Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Árni Sæberg skrifar 12. júní 2025 11:38 Una hefur sagt skilið við Bessastaði. Vísir/Sigurjón Una Sighvatsdóttir, sem gegnt hefur stöðu sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands undanfarin ár, segir að það hafi verið mikill heiður og ánægja að gegna trúnaðarstörfum fyrir tvo forseta lýðveldisins. Hún hafi ákveðið að róa á ný mið vegna þess að hún hafi ekki fundið sér stað í breytingum sem hafa verið boðaðar á skrifstofunni. Mbl.is greindi frá því í gær að staða Unu hefði verið lögð niður og hún hætt störfum. Una var ráðin sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 2020 eftir að hafa haft betur í baráttu við 187 umsækjendur um starfið. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Árin áður en hún var ráðin sérfræðingur hafði hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. Ákvað að fylgja nýjum forseta úr vör Í samtali við Vísi segir Una að þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur hafi hún tekið þá ákvörðun að fylgja nýjum forseta úr vör, hver svo sem yrði kjörin, að minnsta kosti fyrsta ár kjörtímabilsins. „Það gerði ég ekki síst af hollustu við embættið, til að stuðla að farsælum umskiptum, miðla minni reynslu áfram og styðja nýjan forseta við fyrstu skrefin inn í embættið. Nú hef ég staðið við það.“ Hlakkar til næsta kafla, sem hefst eftir gott frí Una segir að breytingar séu fram undan á skrifstofu forseta, eins og fram hefur komið, þegar tveir af fimm starfsmönnum skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. „Ég fann mér ekki stað í þeim breytingum og tel því tímabært fyrir mig að róa á önnur mið. Eftir fimm ára starf hjá forsetaembættinu hlakka ég nú til að hefja nýjan kafla, með þessa einstöku reynslu í farteskinu.“ Þá segir hún að enn sem komið er sé óráðið hver hin nýju mið verða en það skýrist líklega með haustinu. Í millitíðinni ætli hún að njóta þess að taka gott frí, án þess að hafa tölvuna alltaf innan seilingar. Forseti Íslands Vistaskipti Tímamót Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Mbl.is greindi frá því í gær að staða Unu hefði verið lögð niður og hún hætt störfum. Una var ráðin sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 2020 eftir að hafa haft betur í baráttu við 187 umsækjendur um starfið. Una starfaði um árabil í blaðamennsku hér á landi. Fyrst hjá Mbl.is og síðar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Árin áður en hún var ráðin sérfræðingur hafði hún búið erlendis og starfað fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkisþjónustu í Tblisi í Georgíu. Ákvað að fylgja nýjum forseta úr vör Í samtali við Vísi segir Una að þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann hygðist ekki bjóða sig fram aftur hafi hún tekið þá ákvörðun að fylgja nýjum forseta úr vör, hver svo sem yrði kjörin, að minnsta kosti fyrsta ár kjörtímabilsins. „Það gerði ég ekki síst af hollustu við embættið, til að stuðla að farsælum umskiptum, miðla minni reynslu áfram og styðja nýjan forseta við fyrstu skrefin inn í embættið. Nú hef ég staðið við það.“ Hlakkar til næsta kafla, sem hefst eftir gott frí Una segir að breytingar séu fram undan á skrifstofu forseta, eins og fram hefur komið, þegar tveir af fimm starfsmönnum skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. „Ég fann mér ekki stað í þeim breytingum og tel því tímabært fyrir mig að róa á önnur mið. Eftir fimm ára starf hjá forsetaembættinu hlakka ég nú til að hefja nýjan kafla, með þessa einstöku reynslu í farteskinu.“ Þá segir hún að enn sem komið er sé óráðið hver hin nýju mið verða en það skýrist líklega með haustinu. Í millitíðinni ætli hún að njóta þess að taka gott frí, án þess að hafa tölvuna alltaf innan seilingar.
Forseti Íslands Vistaskipti Tímamót Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira