Hætta með ökuskírteini í símaveski vegna Evrópureglna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 11:37 Birna Íris Jónsdóttir segir að enn verði hægt að nota greiðslukort í símaveskjum. Vísir/Samsett Undir lok sumars verður ekki hægt að vera með stafræn skírteini frá hinu opinbera í símaveskjum heldur þarf að ná í sérstakt forrit. Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir að um sé að ræða samræmingu við stefnu Evrópulanda sem séu að taka þessa stefnu í öryggismálum. Ný reglugerð frá Evrópusambandinu um stafræna auðkenningu taki bráðum gildi. Greint var frá því snemma á laugardagsmorgun að hið opinbera hygðist hætta útgáfu stafrænna ökuskírteina en sú þjónusta hefur verið mjög vinsæl síðan henni var hleypt af stokkunum sumarið 2020. Útgáfunni verður hætt fyrsta júlí næstkomandi og allir þeir sem hyggjast nota stafræn skírteini verða að hlaða niður smáforriti Íslands.is fyrir 27. ágúst 2025 og ná í skilríkin þar. Öryggi stafrænnar auðkenningar í fyrirrúmi Birna Íris Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem aðstoðar stofnanir og opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Hún segir að um öryggisráðstafanir sé að ræða. „Það eru að taka í gildi Evrópureglugerðir og önnur ríki í Evrópu eru á þessari vegferð líka. Þannig að allt sé uppfyllt í þessum reglugerðum í tengslum við öryggismál tengdum skilríkjum og birtingu þeirra með stafrænum hætti. Þá er þessi leið farin að útfæra þau inni í Ísland.is-smáforritinu því þar tryggjum við að þessum reglugerðum sé fylgt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Birna segir að ekki sé hægt að reikna með því að framleiðendur snjallsímastýrikerfa, Apple og Microsoft fyrst og fremst, hafi öryggi neytenda samkvæmt Evrópureglugerðum í huga. Stafrænt Ísland hafi ekki orðið vart við öryggisbresti á því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi. „Núverandi framsetning á skírteinum í símaveski hefur reynst okkur alveg örugg. Við höfum ekki orðið vör við neina öryggisbresti. En þessi heimur er á fleygiferð hvað varðar netöryggi og við þurfum stöðugt að vera að herða þær lausnir sem við þróum og berum ábyrgð á og þetta er liður í því,“ segir Birna Íris. Enn hægt að nota greiðslukort í símaveski Jafnframt segir hún að hagræðing hafi ekki spilað inn í ákvörðunina. Birna segist hafa orðið vör við þann misskilning að ekki verði hægt að nota greiðslukort í símaveski eftir innleiðingu þessarar nýju reglugerðar. Hún nái aðeins til skírteina á vegum hins opinbera. „Þú getur enn þá bætt kortunum þínum og öðrum skírteinum sem eru ekki frá hinu opinbera í símaveskið. Þetta eru eingöngu skírteini hins opinbera og þau verða eingöngu aðgengileg í gegnum Ísland.is-smáforritið. Þar af leiðandi mun ekki vera hægt að nota þessi stöðluðu símaveski, hvort heldur sem er í Apple- eða Android-símum. Það verður ekki hægt að nota skírteinin í hefðbundnum símaveskjum,“ segir hún. Ökuskírteinið verði mjög aðgengilegt í smáforriti Íslands.is. Stafræn þróun Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Greint var frá því snemma á laugardagsmorgun að hið opinbera hygðist hætta útgáfu stafrænna ökuskírteina en sú þjónusta hefur verið mjög vinsæl síðan henni var hleypt af stokkunum sumarið 2020. Útgáfunni verður hætt fyrsta júlí næstkomandi og allir þeir sem hyggjast nota stafræn skírteini verða að hlaða niður smáforriti Íslands.is fyrir 27. ágúst 2025 og ná í skilríkin þar. Öryggi stafrænnar auðkenningar í fyrirrúmi Birna Íris Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Stafræns Íslands sem aðstoðar stofnanir og opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Hún segir að um öryggisráðstafanir sé að ræða. „Það eru að taka í gildi Evrópureglugerðir og önnur ríki í Evrópu eru á þessari vegferð líka. Þannig að allt sé uppfyllt í þessum reglugerðum í tengslum við öryggismál tengdum skilríkjum og birtingu þeirra með stafrænum hætti. Þá er þessi leið farin að útfæra þau inni í Ísland.is-smáforritinu því þar tryggjum við að þessum reglugerðum sé fylgt,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Birna segir að ekki sé hægt að reikna með því að framleiðendur snjallsímastýrikerfa, Apple og Microsoft fyrst og fremst, hafi öryggi neytenda samkvæmt Evrópureglugerðum í huga. Stafrænt Ísland hafi ekki orðið vart við öryggisbresti á því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi. „Núverandi framsetning á skírteinum í símaveski hefur reynst okkur alveg örugg. Við höfum ekki orðið vör við neina öryggisbresti. En þessi heimur er á fleygiferð hvað varðar netöryggi og við þurfum stöðugt að vera að herða þær lausnir sem við þróum og berum ábyrgð á og þetta er liður í því,“ segir Birna Íris. Enn hægt að nota greiðslukort í símaveski Jafnframt segir hún að hagræðing hafi ekki spilað inn í ákvörðunina. Birna segist hafa orðið vör við þann misskilning að ekki verði hægt að nota greiðslukort í símaveski eftir innleiðingu þessarar nýju reglugerðar. Hún nái aðeins til skírteina á vegum hins opinbera. „Þú getur enn þá bætt kortunum þínum og öðrum skírteinum sem eru ekki frá hinu opinbera í símaveskið. Þetta eru eingöngu skírteini hins opinbera og þau verða eingöngu aðgengileg í gegnum Ísland.is-smáforritið. Þar af leiðandi mun ekki vera hægt að nota þessi stöðluðu símaveski, hvort heldur sem er í Apple- eða Android-símum. Það verður ekki hægt að nota skírteinin í hefðbundnum símaveskjum,“ segir hún. Ökuskírteinið verði mjög aðgengilegt í smáforriti Íslands.is.
Stafræn þróun Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira