Skaut fast á umboðsmann Gyökeres: „Hótanir og kúgun virka ekki á mig“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 13:02 Viktor Gyökeres hefur fagnað miklum fjölda marka í búningi Sporting Lissabon en vill núna færa sig til. Getty/Maciej Rogowski Myndast hefur stór gjá á milli annars vegar framherjans eftirsótta Viktors Gyökeres og umboðsmanns hans, og hins vegar forráðamanna portúgalska félagsins Sporting Lissabon. Svíinn virðist ætla að reyna allt til að knýja fram sölu í sumar. Stóru miðlarnir í Portúgal, Record og A Bola, hafa fjallað um mál Gyökeres sem telur sig hafa verið svikinn af forráðamönnum Sporting. Þessi 27 ára Svíi hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting og varð markakóngur í Portúgal annað árið í röð í vetur, með heil 39 mörk, og varð Sporting tvöfaldur meistari. Gyökeres er sagður hafa talið heiðursmannasamkomulag í gildi um að hann gæti farið frá Sporting í sumar fyrir 60 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Nú hefur Frederico Varandas, forseti Sporting, tjáð sig opinberlega og sagt það hreina og klára lygi sem komin sé frá umboðsmanni Gyökeres. Sá umboðsmaður, Hasan Cetinkaya, sé ekki að hjálpa neinum með hátterni sínu. Samþykkti að krefjast ekki hundrað milljóna evra „Ferlið hófst í lok síðasta tímabils. Við urðum meistarar og áttum frábært tímabil. Í félagaskiptaglugganum kom í ljós að Viktor yrði áfram í Sporting því við fengum ekki eitt einasta tilboð í hann,“ sagði Varandas og hélt áfram: „Þegar tímabilið hófst [síðasta haust] hafði umboðsmaður hans, af ýmsum ástæðum, samband við Hugo Viana [fyrrverandi yfirmann íþróttamála hjá Sporting] nokkrum sinnum og spurði hvort við gætum bætt við bónus í samninginn ef hann skoraði ákveðinn fjölda marka. Ég gaf leyfi fyrir því innan skynsamlegra marka. Ein af stærstu áhyggjum umboðsmannsins var að vita hvort við myndum svo krefjast allra 100 milljóna evranna í uppsagnarákvæðinu á næsta ári. Viana átti í viðræðum við umboðsmanninn á nokkrum fundum þar sem umboðsmaðurinn sjálfur bað um að forsetinn yrði viðstaddur til að taka lokaákvörðun. Bónusinn fyrir ákveðinn fjölda marka virtist sanngjarna. Á þessum fundi, þar sem ég sem forseti var viðstaddur ásamt umboðsmanninum og Viana, án Viktors, reyndi umboðsmaðurinn að fá í gegn ákveðna tryggingu. Við ákváðum að Sporting myndi ekki krefjast uppsagnarákvæðisins í lok þessa tímabils, sérstaklega þar sem hann yrði þá 27 ára og enginn 27 ára leikmaður yfirgefur Portúgal fyrir 100 milljónir evra. Við vissum líka að Viktor vildi fara til félags þar sem hann gæti keppt í Meistaradeildinni og erum með heilbrigða skynsemi. Þannig að við lofuðum að krefjast ekki 100 milljóna evra,“ sagði Varandas. Ekki séns að hann fari fyrir 60 + 10 Að sögn forsetans var hins vegar aldrei samið um neina ákveðna upphæð í þessu sambandi. Umboðsmaðurinn vildi festa 60 eða 70 milljónir evra en Varandas sagði engan tilgang í því. Margt gæti breyst á einu tímabili og alveg óvíst hvaða upphæð myndi passa að því loknu. Málið hafi ekki verið frekar rætt en að ljóst sé að Gyökeres muni ekki fara frá Sporting nema fyrir upphæð sem sé við hæfi. „Hótanir, fjárkúgun og móðganir virka ekki á mig. Ég get fullvissað ykkur um að Viktor Gyökeres fer ekki fyrir 60+10 milljónir evra, því ég hef aldrei lofað því. Leikurinn sem umboðsmaðurinn er að spila gerir bara illt verra. Sporting hefur ekki fengið nein tilboð í Gyökeres hingað til. Hann er frábær leikmaður en það hafa engin tilboð borist í dag. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Sporting,“ sagði Varandas. Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Stóru miðlarnir í Portúgal, Record og A Bola, hafa fjallað um mál Gyökeres sem telur sig hafa verið svikinn af forráðamönnum Sporting. Þessi 27 ára Svíi hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting og varð markakóngur í Portúgal annað árið í röð í vetur, með heil 39 mörk, og varð Sporting tvöfaldur meistari. Gyökeres er sagður hafa talið heiðursmannasamkomulag í gildi um að hann gæti farið frá Sporting í sumar fyrir 60 milljónir evra auk 10 milljóna evra í aukagreiðslu. Nú hefur Frederico Varandas, forseti Sporting, tjáð sig opinberlega og sagt það hreina og klára lygi sem komin sé frá umboðsmanni Gyökeres. Sá umboðsmaður, Hasan Cetinkaya, sé ekki að hjálpa neinum með hátterni sínu. Samþykkti að krefjast ekki hundrað milljóna evra „Ferlið hófst í lok síðasta tímabils. Við urðum meistarar og áttum frábært tímabil. Í félagaskiptaglugganum kom í ljós að Viktor yrði áfram í Sporting því við fengum ekki eitt einasta tilboð í hann,“ sagði Varandas og hélt áfram: „Þegar tímabilið hófst [síðasta haust] hafði umboðsmaður hans, af ýmsum ástæðum, samband við Hugo Viana [fyrrverandi yfirmann íþróttamála hjá Sporting] nokkrum sinnum og spurði hvort við gætum bætt við bónus í samninginn ef hann skoraði ákveðinn fjölda marka. Ég gaf leyfi fyrir því innan skynsamlegra marka. Ein af stærstu áhyggjum umboðsmannsins var að vita hvort við myndum svo krefjast allra 100 milljóna evranna í uppsagnarákvæðinu á næsta ári. Viana átti í viðræðum við umboðsmanninn á nokkrum fundum þar sem umboðsmaðurinn sjálfur bað um að forsetinn yrði viðstaddur til að taka lokaákvörðun. Bónusinn fyrir ákveðinn fjölda marka virtist sanngjarna. Á þessum fundi, þar sem ég sem forseti var viðstaddur ásamt umboðsmanninum og Viana, án Viktors, reyndi umboðsmaðurinn að fá í gegn ákveðna tryggingu. Við ákváðum að Sporting myndi ekki krefjast uppsagnarákvæðisins í lok þessa tímabils, sérstaklega þar sem hann yrði þá 27 ára og enginn 27 ára leikmaður yfirgefur Portúgal fyrir 100 milljónir evra. Við vissum líka að Viktor vildi fara til félags þar sem hann gæti keppt í Meistaradeildinni og erum með heilbrigða skynsemi. Þannig að við lofuðum að krefjast ekki 100 milljóna evra,“ sagði Varandas. Ekki séns að hann fari fyrir 60 + 10 Að sögn forsetans var hins vegar aldrei samið um neina ákveðna upphæð í þessu sambandi. Umboðsmaðurinn vildi festa 60 eða 70 milljónir evra en Varandas sagði engan tilgang í því. Margt gæti breyst á einu tímabili og alveg óvíst hvaða upphæð myndi passa að því loknu. Málið hafi ekki verið frekar rætt en að ljóst sé að Gyökeres muni ekki fara frá Sporting nema fyrir upphæð sem sé við hæfi. „Hótanir, fjárkúgun og móðganir virka ekki á mig. Ég get fullvissað ykkur um að Viktor Gyökeres fer ekki fyrir 60+10 milljónir evra, því ég hef aldrei lofað því. Leikurinn sem umboðsmaðurinn er að spila gerir bara illt verra. Sporting hefur ekki fengið nein tilboð í Gyökeres hingað til. Hann er frábær leikmaður en það hafa engin tilboð borist í dag. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Sporting,“ sagði Varandas.
Enski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira