„Þó við lentum undir missti enginn móðinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júní 2025 21:50 Magnús Már í djúpum pælingum. vísir / diego „Vinnusemi fyrst og fremst, og liðsheild“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafa skapað 4-1 sigurinn gegn ÍA í elleftu umferð Bestu deildar karla. Hann var ánægður með sína menn sem misstu aldrei móðinn og gaf lítið fyrir mikilvægi þess að hafa endurheimt heimavallarvígið. „Það voru allir að leggja sig 120 prósent fram í verkefnið. Reyndi á, á köflum, Skagamenn voru öflugir og lömdu á okkur. Lentum undir en sýndum karakter með því að jafna og komast síðan yfir. Ótrúlega ánægður með vinnuframlagið hjá öllum“ sagði Magnús og vísaði til allra innan vallar sem utan. Spurður nánar út í sköpun sigursins, taktík liðsins og svo framvegis, talaði Magnús um fjölbreytni en hann hefði viljað nýta fyrirgjafirnar í fyrri hálfleik betur. „Þessi mörk eru fjölbreytt og góð mörk. Fyrsta markið setjum við þá undir pressu og í seinni hálfleik komumst við hratt upp völlinn og í góðar stöður þannig… Við gerum það vel og mér fannst við verjast líka vel í leiknum… Svo fengum við fjölda fyrirgjafa í fyrri hálfleik sem maður hefði viljað sjá okkur aðeins grimmari á, þá hefðum við jafnvel náð að vera yfir í hálfleik“ sagði Magnús. Afturelding endurheimti heimavallarvígið í kvöld eftir vont tap gegn Val í síðasta heimaleik og hefur nú unnið farið taplaust í gegnum fimm af sex heimaleikjum, fjórir þeirra unnust. „Þetta er nú einhver samkvæmisleikur hjá ykkur með þennan heimavöll, hann er bara góður og okkur líður vel hérna að sjálfsögðu, en ég horfi mest í frammistöðuna. Við spiluðum fínt í síðasta heimaleik og stundum dugir það ekki en ég hef verið ánægður með spilamennskuna í öllum heimaleikjum. Það var kalt og leiðinlegur leikur [0-2 gegn Val] sem við viljum gleyma sem fyrst, en allir hinir hafa verið góðir frammistöðulega séð. Eftirminnilegir þessir sigurleikir hérna og þetta var bara einn í viðbót, sem er geggjað. Mikil trú hjá strákunum á verkefnið og það skein í gegn frá fyrstu mínútu, þó við lentum undir missti enginn móðinn eða trúna“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
„Það voru allir að leggja sig 120 prósent fram í verkefnið. Reyndi á, á köflum, Skagamenn voru öflugir og lömdu á okkur. Lentum undir en sýndum karakter með því að jafna og komast síðan yfir. Ótrúlega ánægður með vinnuframlagið hjá öllum“ sagði Magnús og vísaði til allra innan vallar sem utan. Spurður nánar út í sköpun sigursins, taktík liðsins og svo framvegis, talaði Magnús um fjölbreytni en hann hefði viljað nýta fyrirgjafirnar í fyrri hálfleik betur. „Þessi mörk eru fjölbreytt og góð mörk. Fyrsta markið setjum við þá undir pressu og í seinni hálfleik komumst við hratt upp völlinn og í góðar stöður þannig… Við gerum það vel og mér fannst við verjast líka vel í leiknum… Svo fengum við fjölda fyrirgjafa í fyrri hálfleik sem maður hefði viljað sjá okkur aðeins grimmari á, þá hefðum við jafnvel náð að vera yfir í hálfleik“ sagði Magnús. Afturelding endurheimti heimavallarvígið í kvöld eftir vont tap gegn Val í síðasta heimaleik og hefur nú unnið farið taplaust í gegnum fimm af sex heimaleikjum, fjórir þeirra unnust. „Þetta er nú einhver samkvæmisleikur hjá ykkur með þennan heimavöll, hann er bara góður og okkur líður vel hérna að sjálfsögðu, en ég horfi mest í frammistöðuna. Við spiluðum fínt í síðasta heimaleik og stundum dugir það ekki en ég hef verið ánægður með spilamennskuna í öllum heimaleikjum. Það var kalt og leiðinlegur leikur [0-2 gegn Val] sem við viljum gleyma sem fyrst, en allir hinir hafa verið góðir frammistöðulega séð. Eftirminnilegir þessir sigurleikir hérna og þetta var bara einn í viðbót, sem er geggjað. Mikil trú hjá strákunum á verkefnið og það skein í gegn frá fyrstu mínútu, þó við lentum undir missti enginn móðinn eða trúna“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira