tveir aðrir vopnaðir Þá var lögregla kölluð til þar sem maður hafði skemmt hurð við að reyna að komast inn í hús. Þegar lögregluþjóna bar að garði og þeir ræddu við manninn kom í ljós að hann var vopnaður. Annað slíkt mál kom upp á svæði Lögreglustöðvar 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, en þá hafði maður verið á skemmtistað að tala um að hann væri vopnaður. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi hann að hlaupa á brott. Eins og virðist eiga við flesta, tókst manninum það þó ekki, og reyndist hann raunverulega vopnaður og var handtekinn. Ekið á gangandi vegfaranda Meðal annarra mála á borði lögreglu má nefna að ekið var á gangandi vegfaranda en meiðsli voru talin minniháttar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir án réttinda og/eða undir áhrifum. fíkniefna og/eða áfengis. Maður sem var að áreita íbúa húss á svæði Lögreglustöðvar 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, braut rúðu í húsinu. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum um að hætta. Þá var tilkynnt um þjófnaði í nokkrum verslunum. Enginn var handtekinn og málin leyst með vettvangsskýrslu. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Alls voru 99 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun og gistu átta í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann reyndi sá að komast undan á akstri. Það tókst honum ekki og þá reyndi hann að hlaupa á brott en var samkvæmt dagbók lögreglu hlaupinn uppi og handsamaður. Maðurinn var með fíkniefni og peninga og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður fyrir það. Þá reyndi annar ökumaður að komast undan lögregluþjónum og ók sá á ofsahraða og braut fjölda umferðarlaga áður en hann náðist og gafst upp. Hann reyndist bæði án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni á sér. Í enn einu tilfellinu fékk lögreglan ábendingu um ökumann sem virtist mjög ölvaður og var búinn að „aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Hann neitaði að stöðva bílinn þegar lögregluþjóna bar að garði og reyndi að komast undan. Það tókst ekki og þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann var þó ekki nægilega fljótur og var hlaupinni uppi og handtekinn. Tveir aðrir vopnaðir Þá var lögregla kölluð til þar sem maður hafði skemmt hurð við að reyna að komast inn í hús. Þegar lögregluþjóna bar að garði og þeir ræddu við manninn kom í ljós að hann var vopnaður. Annað slíkt mál kom upp á svæði Lögreglustöðvar 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, en þá hafði maður verið á skemmtistað að tala um að hann væri vopnaður. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi hann að hlaupa á brott. Eins og virðist eiga við flesta, tókst manninum það þó ekki, og reyndist hann raunverulega vopnaður og var handtekinn. Ekið á gangandi vegfaranda Meðal annarra mála á borði lögreglu má nefna að ekið var á gangandi vegfaranda en meiðsli voru talin minniháttar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir án réttinda og/eða undir áhrifum. fíkniefna og/eða áfengis. Maður sem var að áreita íbúa húss á svæði Lögreglustöðvar 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, braut rúðu í húsinu. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum um að hætta. Þá var tilkynnt um þjófnaði í nokkrum verslunum. Enginn var handtekinn og málin leyst með vettvangsskýrslu.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira