Þétting á 27. brautinni Friðjón R. Friðjónsson skrifar 8. júní 2025 15:30 Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári. Við borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins kusum gegn húsnæðisáætlun meirihlutans og færðum í bókun að það sé vegna þess að húsnæðisstefna Samfylkingar og fylgitungla hefur beðið algjört skipbrot. Viðvarandi og uppsafnaðan húsnæðisskort borgarinnar megi að miklu leyti rekja til lóðaskortsstefnu meirihlutans og ofurþéttingar þar sem öll áhersla er á þungt, dimmt og háreist fjölbýli. Við teljum að skipuleggja þurfi hverfi á mannlegum skala, nauðsynlegt sé að færa út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og brjóta nýtt land undir byggð. Markmið húsnæðisáætlunarinnar um að 35% nýrrar uppbyggingar verði niðurgreitt húsnæði, feli í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Blokkin á brautinn Það vakti einnig athygli í kynningu borgarstjóra og í húsnæðisáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir að eitt framtíðar uppbygginarsvæði borgarinnar nái langt inn á gölfvöllinn við Korpúlfsstaði. Nánar tiltekið gerir Reykajvíkurborg ráð fyrir að byggja 300 íbúðir á lokabraut Korpúlfsstaðavallar, 27. brautinni. Korpúlfsstaðavöllur er þannig gerður að hann er þrisvar sinnum níu holur og þjónar því mun fleiri iðkendum þessarar vinsælu íþróttar. Síðasta vetur voru líka lagðar skíðagöngubrautir á vellinum til að nýta hann enn betur. Byggingaráformin má sjá á myndinni að neðan, á uppbyggingarvef Reykjavíkurborgar og á bls 63 í húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025-2034. Reykjavíkurborg hefur ekkert rætt við staðarhaldarann, Golfklúbb Reykjavíkur um að svipta golfvöllinn þessu svæði. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir breytingu, en aðalskipulag til 2040 sýnir svæðið hluta af framtíðaríbúabyggð. Ef núverandi meirihluti ætlar á næstu 9 árum að byggja 300 íbúðir á svæðinu þá væri ekki úr vegi að hefja samtalið og útskýra fyrir þúsundum félaga GR að síðustu níu holurnar verði bara átta. Það eigi að byggja blokkir á brautinni. Húsnæðisáætlun meirihluta Samfylkingarinnar gerir einnig ráð fyrir ríflega 500 íbúða þéttingu byggðar í Grafarvogi, þrátt fyrir endurtekin og ítrekuð mótmæli íbúa. Þá á einnig að byggja 444 íbúðir í sams konar þéttingu í Breiðholti. Ríflega eitt hundrað íbúðum verður komið fyrir við Rangársel, á grænu svæði þétt upp við Seljakirkju. Þar, eins og annars staðar í borginni, eru grænir blettir þyrnir í augum meirihlutans sem lýtur stjórn og stefnu Samfylkingarinnar. Frí fyrir Samfylkinguna Það er innan við ár í að borgarbúar geti sent Samfylkinguna í langþráð frí frá stjórn borgarinnar. Þrjátíu ára valdatíð þarf að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ekki átt aðild að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar í borginni og eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri, samgöngum og skipulagi borgarinnar. Fersk augu og nýjir vendir eru það sem Reykjavíkurborg þarf á að halda til að snúa af þeirri braut sem Samfylkingin hefur skapað okkur. Ný leið sem felur ekki í sér blokkir á vinsælum útivistar- og íþróttasvæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Golfvellir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári. Við borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins kusum gegn húsnæðisáætlun meirihlutans og færðum í bókun að það sé vegna þess að húsnæðisstefna Samfylkingar og fylgitungla hefur beðið algjört skipbrot. Viðvarandi og uppsafnaðan húsnæðisskort borgarinnar megi að miklu leyti rekja til lóðaskortsstefnu meirihlutans og ofurþéttingar þar sem öll áhersla er á þungt, dimmt og háreist fjölbýli. Við teljum að skipuleggja þurfi hverfi á mannlegum skala, nauðsynlegt sé að færa út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og brjóta nýtt land undir byggð. Markmið húsnæðisáætlunarinnar um að 35% nýrrar uppbyggingar verði niðurgreitt húsnæði, feli í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Blokkin á brautinn Það vakti einnig athygli í kynningu borgarstjóra og í húsnæðisáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir að eitt framtíðar uppbygginarsvæði borgarinnar nái langt inn á gölfvöllinn við Korpúlfsstaði. Nánar tiltekið gerir Reykajvíkurborg ráð fyrir að byggja 300 íbúðir á lokabraut Korpúlfsstaðavallar, 27. brautinni. Korpúlfsstaðavöllur er þannig gerður að hann er þrisvar sinnum níu holur og þjónar því mun fleiri iðkendum þessarar vinsælu íþróttar. Síðasta vetur voru líka lagðar skíðagöngubrautir á vellinum til að nýta hann enn betur. Byggingaráformin má sjá á myndinni að neðan, á uppbyggingarvef Reykjavíkurborgar og á bls 63 í húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025-2034. Reykjavíkurborg hefur ekkert rætt við staðarhaldarann, Golfklúbb Reykjavíkur um að svipta golfvöllinn þessu svæði. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir breytingu, en aðalskipulag til 2040 sýnir svæðið hluta af framtíðaríbúabyggð. Ef núverandi meirihluti ætlar á næstu 9 árum að byggja 300 íbúðir á svæðinu þá væri ekki úr vegi að hefja samtalið og útskýra fyrir þúsundum félaga GR að síðustu níu holurnar verði bara átta. Það eigi að byggja blokkir á brautinni. Húsnæðisáætlun meirihluta Samfylkingarinnar gerir einnig ráð fyrir ríflega 500 íbúða þéttingu byggðar í Grafarvogi, þrátt fyrir endurtekin og ítrekuð mótmæli íbúa. Þá á einnig að byggja 444 íbúðir í sams konar þéttingu í Breiðholti. Ríflega eitt hundrað íbúðum verður komið fyrir við Rangársel, á grænu svæði þétt upp við Seljakirkju. Þar, eins og annars staðar í borginni, eru grænir blettir þyrnir í augum meirihlutans sem lýtur stjórn og stefnu Samfylkingarinnar. Frí fyrir Samfylkinguna Það er innan við ár í að borgarbúar geti sent Samfylkinguna í langþráð frí frá stjórn borgarinnar. Þrjátíu ára valdatíð þarf að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ekki átt aðild að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar í borginni og eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri, samgöngum og skipulagi borgarinnar. Fersk augu og nýjir vendir eru það sem Reykjavíkurborg þarf á að halda til að snúa af þeirri braut sem Samfylkingin hefur skapað okkur. Ný leið sem felur ekki í sér blokkir á vinsælum útivistar- og íþróttasvæðum.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar