Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ Aron Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 10:00 Patrick Pedersen er lykilmaður hjá Val og leikur í kvöld sinn 200. leik í efstu deild hér á landi. Hann nálgast markamet Tryggva Guðmundssonar. vísir/Anton Valsarinn Patrick Pedersen mun í kvöld komast í tvö hundruð leikja klúbbinn í efstu deild þegar Valur heimsækir Stjörnuna í Bestu deildinni. Stór áfangi sem skiptir Danann miklu máli. Upphaflega ætlaði hann sér að stoppa stutt við á Íslandi en hefur nú hrifist af landi og þjóð. „Þetta skiptir mig miklu máli, er stór áfangi að ná. Eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég bjóst klárlega ekki við því að spila tvö hundruð leiki hér. En hérna erum við þó. Tvö hundruð leikjum síðar.“ Patrick viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð það fyrir sér að ná þessum áfanga á Íslandi eftir að hafa komið fyrst til Vals á láni frá Danmörku árið 2013. „Planið hjá mér þá var að spila þessa tíu leiki sem eftir stæðu á tímabilinu og snúa svo aftur til Danmerkur sanna mig þar. Valur lagði hins vegar mikið í að ná mér eftir það tímabil, mér leið mjög vel hér og ákvað því að snúa aftur.“ Og þrátt fyrir að hafa samið við önnur lið erlendis inn á milli þá hefurðu alltaf endað aftur hér hjá Val. Það segir manni að landið og félagið á sérstakan stað í hjarta þínu. „Já ekki spurning. Ég kann mjög vel við mig hér. Það var auðvelt fyrir mig að aðlagast lífinu hér. Okkur fjölskyldunni líður eins og heima hjá okkur enda er hér margt eins og í Danmörku. Ég kann mjög vel við félagið og allt í kringum það.“ Haukur Páll Sigurðsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, spilaði með Patrick á sínum tíma og ber honum afar góða sögu. „Þetta er einn af þeim betri leikmönnum sem ég hef spilað með. Hann er bara magnaður,“ segir Haukur Páll. „Patrick hefur verið frábær síðan að hann kom til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Algjör happafengur fyrir Val. Ég man bara alltaf eftir fyrstu æfingunni hjá honum með okkur árið 2013. Við fórum þar í skotæfingu og maður sá að maður hefði ekki æft með svona framherja áður. Það var nánast allt inni hjá honum á þessum æfingum. Við vorum ótrúlega fegnir því að hann skyldi koma í Val og ég alltaf feginn að hann hafi komið aftur þegar að hann hefur farið út. Ótrúlega góður strákur og liðsfélagi, yndislegur gaur.“ Tvö hundruðasta leik Patrick Pedersen í efstu deild hér á landi má sjá í beinni útsendingu á Sýn Sport þegar að Stjarnan tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla klukkan korter yfir sjö. Besta deild karla Valur Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
„Þetta skiptir mig miklu máli, er stór áfangi að ná. Eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég bjóst klárlega ekki við því að spila tvö hundruð leiki hér. En hérna erum við þó. Tvö hundruð leikjum síðar.“ Patrick viðurkennir fúslega að hann hafi ekki séð það fyrir sér að ná þessum áfanga á Íslandi eftir að hafa komið fyrst til Vals á láni frá Danmörku árið 2013. „Planið hjá mér þá var að spila þessa tíu leiki sem eftir stæðu á tímabilinu og snúa svo aftur til Danmerkur sanna mig þar. Valur lagði hins vegar mikið í að ná mér eftir það tímabil, mér leið mjög vel hér og ákvað því að snúa aftur.“ Og þrátt fyrir að hafa samið við önnur lið erlendis inn á milli þá hefurðu alltaf endað aftur hér hjá Val. Það segir manni að landið og félagið á sérstakan stað í hjarta þínu. „Já ekki spurning. Ég kann mjög vel við mig hér. Það var auðvelt fyrir mig að aðlagast lífinu hér. Okkur fjölskyldunni líður eins og heima hjá okkur enda er hér margt eins og í Danmörku. Ég kann mjög vel við félagið og allt í kringum það.“ Haukur Páll Sigurðsson, núverandi aðstoðarþjálfari Vals, spilaði með Patrick á sínum tíma og ber honum afar góða sögu. „Þetta er einn af þeim betri leikmönnum sem ég hef spilað með. Hann er bara magnaður,“ segir Haukur Páll. „Patrick hefur verið frábær síðan að hann kom til Íslands fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Algjör happafengur fyrir Val. Ég man bara alltaf eftir fyrstu æfingunni hjá honum með okkur árið 2013. Við fórum þar í skotæfingu og maður sá að maður hefði ekki æft með svona framherja áður. Það var nánast allt inni hjá honum á þessum æfingum. Við vorum ótrúlega fegnir því að hann skyldi koma í Val og ég alltaf feginn að hann hafi komið aftur þegar að hann hefur farið út. Ótrúlega góður strákur og liðsfélagi, yndislegur gaur.“ Tvö hundruðasta leik Patrick Pedersen í efstu deild hér á landi má sjá í beinni útsendingu á Sýn Sport þegar að Stjarnan tekur á móti Val í 11.umferð Bestu deildar karla klukkan korter yfir sjö.
Besta deild karla Valur Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki