Umbætur í innkaupum hins opinbera á upplýsingatækni Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2025 07:30 Innkaup ríkisins á upplýsingatækni hafa mikil áhrif á hvernig opinber þjónusta þróast og ekki síður hvernig nýsköpun vex. Ef ríkið skapar umgjörð fyrir markað sem byggir á jafnræði, meðalhófi og gagnsæi þar sem samkeppni ríkir skilar það sér margfalt til baka til almennings í formi skilvirkari og notendavænni opinberrar þjónustu. Innkaup á upplýsingatækni hafa undanfarin ár of oft einkennst af skorti á stefnu, ósamræmi í framkvæmd og skammtímaútfærslum. Nýlega gerði Ríkisendurskoðun stjórnsýsluúttekt á innkaupum ríkisaðila á upplýsingatækni. Samtök iðnaðarins fagna framtakinu en úttektin dregur fram mikilvægar áskoranir í opinberum innkaupum á þessu sviði. Helstu niðurstöður skýrslunnar benda til þess að skortur sé á samræmdri stefnu og yfirsýn yfir upplýsingatæknimál ríkisins, fjárfestingar í upplýsingatækni séu oft dreifðar og án nægilegs samráðs milli stofnana og þá séu tækifæri til hagræðingar og samnýtingar ekki fullnýtt. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar ríma við upplifun félagsmanna Samtaka iðnaðarins á framkvæmd á innkaupum í upplýsingatækni hjá hinu opinbera. Um þessar mundir liggur frumvarp fyrir Alþingi um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins þar sem markmiðið er að tryggja samræmda, hagkvæma, örugga og vandaða skipan upplýsingatækni ríkisins ásamt því að auka skilvirkni og gagnsæi opinberrar þjónustu. Frumvarpið er afar jákvætt skref í aukinni samræmingu í málaflokknum en gefur jafnframt tilefni til að rýna í helstu áskoranir við innkaup ríkisaðila á upplýsingatækni undanfarin ár. Framtíðarsýn í stað tilfallandi innkaupa Mikilvægt er að ábyrgð ríkisins sem stefnumótandi aðila í innkaupum á upplýsingatækni sé skýr til að koma í veg fyrir dreifstýringu og ósamræmi í framkvæmd milli stofnana. Horfa þarf á hugbúnaðarlausnir sem langtímafjárfestingu en ekki tilfallandi innkaup hverju sinni. Innleiðing hugbúnaðarlausna er stór ákvörðun og þurfa ríkisaðilar að þarfagreina og gera áætlanir til lengri tíma til að skapa fyrirsjáanleika bæði í eigin rekstri sem og í rekstri þeirra sem þróa lausnir. Eftirfylgni við útboðsskyldu Ekkert stjórnvald fer með eftirlit með framfylgd laga um opinber innkaup og er því markaðnum falið eftirlit í formi kæra til kærunefndar útboðsmála. Misbrestir hafa verið hjá ríkisaðilum gagnvart útboðsskyldu við innkaup í upplýsingatækni en gera verður ráð fyrir því að slíkt skrifist á fjarveru heildstæðrar innkaupastefnu ásamt þekkingarleysi á regluverkinu. Fyrirtæki verða að geta borið traust til ríkisaðila og að útboðsskyldu sé framfylgt þegar innkaup á nýjum lausnum eða viðhald fer fram. Hér spilar fræðsla til ríkisaðila sem og viðhorf þeirra lykilhlutverk. Mikilvægi markaðskannana Góð og hagkvæm innkaup byggja á yfirsýn og þekkingu um hvað markaðurinn býður upp á hverju sinni. Innkaup ríkisins eru þar engin undantekning en gera má betur í þeim efnum með þarfagreiningu til að sporna gegn því að þurfa að auglýsa útboð með skömmum fyrirvara af illri nauðsyn. Við undirbúning útboða gefst innkaupaaðilum kostur á að auglýsa markaðskönnun og fá þannig endurgjöf frá fyrirtækjum um tillögur að nýjum útfærslum og lausnum. Hér liggja tækifæri hjá ríkisaðilum til þess að nýta enn betur þessi verkfæri. Þannig má tryggja fullnægjandi undirbúning sem leiðir til vandaðra útboðsskilmála sem taka jafnframt mið af nútímalausnum. Þá auka markaðskannanir jafnframt gagnsæi fyrirtækja um þarfir opinberra aðila og styðja við nýsköpun og þróun lausna. Mörg útboð ríkisaðila skortir skýrar og raunhæfar kröfur um öryggi, tengingar við önnur kerfi, gagnagæði og gagnaflutning. Kröfulýsingar eru oft ófullnægjandi og byggðar á ómarkvissum undirbúningi. Bættur undirbúningur og aukin notkun markaðskannana getur stuðlað að því að ríkið viti betur hvað markaðurinn hefur upp á að bjóða áður en farið er af stað með dýrar og óljósar kröfur. Umgjörð þarf að stuðla að nýsköpun Með innleiðingu Stafræns Íslands hafa jákvæðar breytingar átt sér stað er varða stafvæðingu í þjónustu hins opinbera. Í því samhengi er mikilvægt að ríkisaðilar hafi í huga að miðlæg eining, svo sem Stafrænt Ísland, þarf að vera skilgreind sem stoð og samhæfingaraðili en ekki framkvæmdaraðili. Ríkisaðilar bjóða of oft út þróun á sérsniðnum lausnum þar sem megináherslan er á að ráða forritara fremur en að kaupa lausn sem uppfyllir einhverja tiltekna þörf. Hættan er sú að slík framkvæmd, þ.e. að kaupa tímavinnu í stað hugvits, leiði til þess að ríkið ber í auknum mæli ábyrgð á þróun, viðhaldi og áframhaldandi uppfærslum lausna sem betur færi á að útvista til fyrirtækja á markaði. Mikil og hröð þróun hefur átt sér stað undanfarin ár í upplýsingatækni og bjóða íslensk fyrirtæki upp á sérfræðiþekkingu og lausnir sem eru framúrskarandi á alþjóðavísu. Mikilvægt er að ríkið skapi starfsumhverfi þar sem nýsköpun fær að vaxa og dafna. Traust samvinna milli ríkisaðila og einkageirans er lykill að því að opinber þjónusta þróist með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rekstur hins opinbera Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Innkaup ríkisins á upplýsingatækni hafa mikil áhrif á hvernig opinber þjónusta þróast og ekki síður hvernig nýsköpun vex. Ef ríkið skapar umgjörð fyrir markað sem byggir á jafnræði, meðalhófi og gagnsæi þar sem samkeppni ríkir skilar það sér margfalt til baka til almennings í formi skilvirkari og notendavænni opinberrar þjónustu. Innkaup á upplýsingatækni hafa undanfarin ár of oft einkennst af skorti á stefnu, ósamræmi í framkvæmd og skammtímaútfærslum. Nýlega gerði Ríkisendurskoðun stjórnsýsluúttekt á innkaupum ríkisaðila á upplýsingatækni. Samtök iðnaðarins fagna framtakinu en úttektin dregur fram mikilvægar áskoranir í opinberum innkaupum á þessu sviði. Helstu niðurstöður skýrslunnar benda til þess að skortur sé á samræmdri stefnu og yfirsýn yfir upplýsingatæknimál ríkisins, fjárfestingar í upplýsingatækni séu oft dreifðar og án nægilegs samráðs milli stofnana og þá séu tækifæri til hagræðingar og samnýtingar ekki fullnýtt. Niðurstöður Ríkisendurskoðunar ríma við upplifun félagsmanna Samtaka iðnaðarins á framkvæmd á innkaupum í upplýsingatækni hjá hinu opinbera. Um þessar mundir liggur frumvarp fyrir Alþingi um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins þar sem markmiðið er að tryggja samræmda, hagkvæma, örugga og vandaða skipan upplýsingatækni ríkisins ásamt því að auka skilvirkni og gagnsæi opinberrar þjónustu. Frumvarpið er afar jákvætt skref í aukinni samræmingu í málaflokknum en gefur jafnframt tilefni til að rýna í helstu áskoranir við innkaup ríkisaðila á upplýsingatækni undanfarin ár. Framtíðarsýn í stað tilfallandi innkaupa Mikilvægt er að ábyrgð ríkisins sem stefnumótandi aðila í innkaupum á upplýsingatækni sé skýr til að koma í veg fyrir dreifstýringu og ósamræmi í framkvæmd milli stofnana. Horfa þarf á hugbúnaðarlausnir sem langtímafjárfestingu en ekki tilfallandi innkaup hverju sinni. Innleiðing hugbúnaðarlausna er stór ákvörðun og þurfa ríkisaðilar að þarfagreina og gera áætlanir til lengri tíma til að skapa fyrirsjáanleika bæði í eigin rekstri sem og í rekstri þeirra sem þróa lausnir. Eftirfylgni við útboðsskyldu Ekkert stjórnvald fer með eftirlit með framfylgd laga um opinber innkaup og er því markaðnum falið eftirlit í formi kæra til kærunefndar útboðsmála. Misbrestir hafa verið hjá ríkisaðilum gagnvart útboðsskyldu við innkaup í upplýsingatækni en gera verður ráð fyrir því að slíkt skrifist á fjarveru heildstæðrar innkaupastefnu ásamt þekkingarleysi á regluverkinu. Fyrirtæki verða að geta borið traust til ríkisaðila og að útboðsskyldu sé framfylgt þegar innkaup á nýjum lausnum eða viðhald fer fram. Hér spilar fræðsla til ríkisaðila sem og viðhorf þeirra lykilhlutverk. Mikilvægi markaðskannana Góð og hagkvæm innkaup byggja á yfirsýn og þekkingu um hvað markaðurinn býður upp á hverju sinni. Innkaup ríkisins eru þar engin undantekning en gera má betur í þeim efnum með þarfagreiningu til að sporna gegn því að þurfa að auglýsa útboð með skömmum fyrirvara af illri nauðsyn. Við undirbúning útboða gefst innkaupaaðilum kostur á að auglýsa markaðskönnun og fá þannig endurgjöf frá fyrirtækjum um tillögur að nýjum útfærslum og lausnum. Hér liggja tækifæri hjá ríkisaðilum til þess að nýta enn betur þessi verkfæri. Þannig má tryggja fullnægjandi undirbúning sem leiðir til vandaðra útboðsskilmála sem taka jafnframt mið af nútímalausnum. Þá auka markaðskannanir jafnframt gagnsæi fyrirtækja um þarfir opinberra aðila og styðja við nýsköpun og þróun lausna. Mörg útboð ríkisaðila skortir skýrar og raunhæfar kröfur um öryggi, tengingar við önnur kerfi, gagnagæði og gagnaflutning. Kröfulýsingar eru oft ófullnægjandi og byggðar á ómarkvissum undirbúningi. Bættur undirbúningur og aukin notkun markaðskannana getur stuðlað að því að ríkið viti betur hvað markaðurinn hefur upp á að bjóða áður en farið er af stað með dýrar og óljósar kröfur. Umgjörð þarf að stuðla að nýsköpun Með innleiðingu Stafræns Íslands hafa jákvæðar breytingar átt sér stað er varða stafvæðingu í þjónustu hins opinbera. Í því samhengi er mikilvægt að ríkisaðilar hafi í huga að miðlæg eining, svo sem Stafrænt Ísland, þarf að vera skilgreind sem stoð og samhæfingaraðili en ekki framkvæmdaraðili. Ríkisaðilar bjóða of oft út þróun á sérsniðnum lausnum þar sem megináherslan er á að ráða forritara fremur en að kaupa lausn sem uppfyllir einhverja tiltekna þörf. Hættan er sú að slík framkvæmd, þ.e. að kaupa tímavinnu í stað hugvits, leiði til þess að ríkið ber í auknum mæli ábyrgð á þróun, viðhaldi og áframhaldandi uppfærslum lausna sem betur færi á að útvista til fyrirtækja á markaði. Mikil og hröð þróun hefur átt sér stað undanfarin ár í upplýsingatækni og bjóða íslensk fyrirtæki upp á sérfræðiþekkingu og lausnir sem eru framúrskarandi á alþjóðavísu. Mikilvægt er að ríkið skapi starfsumhverfi þar sem nýsköpun fær að vaxa og dafna. Traust samvinna milli ríkisaðila og einkageirans er lykill að því að opinber þjónusta þróist með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun