Hrósaði meirihlutanum og sendi þeim gamla pillu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 11:33 Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins þótti fulltrúar gömlu ríkisstjórnarinnar heldur fámennir í nótt. Vísir/Vilhelm Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins hrósaði þingmönnum meirihlutans í gær fyrir þolinmæði sína í umræðum um innleiðingu bókunar 35 sem stóð fram yfir klukkan tvö um nótt. Hún sendi í leiðinni fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar væna pillu. Eins og fram hefur komið ræddu þingmenn stjórnarandstöðunnar bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Umræðan hófst um hálfþrjúleytið og stóð til þangað til að klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Sjá einnig: Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni alveg frá byrjun og ræddu málið langt fram á nótt. Það voru þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig virkan þátt í umræðunum en svo virðist sem að Nanna Margrét hafi orðið vör við að það fækkaði í hópi Sjálfstæðismanna eftir því sem kvöldið leið. „Eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna“ Hún byrjaði ræðu sína á því að biðja forseta afsökunar á því að hafa verið ósanngjörn í garð meirihlutans. Fulltrúar hans hafi verið viðstaddir umræðuna og tekið þátt í henni og hún sagði það mikið betra að ræða bókun 35 vel og lengi í stað þess að keyra í gegn önnur mál sem hún segir enga samstöðu ríkja um. „Af því að það fær svona góða umfjöllun trúi ég því að þrátt fyrir að, eins og háttvirtur þingmaður María Rut Kristinsdóttir sagði áðan, maður telji að maður viti hvernig endirinn fer, eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna, þá stundum kemur endirinn á óvart,“ sagði Nanna Margrét. Sjálfstæðismenn farnir í felur Hún sagði að leyfa ætti nýjum þingmönnum að kynna sér málið betur og fresta þinglegri umfjöllun um það fram á haust eða fram að atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. „Svo mál líka hrósa meirihlutanum fyrir að vera hér. Því að flokkarnir sem voru í gömlu ríkisstjórninni eru bara farnir, held ég. Þeir eru bara farnir í felur. Þeir virðast einhvern veginn búnir með þessa umræðu en núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki að fara í felur hér í kvöld. Það eru allavega fulltrúar frá henni í salnum,“ sagði Nanna. Bókun 35 Alþingi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Eins og fram hefur komið ræddu þingmenn stjórnarandstöðunnar bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Umræðan hófst um hálfþrjúleytið og stóð til þangað til að klukkan var sjö mínútur gengin í þrjú eftir miðnætti. Sjá einnig: Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring Þingmenn Miðflokksins voru áberandi í umræðunni alveg frá byrjun og ræddu málið langt fram á nótt. Það voru þau Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Karl Gauti Hjaltason, Snorri Másson, Þorgrímur Sigmundsson, Ingibjörg Davíðsdóttir, Sigríður Á. Andersen og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig virkan þátt í umræðunum en svo virðist sem að Nanna Margrét hafi orðið vör við að það fækkaði í hópi Sjálfstæðismanna eftir því sem kvöldið leið. „Eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna“ Hún byrjaði ræðu sína á því að biðja forseta afsökunar á því að hafa verið ósanngjörn í garð meirihlutans. Fulltrúar hans hafi verið viðstaddir umræðuna og tekið þátt í henni og hún sagði það mikið betra að ræða bókun 35 vel og lengi í stað þess að keyra í gegn önnur mál sem hún segir enga samstöðu ríkja um. „Af því að það fær svona góða umfjöllun trúi ég því að þrátt fyrir að, eins og háttvirtur þingmaður María Rut Kristinsdóttir sagði áðan, maður telji að maður viti hvernig endirinn fer, eins og þegar maður er að horfa á Ástareyjuna, þá stundum kemur endirinn á óvart,“ sagði Nanna Margrét. Sjálfstæðismenn farnir í felur Hún sagði að leyfa ætti nýjum þingmönnum að kynna sér málið betur og fresta þinglegri umfjöllun um það fram á haust eða fram að atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu. „Svo mál líka hrósa meirihlutanum fyrir að vera hér. Því að flokkarnir sem voru í gömlu ríkisstjórninni eru bara farnir, held ég. Þeir eru bara farnir í felur. Þeir virðast einhvern veginn búnir með þessa umræðu en núverandi ríkisstjórn er greinilega ekki að fara í felur hér í kvöld. Það eru allavega fulltrúar frá henni í salnum,“ sagði Nanna.
Bókun 35 Alþingi Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira