Krefjast tveggja milljarða króna vegna vatnsleiðslunnar Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 15:23 Vestmannaeyjarbær hefur nú stigið það skref að stefna Vinnslustöðinni til bóktagreiðslu vegna skemmdar á vatnsleiðslu sem Huginn VE-55 olli 17. nóvember 2023. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir það þung skref að stíga að stefna einum af máttarstólum samfélagsins en það sé óhjákvæmilegt, Binni í Vinnslustöðinni er ekki til viðtals um málið. Vestmannaeyjabær hefur krafist tæpra tveggja milljarða króna í bætur af hálfu Vinnslustöðvarinnar, Huginn og VÍS. Þetta er fyrir það tjón sem skip þessara félaga, Huginn VE-55, olli á vatnsleiðslu í eigu bæjarins 17. nóvember 2023. Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag. „Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt að íbúar hér í Vestmannaeyjum þurfi að bera skaðann af því í hærri gjöldum og sköttum að stórfellt gáleysi af hálfu útgerðar Hugins hafi valdið bæjarbúum milljarða tjóni. Sá á að bæta tjón sem veldur,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Mikið tjón sem Eyjamenn máttu þola Bótakrafan er 1,9 milljarðar króna og er hún ítarlega rökstudd í stefnunni. Hún byggir meðal annars á því að það teljist fullsannað að tjóninu hafi verið valdið af stórfelldu gáleysi og að á því beri ofangreind félög fulla ábyrgð gagnvart íbúum Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hefur sagt það þung skref að stefna einum helsta máttarstólpa samfélagsins vegna málsins en hjá því verði einfaldlega ekki komist. Sameiginleg bókun allrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja um þetta í efni í fyrrasumar var svohljóðandi: „Bæjarstjórn styður niðurstöðu bæjarráðs að höfða dómsmál til að heimta fullar bætur fyrir það tjón sem útgerð Vinnslustöðvarinnar olli á vatnslögninni milli lands og Eyja. Fyrir liggur að tjónið nemur a.m.k. 1.500 milljónum króna en útgerðin og tryggingafélag hennar freista þess nú að takmarka bæturnar við um 360 milljónir króna, skv. heimildarákvæði í siglingalögum.“ Vinnslustöðin hafnar öllum viðræðum Þá segir að þrátt fyrir umrætt heimildarákvæði sé ekkert sem bannar Vinnslustöðinni að bæta að fullu það tjón sem fyrirtækið hefur valdið bæjarbúum. Það væri viðskiptaleg ákvörðun sem félaginu er fyllilega heimilt að taka. „Tjónið er gríðarlegt og nemur a.m.k. 300 þúsund krónum á hvern bæjarbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum með hækkun skatta og gjalda á meðan tjónvaldurinn sjálfur, Vinnslustöðin, sé eini málsaðilinn sem komi skaðlaus frá því tjóni sem hún olli.“ „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson eða Binni í Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin hefur alfarið hafnað óskum Vestmannaeyjabæ um viðræður vegna málsins og því telja bæjaryfirvöld óhjákvæmilegt annað en stefna henni. „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum,“ sagði Binni meðal annars. Dómsmál Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt að íbúar hér í Vestmannaeyjum þurfi að bera skaðann af því í hærri gjöldum og sköttum að stórfellt gáleysi af hálfu útgerðar Hugins hafi valdið bæjarbúum milljarða tjóni. Sá á að bæta tjón sem veldur,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Mikið tjón sem Eyjamenn máttu þola Bótakrafan er 1,9 milljarðar króna og er hún ítarlega rökstudd í stefnunni. Hún byggir meðal annars á því að það teljist fullsannað að tjóninu hafi verið valdið af stórfelldu gáleysi og að á því beri ofangreind félög fulla ábyrgð gagnvart íbúum Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hefur sagt það þung skref að stefna einum helsta máttarstólpa samfélagsins vegna málsins en hjá því verði einfaldlega ekki komist. Sameiginleg bókun allrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja um þetta í efni í fyrrasumar var svohljóðandi: „Bæjarstjórn styður niðurstöðu bæjarráðs að höfða dómsmál til að heimta fullar bætur fyrir það tjón sem útgerð Vinnslustöðvarinnar olli á vatnslögninni milli lands og Eyja. Fyrir liggur að tjónið nemur a.m.k. 1.500 milljónum króna en útgerðin og tryggingafélag hennar freista þess nú að takmarka bæturnar við um 360 milljónir króna, skv. heimildarákvæði í siglingalögum.“ Vinnslustöðin hafnar öllum viðræðum Þá segir að þrátt fyrir umrætt heimildarákvæði sé ekkert sem bannar Vinnslustöðinni að bæta að fullu það tjón sem fyrirtækið hefur valdið bæjarbúum. Það væri viðskiptaleg ákvörðun sem félaginu er fyllilega heimilt að taka. „Tjónið er gríðarlegt og nemur a.m.k. 300 þúsund krónum á hvern bæjarbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum með hækkun skatta og gjalda á meðan tjónvaldurinn sjálfur, Vinnslustöðin, sé eini málsaðilinn sem komi skaðlaus frá því tjóni sem hún olli.“ „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson eða Binni í Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin hefur alfarið hafnað óskum Vestmannaeyjabæ um viðræður vegna málsins og því telja bæjaryfirvöld óhjákvæmilegt annað en stefna henni. „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum,“ sagði Binni meðal annars.
Dómsmál Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira