Fyrsta konan sem stýrir MI6 Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2025 09:35 Höfuðstöðvar MI6 í London fá nýjan hæstráðanda síðar á þessu ári þegar Blaise Metreweli (t.h.) verður fyrsta konan sem stýrir leyniþjónustunni. AP Blaise Metreweli verður fyrsta konan sem stýrir bresku utanríkisleyniþjónustunni MI6 í 116 ára sögu stofnunarinnar síðar á þessu ári. Hún hefur aldarfjórðungs langa reynslu af störfum fyrir leyniþjónustunar og er tæknistjóri MI6 sem þekktur er sem „Q“. Metreweli, sem er 47 ára gömul, lærði mannfræði við Cambridge-háskóla. Hún gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna árið 1999 og gegndi stjórnunarstöðum hjá MI5, innanríkisleyniþjónustu Bretlands. Stærstum hluta ferilsins hefur Metreweli varið í Miðausturlöndum og Evrópu. Hún tekur við af Richard Moore sem yfirmaður MI6 síðar á þessu ári þegar skipunartíma hans lýkur. Sem tæknistjóri MI6 ber Metreweli meðal annars ábyrgð á því að halda upplýsingum um útsendara leyniþjónustunnar leyndum og að klekkja á andstæðingum Bretlands, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tæknistjórinn ber dulnefnið „Q“ eins og aðdáendur bókanna og kvikmyndanna um James Bond þekkja vel. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði skipan Metreweli sögulega og að leyniþjónustan hefði aldrei verið eins mikilvæg og um þessar mundir. Rússland, Kína og Íran helstu verkefnin Tilgangur MI6 er að safna upplýsingum erlendis til þess að tryggja öryggi Bretlands, meðal annars til þess að stöðva hryðjuverk og aðgerðir óvinveittra ríkja. Stærstu áskoranirnar sem Metreweli er sögð standa frammi fyrir þegar hún tekur við stjórnartaumunum er að glíma við Rússa, Kínverja og Írani. Breska leyniþjónustan hefur meðal annars sakað Rússa um að há skemmdarverkaherferð um alla Evrópu til þess að hræða ríki frá því að styðja varnir Úkraínu í innrásarstríði Rússa. Moore sagði fyrir fjórum árum að Kína væri í forgangi hjá MI6. Sjálf hefur Metreweli sagt Bretland standa frammi fyrir fjölbreyttum hættum. Athafanir rússneska ríkisins, en ekki Rússland sjálft, væru viðvarandi ógn og að Kína væri að breyta heiminum. Í því fælust bæði tækifæri og ógnir við Bretland. Bretland Jafnréttismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Metreweli, sem er 47 ára gömul, lærði mannfræði við Cambridge-háskóla. Hún gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna árið 1999 og gegndi stjórnunarstöðum hjá MI5, innanríkisleyniþjónustu Bretlands. Stærstum hluta ferilsins hefur Metreweli varið í Miðausturlöndum og Evrópu. Hún tekur við af Richard Moore sem yfirmaður MI6 síðar á þessu ári þegar skipunartíma hans lýkur. Sem tæknistjóri MI6 ber Metreweli meðal annars ábyrgð á því að halda upplýsingum um útsendara leyniþjónustunnar leyndum og að klekkja á andstæðingum Bretlands, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tæknistjórinn ber dulnefnið „Q“ eins og aðdáendur bókanna og kvikmyndanna um James Bond þekkja vel. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði skipan Metreweli sögulega og að leyniþjónustan hefði aldrei verið eins mikilvæg og um þessar mundir. Rússland, Kína og Íran helstu verkefnin Tilgangur MI6 er að safna upplýsingum erlendis til þess að tryggja öryggi Bretlands, meðal annars til þess að stöðva hryðjuverk og aðgerðir óvinveittra ríkja. Stærstu áskoranirnar sem Metreweli er sögð standa frammi fyrir þegar hún tekur við stjórnartaumunum er að glíma við Rússa, Kínverja og Írani. Breska leyniþjónustan hefur meðal annars sakað Rússa um að há skemmdarverkaherferð um alla Evrópu til þess að hræða ríki frá því að styðja varnir Úkraínu í innrásarstríði Rússa. Moore sagði fyrir fjórum árum að Kína væri í forgangi hjá MI6. Sjálf hefur Metreweli sagt Bretland standa frammi fyrir fjölbreyttum hættum. Athafanir rússneska ríkisins, en ekki Rússland sjálft, væru viðvarandi ógn og að Kína væri að breyta heiminum. Í því fælust bæði tækifæri og ógnir við Bretland.
Bretland Jafnréttismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira