Krefjast tveggja milljarða króna vegna vatnsleiðslunnar Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2025 15:23 Vestmannaeyjarbær hefur nú stigið það skref að stefna Vinnslustöðinni til bóktagreiðslu vegna skemmdar á vatnsleiðslu sem Huginn VE-55 olli 17. nóvember 2023. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir það þung skref að stíga að stefna einum af máttarstólum samfélagsins en það sé óhjákvæmilegt, Binni í Vinnslustöðinni er ekki til viðtals um málið. Vestmannaeyjabær hefur krafist tæpra tveggja milljarða króna í bætur af hálfu Vinnslustöðvarinnar, Huginn og VÍS. Þetta er fyrir það tjón sem skip þessara félaga, Huginn VE-55, olli á vatnsleiðslu í eigu bæjarins 17. nóvember 2023. Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag. „Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt að íbúar hér í Vestmannaeyjum þurfi að bera skaðann af því í hærri gjöldum og sköttum að stórfellt gáleysi af hálfu útgerðar Hugins hafi valdið bæjarbúum milljarða tjóni. Sá á að bæta tjón sem veldur,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Mikið tjón sem Eyjamenn máttu þola Bótakrafan er 1,9 milljarðar króna og er hún ítarlega rökstudd í stefnunni. Hún byggir meðal annars á því að það teljist fullsannað að tjóninu hafi verið valdið af stórfelldu gáleysi og að á því beri ofangreind félög fulla ábyrgð gagnvart íbúum Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hefur sagt það þung skref að stefna einum helsta máttarstólpa samfélagsins vegna málsins en hjá því verði einfaldlega ekki komist. Sameiginleg bókun allrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja um þetta í efni í fyrrasumar var svohljóðandi: „Bæjarstjórn styður niðurstöðu bæjarráðs að höfða dómsmál til að heimta fullar bætur fyrir það tjón sem útgerð Vinnslustöðvarinnar olli á vatnslögninni milli lands og Eyja. Fyrir liggur að tjónið nemur a.m.k. 1.500 milljónum króna en útgerðin og tryggingafélag hennar freista þess nú að takmarka bæturnar við um 360 milljónir króna, skv. heimildarákvæði í siglingalögum.“ Vinnslustöðin hafnar öllum viðræðum Þá segir að þrátt fyrir umrætt heimildarákvæði sé ekkert sem bannar Vinnslustöðinni að bæta að fullu það tjón sem fyrirtækið hefur valdið bæjarbúum. Það væri viðskiptaleg ákvörðun sem félaginu er fyllilega heimilt að taka. „Tjónið er gríðarlegt og nemur a.m.k. 300 þúsund krónum á hvern bæjarbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum með hækkun skatta og gjalda á meðan tjónvaldurinn sjálfur, Vinnslustöðin, sé eini málsaðilinn sem komi skaðlaus frá því tjóni sem hún olli.“ „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson eða Binni í Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin hefur alfarið hafnað óskum Vestmannaeyjabæ um viðræður vegna málsins og því telja bæjaryfirvöld óhjákvæmilegt annað en stefna henni. „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum,“ sagði Binni meðal annars. Dómsmál Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
„Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt að íbúar hér í Vestmannaeyjum þurfi að bera skaðann af því í hærri gjöldum og sköttum að stórfellt gáleysi af hálfu útgerðar Hugins hafi valdið bæjarbúum milljarða tjóni. Sá á að bæta tjón sem veldur,“ segir Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Mikið tjón sem Eyjamenn máttu þola Bótakrafan er 1,9 milljarðar króna og er hún ítarlega rökstudd í stefnunni. Hún byggir meðal annars á því að það teljist fullsannað að tjóninu hafi verið valdið af stórfelldu gáleysi og að á því beri ofangreind félög fulla ábyrgð gagnvart íbúum Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hefur sagt það þung skref að stefna einum helsta máttarstólpa samfélagsins vegna málsins en hjá því verði einfaldlega ekki komist. Sameiginleg bókun allrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja um þetta í efni í fyrrasumar var svohljóðandi: „Bæjarstjórn styður niðurstöðu bæjarráðs að höfða dómsmál til að heimta fullar bætur fyrir það tjón sem útgerð Vinnslustöðvarinnar olli á vatnslögninni milli lands og Eyja. Fyrir liggur að tjónið nemur a.m.k. 1.500 milljónum króna en útgerðin og tryggingafélag hennar freista þess nú að takmarka bæturnar við um 360 milljónir króna, skv. heimildarákvæði í siglingalögum.“ Vinnslustöðin hafnar öllum viðræðum Þá segir að þrátt fyrir umrætt heimildarákvæði sé ekkert sem bannar Vinnslustöðinni að bæta að fullu það tjón sem fyrirtækið hefur valdið bæjarbúum. Það væri viðskiptaleg ákvörðun sem félaginu er fyllilega heimilt að taka. „Tjónið er gríðarlegt og nemur a.m.k. 300 þúsund krónum á hvern bæjarbúa. Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum með hækkun skatta og gjalda á meðan tjónvaldurinn sjálfur, Vinnslustöðin, sé eini málsaðilinn sem komi skaðlaus frá því tjóni sem hún olli.“ „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson eða Binni í Vinnslustöðinni. Vinnslustöðin hefur alfarið hafnað óskum Vestmannaeyjabæ um viðræður vegna málsins og því telja bæjaryfirvöld óhjákvæmilegt annað en stefna henni. „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum,“ sagði Binni meðal annars.
Dómsmál Vestmannaeyjar Sjávarútvegur Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira