Guðmundur í Brim hættir hjá SFS Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2025 18:34 Guðmundur Kristjánsson, fostjóri Brims og fyrrverandi formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Einar Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur sagt af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það tilkynnti hann í dag en hann segir áherslur hans í starfi samtakanna ekki njóta stuðnings framkvæmdastjóra né annarra í forystu SFS. „Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra,“ segir Guðmundur í yfirlýsingu. Hann var kjörinn formaður SFS þann 3. apríl. Í yfirlýsingunni segist Guðmundur telja það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. „Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag,“ segir Guðmundur. Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Sjá einnig: Segir ásakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu alvarlegar Þá segir Guðmundur að því sé það áhyggjuefni að stjórnvöld stefni nú á „umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér.“ Yfirlýsingu Guðmundar í heil má lesa hér að neðan: Tilkynning: Á fundi í framkvæmdaráði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í dag tilkynnti ég um afsögn mína sem formaður samtakanna. Ástæðan er sú að áherslur mínar í starfi samtakanna njóta ekki stuðnings framkvæmdastjóra né heldur félaga minna í forystu samtakanna. Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra. Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér. Guðmundur Kristjánsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. 6. júní 2025 18:55 Höggin dynji á sjávarútveginum og áhugi kvenna á iðnstörfum minnkar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknarstofnun hefur ráðlagt samdrátt til veiða á þorski á næsta ári um fjögur prósent. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6. júní 2025 18:11 Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. 6. júní 2025 10:42 „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra,“ segir Guðmundur í yfirlýsingu. Hann var kjörinn formaður SFS þann 3. apríl. Í yfirlýsingunni segist Guðmundur telja það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. „Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag,“ segir Guðmundur. Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjöld. Sjá einnig: Segir ásakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu alvarlegar Þá segir Guðmundur að því sé það áhyggjuefni að stjórnvöld stefni nú á „umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér.“ Yfirlýsingu Guðmundar í heil má lesa hér að neðan: Tilkynning: Á fundi í framkvæmdaráði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í dag tilkynnti ég um afsögn mína sem formaður samtakanna. Ástæðan er sú að áherslur mínar í starfi samtakanna njóta ekki stuðnings framkvæmdastjóra né heldur félaga minna í forystu samtakanna. Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra. Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér. Guðmundur Kristjánsson
Tilkynning: Á fundi í framkvæmdaráði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í dag tilkynnti ég um afsögn mína sem formaður samtakanna. Ástæðan er sú að áherslur mínar í starfi samtakanna njóta ekki stuðnings framkvæmdastjóra né heldur félaga minna í forystu samtakanna. Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra. Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér. Guðmundur Kristjánsson
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Atvinnurekendur Tengdar fréttir Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. 6. júní 2025 18:55 Höggin dynji á sjávarútveginum og áhugi kvenna á iðnstörfum minnkar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknarstofnun hefur ráðlagt samdrátt til veiða á þorski á næsta ári um fjögur prósent. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6. júní 2025 18:11 Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. 6. júní 2025 10:42 „Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. 6. júní 2025 18:55
Höggin dynji á sjávarútveginum og áhugi kvenna á iðnstörfum minnkar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknarstofnun hefur ráðlagt samdrátt til veiða á þorski á næsta ári um fjögur prósent. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6. júní 2025 18:11
Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. 6. júní 2025 10:42
„Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í gegn“ Atvinnuvegaráðherra segist hafa fulla trú á því að frumvarp um breytingu á lögum um veiðigjald verði samþykkt áður en Alþingi fer í sumarfrí. Málið er eitt þeirra fjölmörgu mála sem deilt hefur verið um á þingvetrinum, sem nú er keppst við að ljúka, og sennilega það umdeildasta. 10. júní 2025 12:03