Lífið í bænum - fyrir suma Sigurður Kári Harðarson skrifar 16. júní 2025 08:31 Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs. Fótboltinn er í Garðabæ, sundið í Hafnarfirði og skautarnir í Reykjavík. Hún er algjör dugnaðarforkur. Hvort sem það er að taka strætó, fara á æfingar eða mót, hún leggur sig alltaf 100% fram og hennar mottó er „æfingin skapar meistarann.” Við fjölskyldan búum í Kópavogi en henni gefst ekki kostur á að iðka sínar íþróttir í hennar heimabæ. Þið getið ímyndað ykkur hvað það fer mikill tími í ferðalög til og frá æfingum. Hvernig stendur á að Kópavogsbær, annað stærsta sveitarfélag landsins býður ekki upp á fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf fyrir fötluð börn og ungmenni. Hvernig stendur á því að íþróttastarf í bænum sé fyrir suma en ekki alla? Mér finnst umhugsunarvert að þessar risa íþróttahallir sem eru í Kópavogi, Fífan og Kórinn, séu ekki nýttar undir íþróttaiðkun fyrir einstaklinga með fötlun. Mannréttindi fyrir suma, ekki alla Fyrir stuttu, á afmæli Kópavogsbæjar var bæjarstjóri spurð hvað henni fyndist best við Kópavog. Hún svaraði að það væri íbúarnir, fólkið í bænum. Ég er alveg sammála þar sem ég hef búið í Kópavogi allt mitt líf og eignast frábæra vini, verið með frábæra kennara og stundað allar mínar íþrótti þar. Þess vegna skýtur skökku við að bæjarstjóri hóti málssókn til að koma í veg fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og noti það sem fyrsta úrræði án þess að reyna koma til móts við fatlað fólk og aðstandendur þeirra í Kópavogi. Ef það eru íbúarnir sem gera bæinn að góðum stað – hvers vegna eru þeir þá ekki hafðir í fyrirrúmi þegar kemur að stórum réttlætismálum. Þegar íbúar þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, en bæjaryfirvöld bregðast með undanbrögðum í stað þess að bregðast við af alvöru, kemur skýrt í ljós hversu lítill áhugi er fyrir raunverulegum aðgerðum. Þversögnin felst ekki aðeins í orðunum sjálfum, heldur líka í því hver fá þjónustu og hver eru skilin út undan. Skýr skilaboð bæjarstjóra til jaðarsettra hópa. Þegar bæjarstjóri eða sveitarstjórn svarar kalli um aukin mannréttindi – ekki með viðræðum, hlustun eða umbótum – heldur með hótun um málsókn gegn ríkinu vegna tæknilegra atriða- sendir það mjög skýr skilaboð til viðkomandi hóps: þau sem standa höllum fæti, og hafa lengi beðið eftir fullum mannréttindum, eru ekki forgangsatriði. Þau eru í raun vandamál, kostnaður sem þarf að komast hjá. Þetta grefur undan trausti – ekki bara fatlaðs fólks, heldur allra sem trúa að stjórnmálamenn eigi að standa með réttindum, jafnrétti og mannlegri reisn. Hvort sem að þessi fyrirhuguðu málaferli verða að raunveruleika eða ekki, er ljóst að aðgengi fatlaðra að íþróttaiðkun hjá Kópavogsbæ er með minnsta móti og þörf er á róttækum breytingum í þessum málaflokki. Höfundur á einstaka systur og er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Íþróttir barna Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Systir mín er helsta fyrirmynd mín í lífinu. Hún glímir við fleiri áskoranir en mörg okkar, m.a. þroskahömlun, málhömlun og einhverfu, en heldur samt ótrauð áfram að gera það sem henni finnst skemmtilegt. Hún æfir þrjár íþróttir í þremur bæjarfélögum, utan Kópavogs. Fótboltinn er í Garðabæ, sundið í Hafnarfirði og skautarnir í Reykjavík. Hún er algjör dugnaðarforkur. Hvort sem það er að taka strætó, fara á æfingar eða mót, hún leggur sig alltaf 100% fram og hennar mottó er „æfingin skapar meistarann.” Við fjölskyldan búum í Kópavogi en henni gefst ekki kostur á að iðka sínar íþróttir í hennar heimabæ. Þið getið ímyndað ykkur hvað það fer mikill tími í ferðalög til og frá æfingum. Hvernig stendur á að Kópavogsbær, annað stærsta sveitarfélag landsins býður ekki upp á fjölbreytt tómstunda- og íþróttastarf fyrir fötluð börn og ungmenni. Hvernig stendur á því að íþróttastarf í bænum sé fyrir suma en ekki alla? Mér finnst umhugsunarvert að þessar risa íþróttahallir sem eru í Kópavogi, Fífan og Kórinn, séu ekki nýttar undir íþróttaiðkun fyrir einstaklinga með fötlun. Mannréttindi fyrir suma, ekki alla Fyrir stuttu, á afmæli Kópavogsbæjar var bæjarstjóri spurð hvað henni fyndist best við Kópavog. Hún svaraði að það væri íbúarnir, fólkið í bænum. Ég er alveg sammála þar sem ég hef búið í Kópavogi allt mitt líf og eignast frábæra vini, verið með frábæra kennara og stundað allar mínar íþrótti þar. Þess vegna skýtur skökku við að bæjarstjóri hóti málssókn til að koma í veg fyrir lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og noti það sem fyrsta úrræði án þess að reyna koma til móts við fatlað fólk og aðstandendur þeirra í Kópavogi. Ef það eru íbúarnir sem gera bæinn að góðum stað – hvers vegna eru þeir þá ekki hafðir í fyrirrúmi þegar kemur að stórum réttlætismálum. Þegar íbúar þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, en bæjaryfirvöld bregðast með undanbrögðum í stað þess að bregðast við af alvöru, kemur skýrt í ljós hversu lítill áhugi er fyrir raunverulegum aðgerðum. Þversögnin felst ekki aðeins í orðunum sjálfum, heldur líka í því hver fá þjónustu og hver eru skilin út undan. Skýr skilaboð bæjarstjóra til jaðarsettra hópa. Þegar bæjarstjóri eða sveitarstjórn svarar kalli um aukin mannréttindi – ekki með viðræðum, hlustun eða umbótum – heldur með hótun um málsókn gegn ríkinu vegna tæknilegra atriða- sendir það mjög skýr skilaboð til viðkomandi hóps: þau sem standa höllum fæti, og hafa lengi beðið eftir fullum mannréttindum, eru ekki forgangsatriði. Þau eru í raun vandamál, kostnaður sem þarf að komast hjá. Þetta grefur undan trausti – ekki bara fatlaðs fólks, heldur allra sem trúa að stjórnmálamenn eigi að standa með réttindum, jafnrétti og mannlegri reisn. Hvort sem að þessi fyrirhuguðu málaferli verða að raunveruleika eða ekki, er ljóst að aðgengi fatlaðra að íþróttaiðkun hjá Kópavogsbæ er með minnsta móti og þörf er á róttækum breytingum í þessum málaflokki. Höfundur á einstaka systur og er framhaldsskólafulltrúi Ungs Jafnaðarfólks.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun