Frönsk kona grunuð um að bana dóttur sinni og eiginmanni Tómas Arnar Þorláksson og Agnar Már Másson skrifa 14. júní 2025 16:43 Úr bílakjallara Edition í dag. Vísir/Viktor Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Tveir erlendir ferðamenn fundust látnir á lúxushótelinu Edition í miðborg Reykjavíkur í morgun. Umgangsmikil lögregluaðgerð stóð þar yfir í dag. Einn ferðamaður til viðbótar var á vettvangi þegar lögreglu bar að og var hann með alvarlega áverka og fluttur undir læknishendur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða konu á sextugsaldri sem er grunuð um að hafa banað dóttur sinni og eiginmanni með eggvopni. Var með alvarlega stunguáverka Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn sagðist ekki geta staðfest að málsaðilar tengdust fjölskylduböndum þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Hann segir í samtali við fréttastofu að lögregla ætli að fara fram á gæsluvarðhald yfir ferðamanninum, sem hafi verið með alvarlega stunguáverka þegar viðbragðsaðila bar að garði. Ævar segir að hinir látnu og hinn grunaði séu allir ferðamenn með franskt ríkisfang á aldursbilinu 20-60 ára. Óljóst sé hvers eðlis ferð þeirra til Íslands hafi verið en þeir hafi verið hér saman í ferð. Hann vildi ekki tjá sig um áverka á þeim látnu. Ævar telur að atvikið hafi gerst inni á hótelherbergi en í dag var fjórðu hæð hótelsins lokað meðan lögregluaðgerðin stóð yfir. Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 7.14. Sérsveitarmenn, fjórir sjúkraflutningabílar og dælubíll voru kallaðir út. Þegar fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Edition vísuðu þeir á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Frakkland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Tveir erlendir ferðamenn fundust látnir á lúxushótelinu Edition í miðborg Reykjavíkur í morgun. Umgangsmikil lögregluaðgerð stóð þar yfir í dag. Einn ferðamaður til viðbótar var á vettvangi þegar lögreglu bar að og var hann með alvarlega áverka og fluttur undir læknishendur. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða konu á sextugsaldri sem er grunuð um að hafa banað dóttur sinni og eiginmanni með eggvopni. Var með alvarlega stunguáverka Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn sagðist ekki geta staðfest að málsaðilar tengdust fjölskylduböndum þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Hann segir í samtali við fréttastofu að lögregla ætli að fara fram á gæsluvarðhald yfir ferðamanninum, sem hafi verið með alvarlega stunguáverka þegar viðbragðsaðila bar að garði. Ævar segir að hinir látnu og hinn grunaði séu allir ferðamenn með franskt ríkisfang á aldursbilinu 20-60 ára. Óljóst sé hvers eðlis ferð þeirra til Íslands hafi verið en þeir hafi verið hér saman í ferð. Hann vildi ekki tjá sig um áverka á þeim látnu. Ævar telur að atvikið hafi gerst inni á hótelherbergi en í dag var fjórðu hæð hótelsins lokað meðan lögregluaðgerðin stóð yfir. Tilkynning um málið barst lögreglu kl. 7.14. Sérsveitarmenn, fjórir sjúkraflutningabílar og dælubíll voru kallaðir út. Þegar fréttastofa leitaði viðbragða frá forsvarsmönnum Edition vísuðu þeir á lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp á Reykjavík Edition Lögreglumál Reykjavík Frakkland Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira