Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:21 Í júní hækkaði verðlag í Bónus um 0,36 prósent, í Krónunni um 0,21 prósent og í Nettó um 0,15 prósent. Vísir/Viktor Freyr Verðlag á dagvöru hækkaði 0,58 prósent í maí samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ og nemur árshækkun um 4,5 prósentum. Um er að ræða fjórða mánuðinn í röð þar sem vísitalan hækkar um meira en hálft prósent milli mánaða en sá hækkunartaktur jafngildir um 6 prósent árshækkun á matvörum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. Þar segir að megindrifkraftar verðhækkana í maí hafi verið hækkanir á mjólkurvörum í öllum verslunum og almennar hækkanir í verslunum Samkaupa. Líkt og nefnt var í síðustu greiningu verðlagseftirlitsins hafi verðlag í verslunum Samkaupa, eða Kjörbúðarinnar og Nettó, farið hækkandi að undanförnu og verðlækkanir sem hófust síðsumars í fyrra því gengið til baka. Dagvöruvísitalan hafi hækkað um 0,29 prósent miðað við nýjustu tölur júnímánaðar, en þar af hafi verðlag í Bónus hækkað um 0,36 prósent, í Krónunni um 0,21 prósent og í Nettó um 0,15 prósent. Hlutfall vara sem hækkuðu í verði í Bónus og Krónunni fór lækkandi í apríl, en hækkaði svo aftur í maí þegar mánuðurinn var allur. Miðað við fyrstu tölur júnímánaðar sé ekki að sjá að umfang hækkana dragist saman þó verðhækkanir séu minni. Fyrstu mælingar mánaðaris sýni að um 17 prósent vara í Bónus hafi hækkað milli mánaða og 12 prósent vara í Krónunni. Verð á súkkulaði hækkar enn Þá segir að súkkulaðiverð hafi hækkað jafnt og þétt á Íslandi undanfarin ár. Verðhækkanir hafi komið fram í vörum frá flestum framleiðendum en frá janúar 2024 hafi verð á vörum frá Nóa Síríus hækkað um 37 prósent, frá Freyju um 30 prósent og frá Góu um 14 prósent miðað við verð í Bónus og Krónunni. Þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á kakói hafi lítið breyst síðasta hálfa árið mælist enn hækkanir á súkkulaðiverði hér á landi. „Hækkanirnar vekja athygli fyrir þær sakir að þær haldast í hendur við betri afkomu sælgætisframleiðenda, en sem dæmi jókst rekstrarhagnaður Nóa Síríus um helming í fyrra og hagnaður fyrirtækisins meira en þrefaldast,“ segir í tilkynningu ASÍ. Það sé ekki aðeins súkkulaði frá sælgætisframleiðendunum sem hefur hækkað mikið. Nóa Trítlar hafi til dæmis hækkað um 26 prósent í Krónunni og 28 prósent í Bónus frá janúar í fyrra og Góu snuð í Bónus hafa hækkað um 23 prósent. Vörur Verslun Hækkun frá janúar í fyrra Nóa Trítlar, ýmsar sortir Bónus 28% Nóa Trítlar, mix Krónan 26% Grænt ópal, sykurlaust Bónus 26% Góu snuð Bónus 23% Rautt risa ópal, sykurlaust Krónan & Bónus 19% Góu bangsahlaup Krónan 19% Trölla Tópas Bónus 19% Ópal, tvískiptur Krónan 18% Kaffi hefur samkvæmt tilkynningunni einnig hækkað í verði síðustu misseri samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði. Í maí höfðu kaffibaunir hækkað í Bónus og Krónunni hækkað um 17 prósent að meðaltali milli ára. Frá maí hafi verðið aftur tekið stökk og malað kaffi og baunir nú hækkað um 10-11 prósent til viðbótar. Eftir því sem kaffivaran sé meira unnin hafi hún hækkað minna, enda hefur hrávörukostnaðurinn hækkað mest undanfarið ár. Prís áfram ódýrasta verslunin Prís er áfram ódýrasta verslunin samkvæmt reglulegu eftirliti verðlagseftirlitsins, en eins og sést á grafinu hér að neðan hefur verð í Prís verið um 4 prósent undir verði Bónus að meðaltali frá opnun, og er enn. Verðþróun í verslunum Samkaupa undanfarna mánuði komi fram í breytingum á verðlagi milli verslana. Þá lækkaði verðlag í Nettó nokkuð eftir að Prís kom inn á markaðinn síðasta haust en þá fór verðlag í Nettó úr því að vera um 11-14 prósent hærra en í Bónus í það að vera um 4-5 prósent hærra, samkvæmt tilkynningu. Síðustu mánuði hafi munurinn aukist og sé verðlag í maí um 8,7 prósent hærra að jafnaði en í Bónus. Til samanburðar er verðlag í Krónunni að jafnaði 0,6-1,1 prósent hærra en í Bónus á þeim vörum sem fást í báðum verslunum en í Prís er verðlagið að jafnaði 3,5-4 prósent ódýrara en í Bónus. Matvöruverslun Verslun Neytendur ASÍ Verðlag Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. Þar segir að megindrifkraftar verðhækkana í maí hafi verið hækkanir á mjólkurvörum í öllum verslunum og almennar hækkanir í verslunum Samkaupa. Líkt og nefnt var í síðustu greiningu verðlagseftirlitsins hafi verðlag í verslunum Samkaupa, eða Kjörbúðarinnar og Nettó, farið hækkandi að undanförnu og verðlækkanir sem hófust síðsumars í fyrra því gengið til baka. Dagvöruvísitalan hafi hækkað um 0,29 prósent miðað við nýjustu tölur júnímánaðar, en þar af hafi verðlag í Bónus hækkað um 0,36 prósent, í Krónunni um 0,21 prósent og í Nettó um 0,15 prósent. Hlutfall vara sem hækkuðu í verði í Bónus og Krónunni fór lækkandi í apríl, en hækkaði svo aftur í maí þegar mánuðurinn var allur. Miðað við fyrstu tölur júnímánaðar sé ekki að sjá að umfang hækkana dragist saman þó verðhækkanir séu minni. Fyrstu mælingar mánaðaris sýni að um 17 prósent vara í Bónus hafi hækkað milli mánaða og 12 prósent vara í Krónunni. Verð á súkkulaði hækkar enn Þá segir að súkkulaðiverð hafi hækkað jafnt og þétt á Íslandi undanfarin ár. Verðhækkanir hafi komið fram í vörum frá flestum framleiðendum en frá janúar 2024 hafi verð á vörum frá Nóa Síríus hækkað um 37 prósent, frá Freyju um 30 prósent og frá Góu um 14 prósent miðað við verð í Bónus og Krónunni. Þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á kakói hafi lítið breyst síðasta hálfa árið mælist enn hækkanir á súkkulaðiverði hér á landi. „Hækkanirnar vekja athygli fyrir þær sakir að þær haldast í hendur við betri afkomu sælgætisframleiðenda, en sem dæmi jókst rekstrarhagnaður Nóa Síríus um helming í fyrra og hagnaður fyrirtækisins meira en þrefaldast,“ segir í tilkynningu ASÍ. Það sé ekki aðeins súkkulaði frá sælgætisframleiðendunum sem hefur hækkað mikið. Nóa Trítlar hafi til dæmis hækkað um 26 prósent í Krónunni og 28 prósent í Bónus frá janúar í fyrra og Góu snuð í Bónus hafa hækkað um 23 prósent. Vörur Verslun Hækkun frá janúar í fyrra Nóa Trítlar, ýmsar sortir Bónus 28% Nóa Trítlar, mix Krónan 26% Grænt ópal, sykurlaust Bónus 26% Góu snuð Bónus 23% Rautt risa ópal, sykurlaust Krónan & Bónus 19% Góu bangsahlaup Krónan 19% Trölla Tópas Bónus 19% Ópal, tvískiptur Krónan 18% Kaffi hefur samkvæmt tilkynningunni einnig hækkað í verði síðustu misseri samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði. Í maí höfðu kaffibaunir hækkað í Bónus og Krónunni hækkað um 17 prósent að meðaltali milli ára. Frá maí hafi verðið aftur tekið stökk og malað kaffi og baunir nú hækkað um 10-11 prósent til viðbótar. Eftir því sem kaffivaran sé meira unnin hafi hún hækkað minna, enda hefur hrávörukostnaðurinn hækkað mest undanfarið ár. Prís áfram ódýrasta verslunin Prís er áfram ódýrasta verslunin samkvæmt reglulegu eftirliti verðlagseftirlitsins, en eins og sést á grafinu hér að neðan hefur verð í Prís verið um 4 prósent undir verði Bónus að meðaltali frá opnun, og er enn. Verðþróun í verslunum Samkaupa undanfarna mánuði komi fram í breytingum á verðlagi milli verslana. Þá lækkaði verðlag í Nettó nokkuð eftir að Prís kom inn á markaðinn síðasta haust en þá fór verðlag í Nettó úr því að vera um 11-14 prósent hærra en í Bónus í það að vera um 4-5 prósent hærra, samkvæmt tilkynningu. Síðustu mánuði hafi munurinn aukist og sé verðlag í maí um 8,7 prósent hærra að jafnaði en í Bónus. Til samanburðar er verðlag í Krónunni að jafnaði 0,6-1,1 prósent hærra en í Bónus á þeim vörum sem fást í báðum verslunum en í Prís er verðlagið að jafnaði 3,5-4 prósent ódýrara en í Bónus.
Matvöruverslun Verslun Neytendur ASÍ Verðlag Mest lesið Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur