Þingmenn stjórnarandstöðu foxillir yfir því að funda á sunnudegi Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 15:36 Sjálfstæðismenn og miðflokksmenn hafa í dag hjólað í meirihlutann fyrir að boða þingmenn á fund á sunnudegi til að ræða áfram bókun 35. Þingfundir á sunnudögum eru afar sjaldgæfir. Visir/Anton Brink Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf. Í gær stóðu umræður um bókun 35 yfir til klukkan 2.05 í nótt en þrjá daga í röð hafa þeir rætt bókunina þar til klukkan er að ganga í þrjú um nótt. Og enn karpa þingmenn. Þingfundur hófst kl. 13 í morgun þar sem bókun 35 er aftur á dagskrá en þingmenn hafa enn ekki komið sér að efninu þar sem þeir hafa nú rætt fundarstjórn forseta í rúma klukkustund. Gert var hlé á funndinum á fundinum rétt fyrir kl. 15 og hefst hann aftur kl. 16.15 að óbreyttu. Það hefur örsjaldan gerst að þing sé kallað saman á sunnudegi. Frá aldamótum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum. „Hér hefur verið tekin sú fordæmalausa ákvörðun um að boða til þingfundar á sunnudegi án þess að nokkur brýn utanaðkomandi nauðsyn kalli á það og það án þess að það sé rætt einu orði við þingflokksformenn. Þingsköp, hefðir og fordæmi þingskapa skipta máli í lýðræðisríki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem þaut fyrst upp í pontu undir umræðu um fundarstjórn forseta. Jón Gunnarsson sjálfstæðismaður sagði stjórnarmeirihlutann sýna valdboð sem væri áður óþekkt í þingsögunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði að fundurinn hafi verið boðaður „í skjóli nætur“. Karl Gauti Hjaltason miðflokksmaður benti á að sunndagsfundir hefðu ekki tíðkast nema þjóðarvá væri undir. „Eru siðaskiptin hin nýrri komin hér í þingsal.“ Heimabakaður vandi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gerði grín að minnihlutanum. „Við þurfum bara að fara að breyta vinnulöggjöfinni, banna vinnu á sunnudögum, ef þingmenn eru alveg að missa sig yfir því að þurfa að mæta hérna einn sunnudag á lýðveldistímanum,“ sagði Ásthildur í ræðu. Dabjört Hákonardóttir jafnaðarmaður sagði að þingheimur ætti það algerlega undir átta þingmönnum Miðflokksins að binda endi á umræðuna um bókun 35. „Þegar þeirri umræðu er lokið þá getum við öll haldið hér heim.“ Hún sakaði minnihlutann um að spila tafarleiki. „Ég bið háttvirtan þingheim um að láta ekki eins og þetta sé ekki heimatilbúinn vandi sem er í boði stjórnarandstöðunnar,“ sagði Dagbjört. Dagbjört Hákonar þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir sjálfstæðismaður vildi reyndar ekki vera sökuð um málþóf og lýsti óánægju sinni yfir því að Sigmar Guðmundsson viðreisnarmaður, „heiðurspírati Viðreisnar“, hefði sakað minnihlutann um málþóf. „Sjálfur málþófs kóngurinn sjálfur,“ kallaði hún Sigmar. Alþingi Bókun 35 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Í gær stóðu umræður um bókun 35 yfir til klukkan 2.05 í nótt en þrjá daga í röð hafa þeir rætt bókunina þar til klukkan er að ganga í þrjú um nótt. Og enn karpa þingmenn. Þingfundur hófst kl. 13 í morgun þar sem bókun 35 er aftur á dagskrá en þingmenn hafa enn ekki komið sér að efninu þar sem þeir hafa nú rætt fundarstjórn forseta í rúma klukkustund. Gert var hlé á funndinum á fundinum rétt fyrir kl. 15 og hefst hann aftur kl. 16.15 að óbreyttu. Það hefur örsjaldan gerst að þing sé kallað saman á sunnudegi. Frá aldamótum hefur það aðeins gerst fjórum sinnum. „Hér hefur verið tekin sú fordæmalausa ákvörðun um að boða til þingfundar á sunnudegi án þess að nokkur brýn utanaðkomandi nauðsyn kalli á það og það án þess að það sé rætt einu orði við þingflokksformenn. Þingsköp, hefðir og fordæmi þingskapa skipta máli í lýðræðisríki,“ sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem þaut fyrst upp í pontu undir umræðu um fundarstjórn forseta. Jón Gunnarsson sjálfstæðismaður sagði stjórnarmeirihlutann sýna valdboð sem væri áður óþekkt í þingsögunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagði að fundurinn hafi verið boðaður „í skjóli nætur“. Karl Gauti Hjaltason miðflokksmaður benti á að sunndagsfundir hefðu ekki tíðkast nema þjóðarvá væri undir. „Eru siðaskiptin hin nýrri komin hér í þingsal.“ Heimabakaður vandi Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gerði grín að minnihlutanum. „Við þurfum bara að fara að breyta vinnulöggjöfinni, banna vinnu á sunnudögum, ef þingmenn eru alveg að missa sig yfir því að þurfa að mæta hérna einn sunnudag á lýðveldistímanum,“ sagði Ásthildur í ræðu. Dabjört Hákonardóttir jafnaðarmaður sagði að þingheimur ætti það algerlega undir átta þingmönnum Miðflokksins að binda endi á umræðuna um bókun 35. „Þegar þeirri umræðu er lokið þá getum við öll haldið hér heim.“ Hún sakaði minnihlutann um að spila tafarleiki. „Ég bið háttvirtan þingheim um að láta ekki eins og þetta sé ekki heimatilbúinn vandi sem er í boði stjórnarandstöðunnar,“ sagði Dagbjört. Dagbjört Hákonar þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir sjálfstæðismaður vildi reyndar ekki vera sökuð um málþóf og lýsti óánægju sinni yfir því að Sigmar Guðmundsson viðreisnarmaður, „heiðurspírati Viðreisnar“, hefði sakað minnihlutann um málþóf. „Sjálfur málþófs kóngurinn sjálfur,“ kallaði hún Sigmar.
Alþingi Bókun 35 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira